Skil skattframtalsins eru framkvæmd á þjónustuvef RSK, skatturinn.is. Veitt er framtalsaðstoð í síma 442-1414 og fyrirspurnir skal senda á netfangið framtal@skatturinn.is.
Allir þeir sem eru sextán ára og eldri þurfa að skila skattframtali. Framtalsleiðbeiningar er hægt að nálgast inni í framtalinu og einnig er hægt að fá þær í bæklingaformi.
Niðurstaða álagningar mun liggja fyrir eigi síðar en 31. maí 2023 og verður hún birt á þjónustuvef Skattsins.