Umtöluð réttarhöld að enda komin: „Ég myndi aldrei skaða þau“ Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2023 11:10 Alex Murdaugh í dómsal í Suður-Karólínu. AP/Jeff Blake Réttarhöld gegn bandarískum lögmanni sem grunaður er um að hafa myrt eiginkonu sína og son eru að enda komin. Mál Alex Murdaughs og morðin hafa vakið mikla athygli og hefur meðal annars verið fjallað um málið í heimildarþáttum á Netflix. Alex Murdaugh er einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu. Maggie Murdaugh (52) og Paul (22) voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar. Alex Murdaugh hringdi í Neyðarlínuna það kvöld og sagðist hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar, sem er með elliglöp. Rannsókn leiddi í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var ákærður í júlí í fyrra. Verði Murdaugh fundinn sekur um morðin stendur hann frammi fyrir því að vera dæmdur í minnst þrjátíu ára fangelsi en saksóknarar fóru ekki fram á dauðarefsingu, sem væri hægt í Suður-Karólínu. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í sex vikur en á þeim tíma hafa rúmlega 75 manns borið vitni og er búið að sýnda um átta hundruð myndir og skýrslur eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Vitnaleiðslum er nú lokið. Kviðdómendur munu heimsækja landareignina í dag og virða vettvang morðanna fyrir sér. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt konu sína og son til að dreifa athyglinni frá öðrum glæpum hans en hafa ekki fært fram neinar bein sönnunargögn gegn honum. Morðvopnin hafa ekki fundist en eitt sönnunargagn sýnir að Murdaugh sagði lögregluþjónum ósatt og staðfesti að hann hefði verið við hundabúrin um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það sannaðist með myndbandi sem fannst á síma Pauls Murdaugs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Murdaugh hafði ávallt haldið því fram að hann hefði aldrei verið við hundabúrin fyrr en hann fann þau Maggie og Paul látin. Hér má sjá þegar Alex Murdaugh var fluttur í dómsal í Walterboro í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker Viðurkenndi lygar og fjárdrátt Eitt það fyrsta sem Murdaugh sagði þegar hann bar vitni í málinu var að viðurkenna að hafa sagt ósatt um það að hann hefði verið við hundabúrin. Vísaði hann til þess að hann væri háður ópíóðum og að hann hefði verið tortrygginn í garð lögregluþjóna. Það allra fyrsta sem hann sagði var þó að hann hefði ekki myrt Maggie og Paul. Er hann bar vitni í málinu viðurkenndi hann fúslega að hafa dregið sér fé, að hafa svikið skjólstæðinga sína og fjölskyldumeðlimi. „Ég tók peninga sem ég átti ekki. Ég hefði ekki átt að gera það. Ég hata þá staðreynd að ég gerði það og ég skammast mín,“ sagði Murdaugh. Hann sagðist þó ekki hafa skotið eiginkonu sína og son. „Ég myndi aldrei skaða þau,“ sagði Alex Murdaugh. Gagnrýndu lögreglu fyrir slæm vinnubrögð Verjendur Mudaughs hafa beint spjótum sínum að lögreglunni og gagnrýnt störf lögregluþjóna vegna morðanna harðlega. Fyrsti lögregluþjónninn mætti á vettvang um tuttugu mínútum eftir að Murdaugh hringdi í Neyðarlínuna. Fógetinn á staðnum kallaði þó nánast strax rannsakendur á vegum ríkisins en það tók þá fjóra klukkutíma að mæta á vettvang. Á þeim tíma hafði vettvangur morðsins ekki verið tryggður og ættingjar Murdaughs höfðu meðal annars ítrekað gengið þar um. Þá voru líkin hulin með laki en ekki dúk sem dregur ekki í sig vökva og var lakinu þar að auki hent og ekki rannsakað hvort á því fyndust hár eða líkamsvessar sem hægt væri að greina. Þegar rannsakendurnir mættu svo sendu þeir Murdaugh og þá ættingja sem voru á vettvangi til heimilis fjölskyldunnar á landareigninni. Enginn lögregluþjónn hafði farið þar um og leitað að vopni, blóðugum fötum eða öðrum sönnunargögnum eða mögulegum sökudólgum. Lögmennirnir segja einnig að rannsakendur hafi ekki leitað að fingraförum né blóðslettum og að myndir af vettvangi hafi verið svo slæmar að ekki hafi verið hægt að nota þær til að greina vettvang morðsins eftir á. Verjendurnir fengu einnig sérfræðing til að bera vitni sem hélt því fram að líklegast hefðu morðingjarnir verið tveir. Paul og Maggie hefðu verið skotin með mismunandi vopnum og að líklegast hefði þeim verið komið á óvart, þar sem þau voru ekki með varnarsár og litu ekki út fyrir að hafa reynt að hlaupa á brott. Alex Murdaugh á fleiri réttarhöld í vændum vegna annarra meintra glæpa hans. Fleiri réttarhöld í vændum Murdaugh stendur frammi fyrir fleiri réttarhöldum á næstunni, sem meðal annars snúa að fjárdrætti hans og öðrum glæpum. Þau snúa einnig að tilraun hans til að láta frænda sinn bana sér svo lifandi sonur hans gæti fengið líftryggingu hans. BBC segir frá því að árið 2018 hafi Gloria Satterfield, ráðskona fjölskyldu Murdaughs, dáið á heimili þeirra. Dauði hennar er enn til rannsóknar en fjölskyldan segir hana hafa hrasað um hunda og fallið niður stiga. Murdaugh hvatti fullorðin börn hennar til að höfða mál og tryggingarfyrirtæki Murdaughs greiddi á endanum út 4,3 milljónir dala vegna dauða ráðskonunnar. Börn hennar fengu þó aldrei neitt af þessum skaðabótum og Murdaugh hefur viðurkennt að hann stal peningunum. Árið 2019 var Paul Murdaugh ölvaður á báti og varð hann valdur að slysi þar sem einn farþegi hans dó. Hann var ákærður vegna slyssins og var laus gegn tryggingu þegar hann var myrtur. Alex Murdaugh gaf í skyn að Paul hefði borist morðhótanir vegna þessa máls, sem hefur einnig notið mikillar athygli og fjallað er um í heimildarþáttum Netflix. Þá særðist Murdaugh í skotárás þremur mánuðum eftir að Maggie og Paul voru skotin til bana. Rannsókn leiddi í ljós að Murdaugh hafði reynt að láta fjarskyldan frænda sinn bana sér en hann vildi að Buster Murdaugh, annar sonur hans, gæti fengið líftryggingu hans. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
Alex Murdaugh er einnig grunaður um að hafa dregið sér tugi milljóna dala úr lögmannafyrirtæki fjölskyldu hans í Suður-Karólínu en fjölskyldan hefur um árabil verið mjög umsvifamikil í ríkinu. Maggie Murdaugh (52) og Paul (22) voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri lóð fjölskyldunnar. Alex Murdaugh hringdi í Neyðarlínuna það kvöld og sagðist hafa komið að þeim látnum eftir um klukkustundar heimsókn til móður sinnar, sem er með elliglöp. Rannsókn leiddi í ljós að Maggie hafði verið skotin fjórum eða fimm sinnum með riffli en Paul var skotinn tvisvar með haglabyssu og með misstórum höglum. Enginn var handtekinn vegna málsins í rúmt ár en Murdaugh var ákærður í júlí í fyrra. Verði Murdaugh fundinn sekur um morðin stendur hann frammi fyrir því að vera dæmdur í minnst þrjátíu ára fangelsi en saksóknarar fóru ekki fram á dauðarefsingu, sem væri hægt í Suður-Karólínu. Réttarhöldin hafa nú staðið yfir í sex vikur en á þeim tíma hafa rúmlega 75 manns borið vitni og er búið að sýnda um átta hundruð myndir og skýrslur eins og fram kemur í frétt AP fréttaveitunnar. Vitnaleiðslum er nú lokið. Kviðdómendur munu heimsækja landareignina í dag og virða vettvang morðanna fyrir sér. Saksóknarar segja Murdaugh hafa myrt konu sína og son til að dreifa athyglinni frá öðrum glæpum hans en hafa ekki fært fram neinar bein sönnunargögn gegn honum. Morðvopnin hafa ekki fundist en eitt sönnunargagn sýnir að Murdaugh sagði lögregluþjónum ósatt og staðfesti að hann hefði verið við hundabúrin um fimm mínútum áður en talið er að Maggie og Paul hafi verið myrt. Það sannaðist með myndbandi sem fannst á síma Pauls Murdaugs en það tók lögregluna ár að komast inn í hann og finna myndbandið. Murdaugh hafði ávallt haldið því fram að hann hefði aldrei verið við hundabúrin fyrr en hann fann þau Maggie og Paul látin. Hér má sjá þegar Alex Murdaugh var fluttur í dómsal í Walterboro í Suður-Karólínu í gær.AP/Andrew J. Whitaker Viðurkenndi lygar og fjárdrátt Eitt það fyrsta sem Murdaugh sagði þegar hann bar vitni í málinu var að viðurkenna að hafa sagt ósatt um það að hann hefði verið við hundabúrin. Vísaði hann til þess að hann væri háður ópíóðum og að hann hefði verið tortrygginn í garð lögregluþjóna. Það allra fyrsta sem hann sagði var þó að hann hefði ekki myrt Maggie og Paul. Er hann bar vitni í málinu viðurkenndi hann fúslega að hafa dregið sér fé, að hafa svikið skjólstæðinga sína og fjölskyldumeðlimi. „Ég tók peninga sem ég átti ekki. Ég hefði ekki átt að gera það. Ég hata þá staðreynd að ég gerði það og ég skammast mín,“ sagði Murdaugh. Hann sagðist þó ekki hafa skotið eiginkonu sína og son. „Ég myndi aldrei skaða þau,“ sagði Alex Murdaugh. Gagnrýndu lögreglu fyrir slæm vinnubrögð Verjendur Mudaughs hafa beint spjótum sínum að lögreglunni og gagnrýnt störf lögregluþjóna vegna morðanna harðlega. Fyrsti lögregluþjónninn mætti á vettvang um tuttugu mínútum eftir að Murdaugh hringdi í Neyðarlínuna. Fógetinn á staðnum kallaði þó nánast strax rannsakendur á vegum ríkisins en það tók þá fjóra klukkutíma að mæta á vettvang. Á þeim tíma hafði vettvangur morðsins ekki verið tryggður og ættingjar Murdaughs höfðu meðal annars ítrekað gengið þar um. Þá voru líkin hulin með laki en ekki dúk sem dregur ekki í sig vökva og var lakinu þar að auki hent og ekki rannsakað hvort á því fyndust hár eða líkamsvessar sem hægt væri að greina. Þegar rannsakendurnir mættu svo sendu þeir Murdaugh og þá ættingja sem voru á vettvangi til heimilis fjölskyldunnar á landareigninni. Enginn lögregluþjónn hafði farið þar um og leitað að vopni, blóðugum fötum eða öðrum sönnunargögnum eða mögulegum sökudólgum. Lögmennirnir segja einnig að rannsakendur hafi ekki leitað að fingraförum né blóðslettum og að myndir af vettvangi hafi verið svo slæmar að ekki hafi verið hægt að nota þær til að greina vettvang morðsins eftir á. Verjendurnir fengu einnig sérfræðing til að bera vitni sem hélt því fram að líklegast hefðu morðingjarnir verið tveir. Paul og Maggie hefðu verið skotin með mismunandi vopnum og að líklegast hefði þeim verið komið á óvart, þar sem þau voru ekki með varnarsár og litu ekki út fyrir að hafa reynt að hlaupa á brott. Alex Murdaugh á fleiri réttarhöld í vændum vegna annarra meintra glæpa hans. Fleiri réttarhöld í vændum Murdaugh stendur frammi fyrir fleiri réttarhöldum á næstunni, sem meðal annars snúa að fjárdrætti hans og öðrum glæpum. Þau snúa einnig að tilraun hans til að láta frænda sinn bana sér svo lifandi sonur hans gæti fengið líftryggingu hans. BBC segir frá því að árið 2018 hafi Gloria Satterfield, ráðskona fjölskyldu Murdaughs, dáið á heimili þeirra. Dauði hennar er enn til rannsóknar en fjölskyldan segir hana hafa hrasað um hunda og fallið niður stiga. Murdaugh hvatti fullorðin börn hennar til að höfða mál og tryggingarfyrirtæki Murdaughs greiddi á endanum út 4,3 milljónir dala vegna dauða ráðskonunnar. Börn hennar fengu þó aldrei neitt af þessum skaðabótum og Murdaugh hefur viðurkennt að hann stal peningunum. Árið 2019 var Paul Murdaugh ölvaður á báti og varð hann valdur að slysi þar sem einn farþegi hans dó. Hann var ákærður vegna slyssins og var laus gegn tryggingu þegar hann var myrtur. Alex Murdaugh gaf í skyn að Paul hefði borist morðhótanir vegna þessa máls, sem hefur einnig notið mikillar athygli og fjallað er um í heimildarþáttum Netflix. Þá særðist Murdaugh í skotárás þremur mánuðum eftir að Maggie og Paul voru skotin til bana. Rannsókn leiddi í ljós að Murdaugh hafði reynt að láta fjarskyldan frænda sinn bana sér en hann vildi að Buster Murdaugh, annar sonur hans, gæti fengið líftryggingu hans.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira