Fótbolti

Hand­hafi marka­metsins á HM látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Just Fontaine var mikill markaskorari.
Just Fontaine var mikill markaskorari. getty/Bertrand Rindoff Petroff

Just Fontaine, sem á metið yfir flest mörk skoruð í einni heimsmeistarakeppni, er látinn, 89 ára að aldri. Hann lést á heimili sínu í Toulouse.

Fontaine skoraði þrettán mörk í sex leikjum þegar Frakkar lentu í 3. sæti á HM í Svíþjóð 1958. Það met stendur enn og mun eflaust standa um ókomna tíð. Alls skoraði Fontaine þrjátíu mörk í aðeins 21 landsleik.

Fontaine, sem var fæddur í Marokkó, skoraði 226 mörk í 248 deildarleikjum fyrir Casablanca, Nice og Reims.

Eftir að leikmannaferlinum lauk sneri Fontaine sér að þjálfun. Hann stýrði meðal annars landsliðum Frakklands og Marokkó og Paris Saint-Germain.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×