Ósáttur við fulla afturvirkni Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 10:50 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er ágætlega ánægður með tillöguna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA) segist ætla að hvetja félagsmenn til þess að greiða atkvæði með miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Hann væntir þess að forysta Eflingar geri slíkt hið sama en er ósáttur með að afturvirknin sé inni í tillögunni. Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Á fréttamannafundi í dag tilkynnti Ástráður Haraldsson, settur sáttasemjari í deilu Eflingar og SA, að hann hafi lagt fram miðlunartillögu í deilunni. Atkvæðagreiðsla um tillöguna hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku. Í samtali við fréttastofu segist Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, vera ágætlega ánægður með tillöguna. Deilan hafi verið komin í algjöran hnút. „Það sem skiptir máli í þessu samhengi er að við gerum ráð fyrir því að báðir aðilar muni mæla með þessari miðlunartillögu sem er í öllum aðalatriðum sama miðilunartillaga og Aðalsteinn Leifsson lagði hér fram. Að því leitinu til getum við ekki annað en verið ágætlega ánægð með þessa framlagningu, jafnvel þó að við hefðum gert athugasemd og barist gegn því að full afturvirkni yrði tryggð í þessari miðlunartillögu,“ segir Halldór. Klippa: Báðir aðilar hafi skynjað að ábyrgð þeirra væri mikil Honum finnst það ekki rétt að verðlauna stéttarfélög sem framkvæma verkföll á umbjóðendur SA og því sé hann ósáttur með afturvirknina. Þó sé það alltaf þannig að allir þurfa að gefa einhvern afslátt á sína nálgun á lífið og tilveruna. „Ég get sagt að í þessari kjaradeilu hefur orðræðan verið með þeim hætti að það hefur gjörsamlega gengið fram af sjálfum mér. Ég ætla að lýsa því yfir hér. Margir þættir sem áttu sér stað í samtali hérna, annars vegar á síðustu dögum og ekki síður í samtölum á milli aðila í gegnum ríkissáttasemjara, vil ég trú að við séum búin að leggja einhver drög af brú til framtíðar sem vonandi við getum treyst á komandi mánuðum í aðdraganda langtímasamnings,“ segir Halldór. Deilunni sé að öllum líkindum lokið Hann metur það sem svo að nú sé kjaradeilunni að öllum líkindum lokið. Þá sé búið að leggja línuna fyrir það sem koma skal á opinbera vinnumarkaðnum en brátt ganga samninganefndir ríkisins og sveitarfélaga til samningaborðsins. „Línan hefur verið mörkuð á almenna vinnumarkaðnum og það er mín skoðun að almenni vinnumarkaðurinn eigi að fara með ferðinni þegar kemur að þessu,“ segir Halldór. Hann kallar eftir því að vinnulöggjöfin verði tekin til gagngerðar endurskoðunar. Það blasi við að löggjöfin veiti ekki þau verkfæri og tól sem talið var að hún gerði undanfarin ár. Mun mæla með tillögunni Aðspurður segist Halldór ætla að mælast til þess við félagsmenn SA að taka þátt og styðja miðlunartillöguna. „Ég vænti þess að þegar forystumenn ákveða að fara tiltekna leið að þeir tali þá fyrir þeirri leið sem þeir hafa markað. Ég ætla ekkert að spá hver niðurstaða atkvæðagreiðslunnar verður en ég get lýst því yfir að ég muni mælast til þess við félagsmenn SA að þeir taki þátt og styðji þessa miðlunartillögu,“ segir Halldór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira