Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 72-87 | Mikilvægur sigur Íslandsmeistaranna Atli Arason skrifar 1. mars 2023 20:07 Aliyah Collier gerði 27 stig fyrir Njarðvík gegn Grindavík. Vísir/Hulda Margrét Njarðvík vann gífurlega mikilvægan 15 stiga sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 72-87, í leik sem var æsispennandi allt fram að síðasta fjórðung. Með sigrinum er Njarðvík áfram í fjórða sæti en með sex stiga forskot á Grindavík þegar fimm umferðir eru eftir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld betur en ásamt því að skora fyrstu tvö stig leiksins kom átta stiga áhlaup frá heimakonum um miðbik fyrsta leikhluta sem kom þeim 10-4 yfir. Mest náði Grindavík sjö stiga forskoti í tvígang í fyrsta leikhluta, áður en gestirnir úr Njarðvík náðu að minnka muninn áður en fyrsti leikhluti var liðinn, sem lauk með þriggja stiga sigri Grindavíkur, 18-15. Íslandsmeistararnir í Njarðvík komu sterkari út í annan leikhluta en þær náðu að gera fyrstu fjögur stig fjórðungsins til að ná yfirhöndinni í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi og liðin tvö skiptust á því að ná forskotinu, þangað til Njarðvíkingar náðu átta stiga forskoti þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik en þá setti Kamilla Sól niður sniðskot og fékk víti að auki sem fór einnig ofan í körfuna. Danielle Rodriguez setti niður síðasta skot leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna og munurinn var því fimm stig í hálfleik, 30-35. Í síðari hálfleik voru það heimakonur í Grindavík sem byrjuðu betur og eftir átta stiga áhlaup áður en þriðja fjórðungur var hálfnaður voru Grindvíkingar aftur komnar með forystu í stöðunni 40-39. Leikurinn varð svo afar jafn þar sem hvorugt lið náði meira en þriggja stiga forskoti það sem eftir lifði að þriðja leikhluta sem lauk jafn, 54-54, og allt opið fyrir síðasta fjórðung. Síðasti leikhluti var þó nánast bara einstefna frá upphafi þar sem gestirnir úr Njarðvík skoruðu þegar þær vildu. Risastórt 12 stiga áhlaup Njarðvíkur sá til þess að munurinn varð þá mestur milli liðanna til þessa í leiknum öllum, 57-71, þegar einungis fimm mínútur voru eftir. Njarðvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt það sem eftir lifði leiks og mest fór munurinn í 19 stig eftir að Njarðvíkingar höfðu tæmt varamannabekkinn mínútu fyrir leikslok. Síðustu fjögur stiginn komu frá Grindavík sem varð til þess að lokatölur voru 72-87. Afhverju vann Njarðvík? Frábær frammistaða í fjórða leikhluta skilaði þessum stóra sigri þar sem allt var jafnt fram að loka leikhlutanum. Eftir brösugan leik framan af þá var ekkert sem fékk Njarðvíkinga stöðvað í síðasta leikhlutanum, þegar gjörsamlega allt virtist ganga upp. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í liði Njarðvíkur en hún skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Bríet Sif átti einnig flotta innkomu af bekknum en þær tvær voru drifkrafturinn í frábærri frammistöðu Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Saman gerðu þær 18 af 33 stigum Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Danielle Rodriguez var stigahæst í liði Grindavíkur með 28 stig en Dani tók að auki 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Thea Ólafía og Alexandra Eva áttu flotta innkomu af varamannabekk Grindavíkur en það vantaði meira framlag frá öðrum leikmönnum. Hvað gerist næst? Grindavík fer næst í heimsókn til Breiðabliks í Smáranum næsta miðvikudag á meðan Njarðvíkingar taka á móti Fjölni sama dag í Ljónagryfjunni. „Vonsvikinn með fjórða leikhluta“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik, þar sem spilaborg Grindavíkur hríðféll í fjórða og síðasta leikhlutanum. „Ég er rosalega vonsvikinn með fjórða leikhluta en þær [Njarðvíkingar] voru bara grimmari en við á öllum vígstöðvum. Okkur tókst að einhverju leyti að búa til opin skot en við náðum svo ekki að hitta úr þeim ásamt því að eiga erfitt með að koma okkur að körfunni. Það var eiginlega alveg sama hvað gerðist, þær [Njarðvík] voru með yfirhöndina alls staðar,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég hefði alveg viljað fá betri byrjun í leiknum í mjög mörgum þáttum en við vorum alltaf inn í leiknum og spilum frábærlega í þrjá leikhluta. Ég er virkilega sáttur með það en við hefðum átt að halda áfram. Við þurfum núna bara að skoða betur hvað gerðist í fjórða leikhluta og allir þurfa að taka til sín það sem gerðist og við verðum að laga það,“ bætti Þorleifur við sem telur að liðið eigi nú að hætta að horfa í átt að sæti í úrslitakeppninni. „Tölfræðilega þá eigum við enn þá séns en eðlilega þá er þetta orðið rosalega erfitt fyrir okkur núna. Við þurfum kannski bara að hætta að pæla í þessu úrslitakeppnis sæti og fara bara í hvern leik sem eftir er til að vinna. Oftast er það best og vonandi kemur meiri og betri árangur með því,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur að endingu. Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík
Njarðvík vann gífurlega mikilvægan 15 stiga sigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í kvöld, 72-87, í leik sem var æsispennandi allt fram að síðasta fjórðung. Með sigrinum er Njarðvík áfram í fjórða sæti en með sex stiga forskot á Grindavík þegar fimm umferðir eru eftir. Grindvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld betur en ásamt því að skora fyrstu tvö stig leiksins kom átta stiga áhlaup frá heimakonum um miðbik fyrsta leikhluta sem kom þeim 10-4 yfir. Mest náði Grindavík sjö stiga forskoti í tvígang í fyrsta leikhluta, áður en gestirnir úr Njarðvík náðu að minnka muninn áður en fyrsti leikhluti var liðinn, sem lauk með þriggja stiga sigri Grindavíkur, 18-15. Íslandsmeistararnir í Njarðvík komu sterkari út í annan leikhluta en þær náðu að gera fyrstu fjögur stig fjórðungsins til að ná yfirhöndinni í fyrsta sinn í leiknum, 18-19. Eftir það var leikurinn í miklu jafnvægi og liðin tvö skiptust á því að ná forskotinu, þangað til Njarðvíkingar náðu átta stiga forskoti þegar tvær mínútur voru eftir að fyrri hálfleik en þá setti Kamilla Sól niður sniðskot og fékk víti að auki sem fór einnig ofan í körfuna. Danielle Rodriguez setti niður síðasta skot leiksins fyrir utan þriggja stiga línuna og munurinn var því fimm stig í hálfleik, 30-35. Í síðari hálfleik voru það heimakonur í Grindavík sem byrjuðu betur og eftir átta stiga áhlaup áður en þriðja fjórðungur var hálfnaður voru Grindvíkingar aftur komnar með forystu í stöðunni 40-39. Leikurinn varð svo afar jafn þar sem hvorugt lið náði meira en þriggja stiga forskoti það sem eftir lifði að þriðja leikhluta sem lauk jafn, 54-54, og allt opið fyrir síðasta fjórðung. Síðasti leikhluti var þó nánast bara einstefna frá upphafi þar sem gestirnir úr Njarðvík skoruðu þegar þær vildu. Risastórt 12 stiga áhlaup Njarðvíkur sá til þess að munurinn varð þá mestur milli liðanna til þessa í leiknum öllum, 57-71, þegar einungis fimm mínútur voru eftir. Njarðvíkingar héldu áfram að hamra járnið á meðan það var heitt það sem eftir lifði leiks og mest fór munurinn í 19 stig eftir að Njarðvíkingar höfðu tæmt varamannabekkinn mínútu fyrir leikslok. Síðustu fjögur stiginn komu frá Grindavík sem varð til þess að lokatölur voru 72-87. Afhverju vann Njarðvík? Frábær frammistaða í fjórða leikhluta skilaði þessum stóra sigri þar sem allt var jafnt fram að loka leikhlutanum. Eftir brösugan leik framan af þá var ekkert sem fékk Njarðvíkinga stöðvað í síðasta leikhlutanum, þegar gjörsamlega allt virtist ganga upp. Hverjar stóðu upp úr? Aliyah Collier átti enn einn stórleikinn í liði Njarðvíkur en hún skoraði 27 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Bríet Sif átti einnig flotta innkomu af bekknum en þær tvær voru drifkrafturinn í frábærri frammistöðu Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Saman gerðu þær 18 af 33 stigum Njarðvíkur í fjórða leikhluta. Danielle Rodriguez var stigahæst í liði Grindavíkur með 28 stig en Dani tók að auki 8 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Thea Ólafía og Alexandra Eva áttu flotta innkomu af varamannabekk Grindavíkur en það vantaði meira framlag frá öðrum leikmönnum. Hvað gerist næst? Grindavík fer næst í heimsókn til Breiðabliks í Smáranum næsta miðvikudag á meðan Njarðvíkingar taka á móti Fjölni sama dag í Ljónagryfjunni. „Vonsvikinn með fjórða leikhluta“ Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur.Vísir/Vilhelm Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leik, þar sem spilaborg Grindavíkur hríðféll í fjórða og síðasta leikhlutanum. „Ég er rosalega vonsvikinn með fjórða leikhluta en þær [Njarðvíkingar] voru bara grimmari en við á öllum vígstöðvum. Okkur tókst að einhverju leyti að búa til opin skot en við náðum svo ekki að hitta úr þeim ásamt því að eiga erfitt með að koma okkur að körfunni. Það var eiginlega alveg sama hvað gerðist, þær [Njarðvík] voru með yfirhöndina alls staðar,“ sagði Þorleifur í viðtali við Vísi eftir leik. „Ég hefði alveg viljað fá betri byrjun í leiknum í mjög mörgum þáttum en við vorum alltaf inn í leiknum og spilum frábærlega í þrjá leikhluta. Ég er virkilega sáttur með það en við hefðum átt að halda áfram. Við þurfum núna bara að skoða betur hvað gerðist í fjórða leikhluta og allir þurfa að taka til sín það sem gerðist og við verðum að laga það,“ bætti Þorleifur við sem telur að liðið eigi nú að hætta að horfa í átt að sæti í úrslitakeppninni. „Tölfræðilega þá eigum við enn þá séns en eðlilega þá er þetta orðið rosalega erfitt fyrir okkur núna. Við þurfum kannski bara að hætta að pæla í þessu úrslitakeppnis sæti og fara bara í hvern leik sem eftir er til að vinna. Oftast er það best og vonandi kemur meiri og betri árangur með því,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur að endingu.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti