Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason segir fréttir í kvöld. Vísir

Í kvöldfréttum förum við vandlega yfir stöðuna sem nú er komin upp eftir að forysta Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hafa fallist á að setja nýja miðlunartillögu í dóm félagsmanna. Formaður Eflingar segir þernur og bílstjóra olíufélaganna og Samskipa fá töluverðar bætur, en framkvæmdastjóri SA segir tillöguna fela í sér sömu launatöflu og í samningum Starfsgreinasambandsins.

Settur ríkissáttasemjari segir að hann hefði ekki langt tillöguna fram nema tryggt hafi verið að um hana yrðu greidd atkvæði.

Við ræðum einnig við þrítugan heimilislausan karlmann sem er ekki á neinum kjarasamningum en á ekki í nein hús að venda eftir að smáhýsi hans á Granda eyðilagðist í bruna í síðasta mánuði.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×