Fótbolti

Hákon lagði upp er FCK komið langleiðina í undanúrslit

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Hákon Arnar lagði upp seinna mark FCK í kvöld.
Hákon Arnar lagði upp seinna mark FCK í kvöld. FC Kaupmannahöfn

Íslendingalið FCK er komið langleiðina í undanúrslit dönsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir 2-0 sigur gegn Vejle í kvöld.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK í kvöld og lék allan leikinn fyrir liðið, en Ísak Bergmann Jóhannesson var ónotaður varamaður.

Það var Mohamed Daramy sem kom heimamönnum í FCK á forystu þegar rúmar tuttugt mínútur voru til leiksloka áður en Viktor Claesson innsiglaði sigurinn með marki í uppbótartíma eftir stoðsendingu frá Hákoni Arnari.

Niðurstaðan því 2-0 sigur FCK og í góðri stöðu fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×