Ekki útséð með áhrif verkfalla á hótelin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. mars 2023 21:44 Hildur Ómarsdóttir, framkvæmdastjóri Berjaya. Vísir Þrátt fyrir að starfsemi hótela sem verkföll Eflingar hafa beinst að sé nú komin á skrið gætir áhrifa þeirra enn. Framkvæmdastjóri Berjaya-hótela segir mest um vert að geta opnað fyrir bókanir að nýju, en lokað var fyrir þær þegar ljóst varð að stefndi í verkfall. Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Starfsfólk Berjaya Hotels sem er í Eflingu sneri aftur til vinnu í dag eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í kjölfar þess að Ástráður Haraldsson, settur ríkissáttasemjari, setti fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Hildur Ómarsdóttir er framkvæmdastjóri Berjaya. Hún ræddi við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur fréttamann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, þar sem hún sagði að búið væri að opna öll hótel fyrirtækisins. „En það sem mest um vert er að við náðum að opna fyrir bókanir aftur. Þannig að við erum byrjuð að selja aftur og það skiptir auðvitað mestu máli fyrir okkur að koma starfseminni í gang, sem og sölunni,“ sagði Hildur. Reyna nú að fylla það sem áður þurfti að tæma Þá sagði hún verkfallsaðgerðir hafa haft mikil áhrif, og benti því til stuðnings á að þremur hótelum hefði verið lokað. Það voru Hilton, Natura og Marina. „Þar með stoppuðum við tekjuflæðið alfarið inn í okkar rekstur. Við lokuðum fyrir bókanir fyrir febrúar og mars þann 8. febrúar, þegar verkfallsboðum barst. Eðli málsins samkvæmt hefur það mjög mikil áhrif. Ekki bara á þeim vikum sem hafa liðið meðan á verkfalli stóð, heldur einnig aðeins áfram því við erum að selja einn til þrjá mánuði fram í tímann, má segja.“ Hildur sagði þá að áhrifa verkfallsaðgerða kunni að gæta áfram, þrátt fyrir að starfsfólk sé snúið aftur til vinnu. „Það er ekkert útséð með hvert tapið er fyrr en við getum hafið starfsemi að fullu og erum búin að fylla okkar bækur aftur, sem við lögðum markvissa vinnu í að tæma.“ Það væri gleðiefni að fá Eflingarfólk aftur til vinnu. „Það er gaman að segja frá því að okkar starfsfólk var himinlifandi að komast aftur til starfa og hér var vel tekið á móti þeim, eins og alltaf. Þannig viljum við hafa það og þannig ætlum við að hafa það áfram.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira