Kom til átaka í mótmælum í kjölfar lestarslyssins í Grikklandi Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 06:22 Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Grikklandi vegna lestarslyssins þar sem 43 hið minnsta létu lífið. AP Til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu fyrir utan höfuðstöðvar grísku lestarstofnunarinnar í Aþenu í gærkvöldi í kjölfar lestarslyssins þar sem staðfest er að 43 hið minnsta týndu lífi. Margir hafa sagt að einungis hafi verið tímaspursmál hvenær slys sem þetta myndi eiga sér stað. Mótmæli voru einnig í Þessaloníku og Larissu, nærri slysstaðnum þar sem tvær lestir rákust saman norður af borginni í gær. Samgönguráðherra landsins sagði af sér embætti í gær vegna málsins og hefur ríkisstjórn Grikklands heitið því að koma á sjálfstæðri rannsóknarnefnd til að tryggja að réttlæti í málinu nái fram að ganga. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi vegna slyssins þar sem farþegalest rakst á vöruflutningalest sem varð til þess að mikill eldur kom upp í fremstu vögnunum sem einnig fóru út af sporinu og eyðilögðust. Um 350 farþegar voru um borð í farþegalestinni, margir hverjir á þrítugsaldri og á leiðinni heim til Þessalóníku eftir að hafa fagnað upphafi lönguföstu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar að því er er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Farþegalestin rakst á vöruflutningalest rétt norður af Larissa í gærkvöldi. AP Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis segir að hörmulegum, mannlegum mistökum hafi verið um að kenna og hefur 59 ára stöðvarstjóri í Larissa verið handtekinn vegna gruns um manndráp af gáleysi. Hann neitar sök og segir að um tæknileg mistök hafi verið um ræða. Félagar í stéttarfélögum lestarstarfsmanna telja að öryggiskerfi hafi ekki virkað í landinu svo árum skiptir og hyggjast þeir leggja niður störf í dag til að mótmæla því sem þeir kalla „opinbera vanrækslu“ í lestarkerfi landsins. Grikkland Tengdar fréttir Þrjátíu og tveir látnir hið minnsta í lestarslysi á Grikklandi Að minnsta kosti þrjátíu og tveir eru látnir og 85 slasaðir eftir lestarslys á Grikklandi í nótt. 1. mars 2023 06:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Mótmæli voru einnig í Þessaloníku og Larissu, nærri slysstaðnum þar sem tvær lestir rákust saman norður af borginni í gær. Samgönguráðherra landsins sagði af sér embætti í gær vegna málsins og hefur ríkisstjórn Grikklands heitið því að koma á sjálfstæðri rannsóknarnefnd til að tryggja að réttlæti í málinu nái fram að ganga. Búið er að lýsa yfir þriggja daga þjóðarsorg í Grikklandi vegna slyssins þar sem farþegalest rakst á vöruflutningalest sem varð til þess að mikill eldur kom upp í fremstu vögnunum sem einnig fóru út af sporinu og eyðilögðust. Um 350 farþegar voru um borð í farþegalestinni, margir hverjir á þrítugsaldri og á leiðinni heim til Þessalóníku eftir að hafa fagnað upphafi lönguföstu grísku rétttrúnaðarkirkjunnar að því er er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Farþegalestin rakst á vöruflutningalest rétt norður af Larissa í gærkvöldi. AP Forsætisráðherrann Kyriakos Mitsotakis segir að hörmulegum, mannlegum mistökum hafi verið um að kenna og hefur 59 ára stöðvarstjóri í Larissa verið handtekinn vegna gruns um manndráp af gáleysi. Hann neitar sök og segir að um tæknileg mistök hafi verið um ræða. Félagar í stéttarfélögum lestarstarfsmanna telja að öryggiskerfi hafi ekki virkað í landinu svo árum skiptir og hyggjast þeir leggja niður störf í dag til að mótmæla því sem þeir kalla „opinbera vanrækslu“ í lestarkerfi landsins.
Grikkland Tengdar fréttir Þrjátíu og tveir látnir hið minnsta í lestarslysi á Grikklandi Að minnsta kosti þrjátíu og tveir eru látnir og 85 slasaðir eftir lestarslys á Grikklandi í nótt. 1. mars 2023 06:21 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Þrjátíu og tveir látnir hið minnsta í lestarslysi á Grikklandi Að minnsta kosti þrjátíu og tveir eru látnir og 85 slasaðir eftir lestarslys á Grikklandi í nótt. 1. mars 2023 06:21