Ekstrabladet sagði frá þessu og birti mynd frá vettvangi. Þar segir til tilkynning hafi borist um skemmdarverkin um klukkan sjö að staðartíma í morgun.
Litla hafmeyjan er bronsstytta eftir listamanninn Edvard Eriksen sem komið var fyrir á steininum árið 1913.
Eins og áður segir þá er þetta alls ekki í fyrsta sinn sem skemmdarverk eru unnin á styttunni. Áður hefur höfuð hennar og annar handleggur verið söguð af, styttan sprengd og fyrir ári síðan var sagt frá því að hakakross hafi verið málaður á styttuna.
Árið 2020 var málað bæði „Racist Fish“ og „Free Hong Kong“ á styttuna. Þá hefur málningu ítrekað verið skvett á styttuna.