„Það þarf góða eiginkonu til að bakka mann upp“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2023 11:01 Þorgeir Haraldsson ræðir hér við Svövu Kristínu Gretarsdóttur um tímamótin. Vísir/Sigurjón Þorgeir Haraldsson, fráfarandi formaður handknattleiksdeildar Hauka, viðurkennir að síðustu ár hafi hann verið farinn að leita eftir arftaka sínum. Þorgeir hætti sem formaður handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi hennar á dögunum en Þorgeir hafði gengt stöðu formanns í meira en þrjá áratugi en síðan hann var fyrst kjörinn formaður 1981. Þorgeir hafði þá verið í stjórn frá 1973. Vísir/Sigurjón Þorgeir á keppnis- og stjórnunarferil sem spannar í rúmlega hálfa öld á vettvangi deildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari bæði meistaraflokka karla og kvenna, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka auk nefndarstarfa á vegum Hauka og víðar. Búinn að vinna í þessu í svolítinn tíma Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Þorgeir um tímamótin og ákvörðunina um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var að leita að eftirmanni sínum og fann hann í Þorkatli Magnússyni. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma. Það er í þessu eins og í mörgu öðru sem er viðkvæmt segi ég. Það þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við. Þetta þurfa að vera algjörlega gegnheilir Haukamenn sem koma hérna inn. Það er ekki hægt annað því það er svo mikil þekking hérna fyrir,“ sagði Þorgeir Haraldsson. Ásgeir Örn var krónprinsinn „Ásgeir Örn (Hallgrímsson) var krónprinsinn á sínum tíma en svo lá hans leið annað og núna er hann kominn til baka og í annað. Hann er búinn að vera í stjórn hjá okkur síðan að hann hætti að spila. Hann er sú týpa sem ég hefði getað séð fyrir mér sem slíkan. Það sama á um Þorkel sem kom svo síðar,“ sagði Þorgeir. Klippa: Viðtal við Þorgeir Haraldsson: Þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við Þorkell Magnússon átti glæsilegan feril sem leikmaður meistaraflokks karla í Haukum en hann hefur starfað við þjálfun yngri flokka hjá deildinni auk setu í stjórn handknattleiksdeildarinnar á síðari árum. Vísir/Sigurjón Það er óeigingjarnt starf að sinna stjórnunarstöðu íþróttafélaga og ekki algengt að menn haldist þar lengi út. Hvað þarf til að endast svona lengi eins og Þorgeir? „Það þarf góða eiginkonu og fjölskyldu sem bakkar mann upp. Lykilatriðið er að fá fólk hérna inn sem horfir á þetta svipað og ég hef gert og þeir sem hafa starfað með mér í langtíma. Þetta er ekkert ‚fix' að reka svona deild. Þetta er bara vinna og aftur vinna,“ sagði Þorgeir. Aldrei einhverjar hreinsanir „Vinnuframlag frá mörgum ekki bara einum. Ég fékk eina kransæðastíflu á tímabilinu en kom svo bara til baka aftur. Það er með allt þetta fólk hérna. Það hefur þurft að fara frá í smá tíma en kemur aftur. Það eru aldrei einhverjar hreinsanir,“ sagði Þorgeir. Tjörvi Þorgeirsson, einn af tíu bestu leikmönnum efstu deildar karla á þessari öld, er sonur formannsins fyrrverandi. Hélt það gamla manninum lengur við efnið að sonurinn var í lykilhlutverki? Sonurinn viðbeinsbrotnaði tveggja eða þriggja ára „Hann var ekkert fæddur þegar ég var búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Fyrstu íþróttameiðslin hans voru í Strandgötu, tveggja eða þriggja ára. Þá viðbeinsbrotnaði hann af því að leikmaður hljóp á hann þegar hann var að flækjast með pabba sínum á æfingu,“ sagði Þorgeir. „Svo á ég líka eldri strák sem var hérna líka upp í annan flokk og stelpu sem var í meistaraflokk. Það er ekki aðalatriðið en það skemmir ekki fyrir. Það myndi aldrei hafa hvarflað að mér að labba í burtu ef barnið manns hætti. Þá ertu ekki að hugsa þetta rétt,“ sagði Þorgeir en sér hann Tjörva feta í fótspor föður síns. Kannski ekki eins kjaftfor „Það getur vel verið. Hann er félagsvera og svolítið líkur mér að mörgu leyti. Kannski ekki eins kjaftfor. Hann er með þessa hugsun og vonandi verður það bara seinna,“ sagði Þorgeir. Það eru hins vegar miklu fleiri leikmenn Hauka sem eru honum kærir. „Þegar Aron (Kristjánsson) var að spila þá kallaði ég hann fóstra. Palli Ólafs er núna með okkur í stjórninni og hann var sá fyrsti sem ég samdi við af einhverju viti. Þetta eru bara strákarnir mínir,“ sagði Þorgeir en það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Þorgeir Haraldsson og Þorkell Magnússon.Haukar Topphandbolti Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Þorgeir hætti sem formaður handknattleiksdeildar Hauka á aðalfundi hennar á dögunum en Þorgeir hafði gengt stöðu formanns í meira en þrjá áratugi en síðan hann var fyrst kjörinn formaður 1981. Þorgeir hafði þá verið í stjórn frá 1973. Vísir/Sigurjón Þorgeir á keppnis- og stjórnunarferil sem spannar í rúmlega hálfa öld á vettvangi deildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka. Hann var leikmaður í meistaraflokki, þjálfari bæði meistaraflokka karla og kvenna, stjórnarmaður og formaður handknattleiksdeildarinnar og Knattspyrnufélagsins Hauka auk nefndarstarfa á vegum Hauka og víðar. Búinn að vinna í þessu í svolítinn tíma Svava Kristín Gretarsdóttir ræddi við Þorgeir um tímamótin og ákvörðunina um að gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Hann var að leita að eftirmanni sínum og fann hann í Þorkatli Magnússyni. „Ég er búinn að vera að vinna í þessu í svolítinn tíma. Það er í þessu eins og í mörgu öðru sem er viðkvæmt segi ég. Það þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við. Þetta þurfa að vera algjörlega gegnheilir Haukamenn sem koma hérna inn. Það er ekki hægt annað því það er svo mikil þekking hérna fyrir,“ sagði Þorgeir Haraldsson. Ásgeir Örn var krónprinsinn „Ásgeir Örn (Hallgrímsson) var krónprinsinn á sínum tíma en svo lá hans leið annað og núna er hann kominn til baka og í annað. Hann er búinn að vera í stjórn hjá okkur síðan að hann hætti að spila. Hann er sú týpa sem ég hefði getað séð fyrir mér sem slíkan. Það sama á um Þorkel sem kom svo síðar,“ sagði Þorgeir. Klippa: Viðtal við Þorgeir Haraldsson: Þarf að vera réttur maður sem kemur og tekur við Þorkell Magnússon átti glæsilegan feril sem leikmaður meistaraflokks karla í Haukum en hann hefur starfað við þjálfun yngri flokka hjá deildinni auk setu í stjórn handknattleiksdeildarinnar á síðari árum. Vísir/Sigurjón Það er óeigingjarnt starf að sinna stjórnunarstöðu íþróttafélaga og ekki algengt að menn haldist þar lengi út. Hvað þarf til að endast svona lengi eins og Þorgeir? „Það þarf góða eiginkonu og fjölskyldu sem bakkar mann upp. Lykilatriðið er að fá fólk hérna inn sem horfir á þetta svipað og ég hef gert og þeir sem hafa starfað með mér í langtíma. Þetta er ekkert ‚fix' að reka svona deild. Þetta er bara vinna og aftur vinna,“ sagði Þorgeir. Aldrei einhverjar hreinsanir „Vinnuframlag frá mörgum ekki bara einum. Ég fékk eina kransæðastíflu á tímabilinu en kom svo bara til baka aftur. Það er með allt þetta fólk hérna. Það hefur þurft að fara frá í smá tíma en kemur aftur. Það eru aldrei einhverjar hreinsanir,“ sagði Þorgeir. Tjörvi Þorgeirsson, einn af tíu bestu leikmönnum efstu deildar karla á þessari öld, er sonur formannsins fyrrverandi. Hélt það gamla manninum lengur við efnið að sonurinn var í lykilhlutverki? Sonurinn viðbeinsbrotnaði tveggja eða þriggja ára „Hann var ekkert fæddur þegar ég var búinn að vera í þessu í tuttugu ár. Fyrstu íþróttameiðslin hans voru í Strandgötu, tveggja eða þriggja ára. Þá viðbeinsbrotnaði hann af því að leikmaður hljóp á hann þegar hann var að flækjast með pabba sínum á æfingu,“ sagði Þorgeir. „Svo á ég líka eldri strák sem var hérna líka upp í annan flokk og stelpu sem var í meistaraflokk. Það er ekki aðalatriðið en það skemmir ekki fyrir. Það myndi aldrei hafa hvarflað að mér að labba í burtu ef barnið manns hætti. Þá ertu ekki að hugsa þetta rétt,“ sagði Þorgeir en sér hann Tjörva feta í fótspor föður síns. Kannski ekki eins kjaftfor „Það getur vel verið. Hann er félagsvera og svolítið líkur mér að mörgu leyti. Kannski ekki eins kjaftfor. Hann er með þessa hugsun og vonandi verður það bara seinna,“ sagði Þorgeir. Það eru hins vegar miklu fleiri leikmenn Hauka sem eru honum kærir. „Þegar Aron (Kristjánsson) var að spila þá kallaði ég hann fóstra. Palli Ólafs er núna með okkur í stjórninni og hann var sá fyrsti sem ég samdi við af einhverju viti. Þetta eru bara strákarnir mínir,“ sagði Þorgeir en það má sjá allt spjallið hér fyrir ofan. Þorgeir Haraldsson og Þorkell Magnússon.Haukar Topphandbolti
Olís-deild karla Haukar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira