Draumagiggið fyrir aðfangakeðjunördið Atli Ísleifsson skrifar 2. mars 2023 11:29 Björgvin Víkingsson sagði upp störfum sem forstjóri Ríkiskaupa í lok febrúarmánaðar. Vísir/Vilhelm/Stjr „Þetta tækifæri bauðst. Þetta samtal byrjaði fyrir einhverjum mánuðum síðan og var í raun algert draumagigg að hoppa inn í. Ég er aðfangakeðju- og innkaupanörd út í eitt og það er mjög spennandi að komast inn í stærsta smásölufyrirtæki landsins. Það kitlaði hrikalega.“ Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf. Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta segir Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, sem mun taka við stöðu innkaupastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra Bónuss í vor. Björgvin hefur starfað sem forstjóri Ríkiskaupa frá 2020. Í samtali við Vísi segist hann vera mikill áhugamaður um stefnumótun. „Þetta er starf sem býður upp á að skoða og pæla í hvernig stór leikmaður getur og á að vera. Ég er mjög spenntur að fara í það með Guðmundi,“ segir Björgvin og vísar þar í Guðmund Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónuss. Björgvin segir það hafa verið gríðarlega skemmtilegt að leiða starfið hjá Ríkiskaupum síðustu árin. Mikið sé búið að gerast og að margt eigi eftir að gera. „Ég var ekkert á leiðinni að hætta því, en svo kemur skemmtilegt símtal og samtal og þá fer maður bara að spá og spekúlera. Ég endaði þarna megin við línuna. Ég er hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Hann segir Bónus vera risastórt vörumerki og stærsta smásalann á markaðnum. „Manni þykir vænt um vörumerkið áður en maður byrjar að vinna þarna. Maður vill að Bónus sé í fararbroddi og það eru líka allir að sækja í sig veðrið á þessum markaði. Bónus spilar þetta rosa, trausta lykilhlutverki í árferði sem er núna. Fólk á kannski minna á milli handanna og þá er svakalega mikilvægt að hafa Bónus að berjast fyrir því að lækka vöruverð á markaðnum. Það er það sem Bónus stendur fyrir.“ Þarf að ganga frá ákveðnum verkefnum Sem innkaupastjóri verður það á borði Björgvins að ná sem hagstæðustum samningum við hina ýmsu aðila til að hafa vöruverðið sem lægst. Hann segist hafa sagt upp hjá Ríkiskaupum fyrir nýliðin mánaðamót og muni því starfa þar eitthvað áfram. „Ég mun ganga frá ákveðnum verkefnum og mínum málum. Ég byrja svo á nýjum stað í maí.“ Í tilkynningunni frá Bónus, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir að Björgvin sé með meistaragráðu í aðfangakeðjustjórnun frá ETH háskólanum í Zurich og B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingaverkfræði frá Háskóla Íslands. Þá kom fram að hann hafi víðtæka reynslu af innkaupum og vörustjórnun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við Maersk, Aasted Aps, DT Group og Marel hf.
Verslun Stjórnsýsla Matvöruverslun Tengdar fréttir Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Forstjóri Ríkiskaupa ráðinn innkaupastjóri Bónuss Björgvin Víkingsson, forstjóri Ríkiskaupa, hefur verið ráðinn innkaupastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Bónus. 2. mars 2023 09:33