Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jakob Bjarnar skrifar 2. mars 2023 13:43 Birgir Ármannsson forseti þingsins hefur fallist á að greidd verði atkvæði í þingsal um hvort Jóhann Páll megi spyrja út í Lindarhvol. Jóhann Páll segir það fagnaðarefni út af fyrir sig en hann hefur hins vegar ýmislegt við viðhorf Guðmundar Björgvins ríkisendurskoðanda að athuga en hann hefur sakað þá sem vilja fá greinargerð Sigurðar Þórðarsonar birta um að vilja með því fara á svig við lög. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. Jóhann Páll Jóhannsson lagði á dögunum fram fyrirspurn í nokkrum liðum um eitt og annað sem snýr að því sem kalla má leyndina um Lindarhvol. Þá brá svo við að Birgir Ármannsson hafnaði fyrirspurninni. Nokkur læti urðu á þingi og kom Jóhann Páll með krók á móti bragði, hann vísaði til þingskaparlaga og krafðist þess að þingheimur allur greiddi atkvæði um það hvort fyrirspurnin væri tæk; hvort hann mætti spyrja. Og nú liggur fyrir niðurstaða í þeim þætti alls þessa mikla máls sem snýr að Lindarhvoli. „Atkvæðagreiðslan um hvort leyfa skuli fyrirspurnina mína um innihald greinargerðarinnar um Lindarhvol ehf. mun fara fram á mánudag,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Forseti Alþingis hefur staðfest þetta og nú er búið að útbýta fyrirspurninni svo þingmönnum gefist tími til að taka afstöðu til málsins. Söguleg atkvæðagreiðsla „Ég mun færa fyrir því rök að fyrirspurnin uppfylli nauðsynleg skilyrði samkvæmt lögum. Hún varðar auðvitað með beinum hætti söluna á hundruða milljarða eignum almennings, upplýsingar sem eiga ekki að fara leynt – og raunar tók forsætisnefnd Alþingis ákvörðun um það á fundi í apríl síðastliðnum að þessi greinargerð skyldi birt.“ Fyrirspurn Jóhanns Páls til forseta Alþingis er svohljóðandi: 1. Hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. frá 2018? 2. Hvaða atriði taldi settur ríkisendurskoðandi að gæfi tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum? 3. Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við söluferli hlutar ríkisins í félaginu Klakka ehf.? 4. 5. Hvað taldi settur ríkisendurskoðandi gefa til kynja að hlutur ríkisins í Klakka hefði verið seldur á undirverði. Hér er blað brotið en Jóhann Páll spurðist fyrir um það á þingfundaskrifstofunni hvenær það gerðist síðast að þingmaður léti reyna á rétt sinn til að bera fram fyrir fyrirspurn með atkvæðagreiðslu í þingsal eftir synjun forseta. „Það eru víst komin meira en 30 ár síðan. Þetta var árið 1989 þegar Stefán Valgeirsson, þingmaður utan flokka, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra í tengslum við vínmálið fræga, um áfengiskaup handhafa forsetavalds,“ segir Jóhann Páll. Stefán Valgeirsson fékk að spyrja að undangenginni atkvæðagreiðslu í þinginu um hvort hann mætti leggja fram fyrirspurnina. Málið vakti athygli og hér er bréf "kjósanda" sem birtist í Dagblaðinu Vísi 1. desember 1989. Tilvik sem þessi hafa ekki komið upp síðan þar til nú.skjáskot/timarit.is Þá var deilt um hvort Alþingi væri að stíga inn í dómsmál með því að heimila fyrirspurnina og umræður um hana. „Á endanum stóð meirihluti þingmanna með rétti Stefáns til að spyrja um málið. Ég vona að þingmenn standi líka í lappirnar nú,“ segir Jóhann Páll og ljóst að honum þykir ekki verra að brjóta blað með þessu móti. Skammir Guðmundar Björgvins Umræða um leyndin um Lindarhvol hefur magnast á undanförnum dögum og vikum en segja má að mál Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli hafi vakið þann draug upp svo um munar. Fyrir liggur skýrsla fyrrverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerts Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols en niðurstaða hennar er sú að starfsemin hafi verið með hinum mestu ágætum. Sú niðurstaða kom flatt upp á margan manninn. Vitað er að fyrir liggur greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, sem rannsakaði málið í tvö ár og skilaði þá inn greinargerð 2018 en ekki skýrslu vegna málsins, því honum hafði ekki tekist að fá nokkur atriði staðfest. Sigurður hefur sagt í viðtali við Vísi að hann kannist varla við að skýrsla Skúla Eggerts sé um sama mál. Vísir ræddi við nýjan ríkisendurskoðanda í gær, Guðmund Björgvin Helgason, til að fá út hans afstöðu en Ríkisendurskoðun auk fjármálaráðuneytisins og Lindarhvols, hafa lagst alfarið gegn því að greinargerð Sigurðar verði birt, greinargerð sem Sigurður hefur alltaf talið að væri opinbert gagn. Afstaða Guðmundar Björgvins er afdráttarlaus. Hann furðaði sig á því að fólk beitti sér af svo mikilli hörku fyrir birtingu greinargerðar Sigurðar. Og taldi slíka vilja beita sér fyrir því að lög um Ríkisendurskoðun og endurskoðun ríkisreikninga yrðu þar með brotin með því að opinbera greinargerðina, sem væri vinnugagn. Segir ríkisendurskoðanda einfaldlega hafa á röngu að standa Jóhann Páll er einn þeirra sem hefur beitt sér mjög fyrir því að greinargerðin verði lög fram, en er hann þar með að vega að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar? „Ég treysti mér til að fullyrða að ríkisendurskoðandi hefur rangt fyrir sér,“ segir Jóhann Páll. Þingmaðurinn segist vera búinn að liggja yfir viðtalinu við Guðmund Björgvin og bera sjónarmið hans undir sérfræðinga í stjórnsýslu- og upplýsingarétti: „Þetta stenst bara ekki.“ Jóhann Páll segir málið í sjálfu sér einfalt. „Ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 getur samkvæmt efni sínu ekki átt við um skjal sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi þar sem Alþingi heyrir ekki undir eftirlit ríkisendurskoðanda og fær þar af leiðandi ekki send til „kynningar eða umsagnar“ drög að niðurstöðum embættisins. Þess vegna á ekkert af því sem ríkisendurskoðandi segir við. Skjalið getur ekki talist vinnuskjal eftir að settur ríkisendurskoðandi, embættismaður Alþingis, afhenti Alþingi skjalið.“ Forsætisnefnd hefur fyrir sína parta samþykkt að greinargerðin verði birt en Birgir ákvað að beita neitunarvaldi sínu eftir að stjórn Lindarhvols, sem í er ein manneskja, Esther Finnbogadóttir starfsmaður fjármálaráðuneytisins, hafði lagst eindregið gegn því í bréfi til Birgis og forsætisnefndar. Telur leyndina sem ríkisendurskoðandi og Lindarhvoll tala fyrir ekki standast Vísir hefur það bréf auk annarra undir höndum en í bréfi Estherar til forsætisnefndar sem dagsett er 13. apríl 2022 segir meðal annars að skjalið (greinargerð Sigurðar Þórðarsonar) sé undirorpið sérstakri þagnarskyldu í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga „sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna enda nær sú þagnarskylda til skjalsins sjálfs en ekki þess aðila sem hefur það í fórum sínum án tillits til þess hvar gagnið er að finna enda óumdeilt að skjalið var útbúið í tengslum við undirbúning athuganar á starfsemi Lindarhvols.“ Þessi orð Estherar ríma við þau sjónarmið sem Guðmundur Björgvin setti fram í viðtali við Vísi í gær en Jóhann Páll segir þau sjónarmið ekki standast skoðun. „Ég minni á að forsætisnefnd Alþingis tók ákvörðun um það á fundi þann 4. apríl 2022 að birta skyldi greinargerðina og allir nefndarmenn nema forseti sjálfur hafa áréttað þann vilja sinn, sem sagt þingmenn úr öllum flokkum, en forseti hefur „frestað“ birtingunni. Sigurður Þórðarson, sem var settur ríkisendurskoðandi í málinu, hefur sjálfur kallað eftir því að greinargerðin verði birt, og hann leit ekki á greinargerð sína sem vinnuskjal sem ætti að fara leynt.“ Ásakanir um að þingmenn vilji brjóta lög koma á óvart Jóhann Páll segir það koma sér verulega á óvart að ríkisendurskoðandi, trúnaðarmaður Alþingis – Guðmundur Björgvin – saki fólk um að „keppast við það að brjóta lög“ þegar fram fer umræða á Alþingi og í fjölmiðlum um hvort tiltekið gagn eigi að koma fyrir sjónir almennings eða hvort það sé undanþegið upplýsingarétti almennings. „En ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum og verður að meta það sjálfur hvernig er við hæfi að hann tjái sig. Hér er hann auðvitað að blanda sér í mál sem er enn til meðferðar hjá forsætisnefnd þingsins. Alþingi fékk greinargerðina afhenta frá settum ríkisendurskoðanda og ákvörðun um birtingu er á forræði Alþingis,“ segir Jóhann Páll. Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15 Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Jóhann Páll Jóhannsson lagði á dögunum fram fyrirspurn í nokkrum liðum um eitt og annað sem snýr að því sem kalla má leyndina um Lindarhvol. Þá brá svo við að Birgir Ármannsson hafnaði fyrirspurninni. Nokkur læti urðu á þingi og kom Jóhann Páll með krók á móti bragði, hann vísaði til þingskaparlaga og krafðist þess að þingheimur allur greiddi atkvæði um það hvort fyrirspurnin væri tæk; hvort hann mætti spyrja. Og nú liggur fyrir niðurstaða í þeim þætti alls þessa mikla máls sem snýr að Lindarhvoli. „Atkvæðagreiðslan um hvort leyfa skuli fyrirspurnina mína um innihald greinargerðarinnar um Lindarhvol ehf. mun fara fram á mánudag,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Forseti Alþingis hefur staðfest þetta og nú er búið að útbýta fyrirspurninni svo þingmönnum gefist tími til að taka afstöðu til málsins. Söguleg atkvæðagreiðsla „Ég mun færa fyrir því rök að fyrirspurnin uppfylli nauðsynleg skilyrði samkvæmt lögum. Hún varðar auðvitað með beinum hætti söluna á hundruða milljarða eignum almennings, upplýsingar sem eiga ekki að fara leynt – og raunar tók forsætisnefnd Alþingis ákvörðun um það á fundi í apríl síðastliðnum að þessi greinargerð skyldi birt.“ Fyrirspurn Jóhanns Páls til forseta Alþingis er svohljóðandi: 1. Hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. frá 2018? 2. Hvaða atriði taldi settur ríkisendurskoðandi að gæfi tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum? 3. Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við söluferli hlutar ríkisins í félaginu Klakka ehf.? 4. 5. Hvað taldi settur ríkisendurskoðandi gefa til kynja að hlutur ríkisins í Klakka hefði verið seldur á undirverði. Hér er blað brotið en Jóhann Páll spurðist fyrir um það á þingfundaskrifstofunni hvenær það gerðist síðast að þingmaður léti reyna á rétt sinn til að bera fram fyrir fyrirspurn með atkvæðagreiðslu í þingsal eftir synjun forseta. „Það eru víst komin meira en 30 ár síðan. Þetta var árið 1989 þegar Stefán Valgeirsson, þingmaður utan flokka, lagði fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra í tengslum við vínmálið fræga, um áfengiskaup handhafa forsetavalds,“ segir Jóhann Páll. Stefán Valgeirsson fékk að spyrja að undangenginni atkvæðagreiðslu í þinginu um hvort hann mætti leggja fram fyrirspurnina. Málið vakti athygli og hér er bréf "kjósanda" sem birtist í Dagblaðinu Vísi 1. desember 1989. Tilvik sem þessi hafa ekki komið upp síðan þar til nú.skjáskot/timarit.is Þá var deilt um hvort Alþingi væri að stíga inn í dómsmál með því að heimila fyrirspurnina og umræður um hana. „Á endanum stóð meirihluti þingmanna með rétti Stefáns til að spyrja um málið. Ég vona að þingmenn standi líka í lappirnar nú,“ segir Jóhann Páll og ljóst að honum þykir ekki verra að brjóta blað með þessu móti. Skammir Guðmundar Björgvins Umræða um leyndin um Lindarhvol hefur magnast á undanförnum dögum og vikum en segja má að mál Frigusar á hendur ríkinu og Lindarhvoli hafi vakið þann draug upp svo um munar. Fyrir liggur skýrsla fyrrverandi ríkisendurskoðanda Skúla Eggerts Þórðarsonar um starfsemi Lindarhvols en niðurstaða hennar er sú að starfsemin hafi verið með hinum mestu ágætum. Sú niðurstaða kom flatt upp á margan manninn. Vitað er að fyrir liggur greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, setts ríkisendurskoðanda, sem rannsakaði málið í tvö ár og skilaði þá inn greinargerð 2018 en ekki skýrslu vegna málsins, því honum hafði ekki tekist að fá nokkur atriði staðfest. Sigurður hefur sagt í viðtali við Vísi að hann kannist varla við að skýrsla Skúla Eggerts sé um sama mál. Vísir ræddi við nýjan ríkisendurskoðanda í gær, Guðmund Björgvin Helgason, til að fá út hans afstöðu en Ríkisendurskoðun auk fjármálaráðuneytisins og Lindarhvols, hafa lagst alfarið gegn því að greinargerð Sigurðar verði birt, greinargerð sem Sigurður hefur alltaf talið að væri opinbert gagn. Afstaða Guðmundar Björgvins er afdráttarlaus. Hann furðaði sig á því að fólk beitti sér af svo mikilli hörku fyrir birtingu greinargerðar Sigurðar. Og taldi slíka vilja beita sér fyrir því að lög um Ríkisendurskoðun og endurskoðun ríkisreikninga yrðu þar með brotin með því að opinbera greinargerðina, sem væri vinnugagn. Segir ríkisendurskoðanda einfaldlega hafa á röngu að standa Jóhann Páll er einn þeirra sem hefur beitt sér mjög fyrir því að greinargerðin verði lög fram, en er hann þar með að vega að sjálfstæði Ríkisendurskoðunar? „Ég treysti mér til að fullyrða að ríkisendurskoðandi hefur rangt fyrir sér,“ segir Jóhann Páll. Þingmaðurinn segist vera búinn að liggja yfir viðtalinu við Guðmund Björgvin og bera sjónarmið hans undir sérfræðinga í stjórnsýslu- og upplýsingarétti: „Þetta stenst bara ekki.“ Jóhann Páll segir málið í sjálfu sér einfalt. „Ákvæði 2. málsl. 3. mgr. 15. gr. laga nr. 46/2016 getur samkvæmt efni sínu ekki átt við um skjal sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi þar sem Alþingi heyrir ekki undir eftirlit ríkisendurskoðanda og fær þar af leiðandi ekki send til „kynningar eða umsagnar“ drög að niðurstöðum embættisins. Þess vegna á ekkert af því sem ríkisendurskoðandi segir við. Skjalið getur ekki talist vinnuskjal eftir að settur ríkisendurskoðandi, embættismaður Alþingis, afhenti Alþingi skjalið.“ Forsætisnefnd hefur fyrir sína parta samþykkt að greinargerðin verði birt en Birgir ákvað að beita neitunarvaldi sínu eftir að stjórn Lindarhvols, sem í er ein manneskja, Esther Finnbogadóttir starfsmaður fjármálaráðuneytisins, hafði lagst eindregið gegn því í bréfi til Birgis og forsætisnefndar. Telur leyndina sem ríkisendurskoðandi og Lindarhvoll tala fyrir ekki standast Vísir hefur það bréf auk annarra undir höndum en í bréfi Estherar til forsætisnefndar sem dagsett er 13. apríl 2022 segir meðal annars að skjalið (greinargerð Sigurðar Þórðarsonar) sé undirorpið sérstakri þagnarskyldu í lögum um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga „sem gengur framar rétti almennings til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum, sbr. 3. mgr. 4. gr. laganna enda nær sú þagnarskylda til skjalsins sjálfs en ekki þess aðila sem hefur það í fórum sínum án tillits til þess hvar gagnið er að finna enda óumdeilt að skjalið var útbúið í tengslum við undirbúning athuganar á starfsemi Lindarhvols.“ Þessi orð Estherar ríma við þau sjónarmið sem Guðmundur Björgvin setti fram í viðtali við Vísi í gær en Jóhann Páll segir þau sjónarmið ekki standast skoðun. „Ég minni á að forsætisnefnd Alþingis tók ákvörðun um það á fundi þann 4. apríl 2022 að birta skyldi greinargerðina og allir nefndarmenn nema forseti sjálfur hafa áréttað þann vilja sinn, sem sagt þingmenn úr öllum flokkum, en forseti hefur „frestað“ birtingunni. Sigurður Þórðarson, sem var settur ríkisendurskoðandi í málinu, hefur sjálfur kallað eftir því að greinargerðin verði birt, og hann leit ekki á greinargerð sína sem vinnuskjal sem ætti að fara leynt.“ Ásakanir um að þingmenn vilji brjóta lög koma á óvart Jóhann Páll segir það koma sér verulega á óvart að ríkisendurskoðandi, trúnaðarmaður Alþingis – Guðmundur Björgvin – saki fólk um að „keppast við það að brjóta lög“ þegar fram fer umræða á Alþingi og í fjölmiðlum um hvort tiltekið gagn eigi að koma fyrir sjónir almennings eða hvort það sé undanþegið upplýsingarétti almennings. „En ríkisendurskoðandi er sjálfstæður í sínum störfum og verður að meta það sjálfur hvernig er við hæfi að hann tjái sig. Hér er hann auðvitað að blanda sér í mál sem er enn til meðferðar hjá forsætisnefnd þingsins. Alþingi fékk greinargerðina afhenta frá settum ríkisendurskoðanda og ákvörðun um birtingu er á forræði Alþingis,“ segir Jóhann Páll.
Fyrirspurn Jóhanns Páls til forseta Alþingis er svohljóðandi: 1. Hvað kemur fram í greinargerð setts ríkisendurskoðanda um starfsemi Lindarhvols ehf. frá 2018? 2. Hvaða atriði taldi settur ríkisendurskoðandi að gæfi tilefni til frekari upplýsingaöflunar og mats á því hvort rétt hefði verið staðið að málum? 3. Hvaða athugasemdir gerði settur ríkisendurskoðandi við söluferli hlutar ríkisins í félaginu Klakka ehf.? 4. 5. Hvað taldi settur ríkisendurskoðandi gefa til kynja að hlutur ríkisins í Klakka hefði verið seldur á undirverði.
Alþingi Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15 Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40 Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10 Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson botnar ekkert í Lindarhvolsleyndinni Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, telur furðu sæta að Birgir Ármannsson telji sig geta setið á greinargerð Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda. Hann segir málið allt hið furðulegasta og telur Sigurð geta sent þingmönnum hverjum um sig erindi sitt. 23. febrúar 2023 11:15
Leyndarhyggjan um Lindarhvol enn á dagskrá þingsins Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata hefur óskað sérstaklega eftir því að Birgir Ármannsson forseti Alþingis birti lögfræðiálit sem forsætisnefnd er búin að láta gera en þau kveða öll á um að ekkert standi í vegi fyrir birtingu greinargerðar um Lindarhvol. 22. febrúar 2023 11:40
Leyndin um Lindarhvol orðin að sjálfstæðum ímyndarvanda fyrir þingið Þingmenn saumuðu að forseta Alþingis, Birgi Ármannssyni, á þinginu í gær og rukkuðu hann um greinargerð Sigurðar Þórðarsonar þá setts ríkisendurskoðanda, um hið dularfulla fyrirbæri Lindarhvol. 21. febrúar 2023 12:10
Ríkisendurskoðandi sér ekkert athugavert við starfsemi Lindarhvols ehf Með jákvæðari skýrslum sem Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur séð frá embættinu. 18. maí 2020 10:35