Leiðinlegasta grein sem þú munt lesa í dag Lenya Rún Taha Karim skrifar 2. mars 2023 16:01 Á síðustu vikum hefur umræðan um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar verið hávær og mikið til tals. Í umræðunni hefur m.a. verið vikið að aðkomu Pírata í málinu og okkar samtali inni á þingi hvað þetta lagafrumvarp varðar. Eins hefur verið vikið að minni þátttöku og skoðunum í þessu máli og oftar en ekki hefur umræðan þróast á þann veg að mínar skoðanir séu þess háttar að ég vilji gæta hagsmuni útlendinga, því ég er jú, útlendingur. Það hryggir mig á sama tíma og það gleður mig að segja að það er þó ekki raunin né kjarni málsins. Af þessum 69 ræðum sem ég hélt inni á þingi um þetta lagafrumvarp voru allar mínar ábendingar, athugasemdir og öll mín gagnrýni á lagalegum forsendum. Ef við tökum mannúðina út fyrir sviga, þá er þetta frumvarp að mínu mati, lagalega ábótavant. Því vil ég vara þig við kæri lesandi, að þetta gæti vissulega verið leiðinlegasta grein sem þú munt lesa í þessari viku, ef ekki í þessum mánuði, því hér mun ég stikla á mínum skoðunum á frumvarpinu sem eru einungis lagalegs eðlis - og leiðrétta þann misskilning að ég vilji stuðla að galopnum landamærum þannig að útlensku vinir mínir geta komið til landsins og lifað á peningum skattgreiðenda. Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til breyting um að synjun á umsókn aðila um alþjóðlega vernd sæti sjálfkrafa kæru til kærunefndar Útlendingamála. Það kann að hljóma eins og það muni stuðla að aukinni skilvirkni í málaflokknum, en þvert á móti er raunin sú að líkur eru á því að þessi breyting muni hafa í för með sér auknar líkur á óvandaðri málsmeðferð og stuðli að réttindamissi aðila máls. Útlendingastofnun tekur sér að jafnaði 10 virka daga til að afhenda nauðsynleg gögn sem þurfa að koma fram í greinargerð og hefur aðili máls, þá umsækjandi, 14 daga til að skila inn greinargerð. 14 dagar til að skrifa greinargerð, kynna sér forsendur niðurstöðu sem er ritað á íslensku lagamáli og redda sér lögfræðing er ekki nægur tími. Þetta snýst um réttindi fólks sem leitar til úrlausn mála sinna hjá stjórnvöldum. Í 6. gr. frumvarpsins er lögð til breyting um að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið synjun á umsókn sinni, að grunnþjónustu, þar á meðal læknisþjónustu og húsnæði. Þetta hefur verið gert áður og sætti það kæru til kærunefndar útlendingamála og komst kærunefndin, sem er úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi, að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð hafi verið ólögmæt. Jafnvel með lögfestingu þessarar heimildar til að svipta fólk grunnþjónustu, sem er stjórnarskrárvarinn réttur sbr. t.d. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, eru ákveðnar líkur á því að meðalhófs verði ekki gætt við beitingu þessara laga. Umsagnaraðilar á borð við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hafa lagst mjög harkalega gegn þessu ákvæði og telja að það sé nauðsynlegt að framkvæmt verði mat á því hvort þetta lagaákvæði standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að lögfesta lagaákvæði sem er ekki víst að standist stjórnarskrá, án þess að hugsa nánar út í afleiðingar né túlkun dómstóla á þessu ákvæði ef það mun reyna á það fyrir dómi. Í 7. gr. frumvarpsins er lagt til að koma sérreglum á fót í lögum um útlendinga sem varða málsmeðferðarreglur einstaklinga sem verður beitt af stjórnvöldum. Með þessari breytingu er verið að gera vægari kröfur til stjórnvalda með því að afnema sjálfsagðan rétt fólks til að fá ákvörðun endurskoðaða vegna nýrra gagna eða breyttra forsendna, rétt sem er til staðar í núverandi lögum. Almenna reglan er sú að ef sérlög gera vægari kröfur til stjórnvalda, þá þoka þau fyrir almennum stjórnsýslulögum, sem hefur verið beitt í þessum málum hingað til og virkað nokkuð vel. Hér er verið að setja fordæmi fyrir því að setja einhverjar sérreglur á fót um málsmeðferð fyrir stjórnvöldum, í sérlög, sem gera vægari kröfur til stjórnvalda og gæti stuðlað að réttindamissi aðila máls. Kannski þykir þetta ekki mikilvægt atriði til að hengja sig yfir, en ég er að hugsa um lagalegar afleiðingar og hvort þetta sé undirstaða þess að löggjafinn fari að setja fleiri sérreglur á fót varðandi réttindi einstaklinga til að fá úrlausn mála sinna, og þá sérstaklega einstaklinga sem eru í bágri stöðu. Í 8. gr. frumvarpsins er lagt til að brottvísa fólki til lands sem Útlendingastofnun eða önnur sambærileg stjórnvöld telja að umsækjandi sé með tengsl í. Það er ekkert vikið að því hvernig útfærslan á þessu verður og það er ekkert komið að því hvernig matið fer fram á því hvort einstaklingur sé með tengsl í einhverju landi. Þetta er matskennt og rúmt ákvæði og í rauninni er verið að koma einhverju sér-íslensku kerfi á fót hvað varðar brottvísanir enda er þetta ekki að neinni fyrirmynd af kerfi í Norðurlöndunum, sem við erum svo dugleg að bera okkur saman við. Hér lútar aðalgagnrýni mín, sem og annarra þingmanna, að því að þessi breyting er óframkvæmanleg. Stjórnvöld geta sannarlega ekki vísað fólki þangað sem þeim sýnist nema þau séu með samninga við viðkomandi ríki eða ef einstaklingurinn er með gilda heimild til komu og dvalar í ríkinu, sem ákvæðið gerir ekki að skilyrði. Að lokum þá vil ég einnig benda á að núverandi útlendingalög sem voru samþykkt í þverpólitískri sátt árið 2017 eru góð. Það er ekkert að þeim lögum. Þó svo að orðalag laganna sé gott og þau hafi verið samþykkt í sátt, þá er samt rými fyrir stjórnvöld til að túlka lögin og beita þeim á þann hátt sem þau gera í dag - sem hefur sætt mikilli gagnrýni. Með tilkomu breytinganna sem lagafrumvarp dómsmálaráðherra felur í sér óttast ég enn rýmri túlkun á lögunum sem getur ekki aðeins fallið aðilum máls í óhag, heldur líka stjórnvöldum ef það skyldi láta reyna á beitingu og túlkun lagaákvæðanna fyrir dómi. Löggjafinn hefur það hlutverk að semja lög á lagalega unandi hátt. Ef það er hinn minnsti vafi um að lög standist ekki stjórnarskrá eða séu ósamrýmanleg öðrum settum lögum, þá ber okkur að sjálfsögðu skylda til að skoða það nánar. Mín gagnrýni lútar að því að löggjafinn er að leggja fram, og síðar, samþykkja lagafrumvarp sem er illa unnið. Mín gagnrýni snýr að því að hlutverk löggjafans sé meðal annars að standa vörð um réttarríkið. Höfundur er varaþingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Lenya Rún Taha Karim Alþingi Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Á síðustu vikum hefur umræðan um útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar verið hávær og mikið til tals. Í umræðunni hefur m.a. verið vikið að aðkomu Pírata í málinu og okkar samtali inni á þingi hvað þetta lagafrumvarp varðar. Eins hefur verið vikið að minni þátttöku og skoðunum í þessu máli og oftar en ekki hefur umræðan þróast á þann veg að mínar skoðanir séu þess háttar að ég vilji gæta hagsmuni útlendinga, því ég er jú, útlendingur. Það hryggir mig á sama tíma og það gleður mig að segja að það er þó ekki raunin né kjarni málsins. Af þessum 69 ræðum sem ég hélt inni á þingi um þetta lagafrumvarp voru allar mínar ábendingar, athugasemdir og öll mín gagnrýni á lagalegum forsendum. Ef við tökum mannúðina út fyrir sviga, þá er þetta frumvarp að mínu mati, lagalega ábótavant. Því vil ég vara þig við kæri lesandi, að þetta gæti vissulega verið leiðinlegasta grein sem þú munt lesa í þessari viku, ef ekki í þessum mánuði, því hér mun ég stikla á mínum skoðunum á frumvarpinu sem eru einungis lagalegs eðlis - og leiðrétta þann misskilning að ég vilji stuðla að galopnum landamærum þannig að útlensku vinir mínir geta komið til landsins og lifað á peningum skattgreiðenda. Í 2. gr. frumvarpsins er lögð til breyting um að synjun á umsókn aðila um alþjóðlega vernd sæti sjálfkrafa kæru til kærunefndar Útlendingamála. Það kann að hljóma eins og það muni stuðla að aukinni skilvirkni í málaflokknum, en þvert á móti er raunin sú að líkur eru á því að þessi breyting muni hafa í för með sér auknar líkur á óvandaðri málsmeðferð og stuðli að réttindamissi aðila máls. Útlendingastofnun tekur sér að jafnaði 10 virka daga til að afhenda nauðsynleg gögn sem þurfa að koma fram í greinargerð og hefur aðili máls, þá umsækjandi, 14 daga til að skila inn greinargerð. 14 dagar til að skrifa greinargerð, kynna sér forsendur niðurstöðu sem er ritað á íslensku lagamáli og redda sér lögfræðing er ekki nægur tími. Þetta snýst um réttindi fólks sem leitar til úrlausn mála sinna hjá stjórnvöldum. Í 6. gr. frumvarpsins er lögð til breyting um að svipta umsækjendur um alþjóðlega vernd sem hafa fengið synjun á umsókn sinni, að grunnþjónustu, þar á meðal læknisþjónustu og húsnæði. Þetta hefur verið gert áður og sætti það kæru til kærunefndar útlendingamála og komst kærunefndin, sem er úrskurðaraðili á æðra stjórnsýslustigi, að þeirri niðurstöðu að þessi aðgerð hafi verið ólögmæt. Jafnvel með lögfestingu þessarar heimildar til að svipta fólk grunnþjónustu, sem er stjórnarskrárvarinn réttur sbr. t.d. 1. mgr. 76. gr. stjórnarskrárinnar, eru ákveðnar líkur á því að meðalhófs verði ekki gætt við beitingu þessara laga. Umsagnaraðilar á borð við Mannréttindastofnun Háskóla Íslands hafa lagst mjög harkalega gegn þessu ákvæði og telja að það sé nauðsynlegt að framkvæmt verði mat á því hvort þetta lagaákvæði standist stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Evrópu. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að lögfesta lagaákvæði sem er ekki víst að standist stjórnarskrá, án þess að hugsa nánar út í afleiðingar né túlkun dómstóla á þessu ákvæði ef það mun reyna á það fyrir dómi. Í 7. gr. frumvarpsins er lagt til að koma sérreglum á fót í lögum um útlendinga sem varða málsmeðferðarreglur einstaklinga sem verður beitt af stjórnvöldum. Með þessari breytingu er verið að gera vægari kröfur til stjórnvalda með því að afnema sjálfsagðan rétt fólks til að fá ákvörðun endurskoðaða vegna nýrra gagna eða breyttra forsendna, rétt sem er til staðar í núverandi lögum. Almenna reglan er sú að ef sérlög gera vægari kröfur til stjórnvalda, þá þoka þau fyrir almennum stjórnsýslulögum, sem hefur verið beitt í þessum málum hingað til og virkað nokkuð vel. Hér er verið að setja fordæmi fyrir því að setja einhverjar sérreglur á fót um málsmeðferð fyrir stjórnvöldum, í sérlög, sem gera vægari kröfur til stjórnvalda og gæti stuðlað að réttindamissi aðila máls. Kannski þykir þetta ekki mikilvægt atriði til að hengja sig yfir, en ég er að hugsa um lagalegar afleiðingar og hvort þetta sé undirstaða þess að löggjafinn fari að setja fleiri sérreglur á fót varðandi réttindi einstaklinga til að fá úrlausn mála sinna, og þá sérstaklega einstaklinga sem eru í bágri stöðu. Í 8. gr. frumvarpsins er lagt til að brottvísa fólki til lands sem Útlendingastofnun eða önnur sambærileg stjórnvöld telja að umsækjandi sé með tengsl í. Það er ekkert vikið að því hvernig útfærslan á þessu verður og það er ekkert komið að því hvernig matið fer fram á því hvort einstaklingur sé með tengsl í einhverju landi. Þetta er matskennt og rúmt ákvæði og í rauninni er verið að koma einhverju sér-íslensku kerfi á fót hvað varðar brottvísanir enda er þetta ekki að neinni fyrirmynd af kerfi í Norðurlöndunum, sem við erum svo dugleg að bera okkur saman við. Hér lútar aðalgagnrýni mín, sem og annarra þingmanna, að því að þessi breyting er óframkvæmanleg. Stjórnvöld geta sannarlega ekki vísað fólki þangað sem þeim sýnist nema þau séu með samninga við viðkomandi ríki eða ef einstaklingurinn er með gilda heimild til komu og dvalar í ríkinu, sem ákvæðið gerir ekki að skilyrði. Að lokum þá vil ég einnig benda á að núverandi útlendingalög sem voru samþykkt í þverpólitískri sátt árið 2017 eru góð. Það er ekkert að þeim lögum. Þó svo að orðalag laganna sé gott og þau hafi verið samþykkt í sátt, þá er samt rými fyrir stjórnvöld til að túlka lögin og beita þeim á þann hátt sem þau gera í dag - sem hefur sætt mikilli gagnrýni. Með tilkomu breytinganna sem lagafrumvarp dómsmálaráðherra felur í sér óttast ég enn rýmri túlkun á lögunum sem getur ekki aðeins fallið aðilum máls í óhag, heldur líka stjórnvöldum ef það skyldi láta reyna á beitingu og túlkun lagaákvæðanna fyrir dómi. Löggjafinn hefur það hlutverk að semja lög á lagalega unandi hátt. Ef það er hinn minnsti vafi um að lög standist ekki stjórnarskrá eða séu ósamrýmanleg öðrum settum lögum, þá ber okkur að sjálfsögðu skylda til að skoða það nánar. Mín gagnrýni lútar að því að löggjafinn er að leggja fram, og síðar, samþykkja lagafrumvarp sem er illa unnið. Mín gagnrýni snýr að því að hlutverk löggjafans sé meðal annars að standa vörð um réttarríkið. Höfundur er varaþingmaður Pírata.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar