Ferskir vindar í Vesturbæ: „Jákvætt í alla staði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. mars 2023 09:00 Ole Martin Nesselquist, nýr aðalliðsþjálfari KR, fer yfir málin með leikmönnum fyrir æfingu. Vísir/Sigurjón Ferskir vindar blása í Vesturbæ Reykjavíkur fyrir komandi fótboltasumar. Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KR, sem er töluvert unglegri álits en í fyrra, auk þess sem stór breyting varð á hliðarlínunni. Það gekk á ýmsu hjá KR síðasta sumar, innan vallar sem utan, og var ákveðið að breytinga væri þörf. Félagið hefur fengið inn ferskt blóð, ekki bara í leikmannahóp liðsins, heldur einnig í þjálfarateyminu. „Við fórum bara í ákveðna vinnu eftir síðasta tímabil og skoðuðum hvernig við vildum breyta hlutunum. Við ákváðum að leita út fyrir landssteinana eftir að hafa skoðað markaðinn hér heima og ekki verið alveg sáttir við það sem var í boði,“ segir Rúnar Kristinsson, knattspyrnustjóri KR, sem er á leið í sitt sjötta tímabil með félagið eftir að hafa tekið við því öðru sinni árið 2017. Rúnari Kristinssyni lýst afar vel á nýja samstarfsfélagann.Vísir/Sigurjón „Við vildum prófa eitthvað nýtt og fá inn ferskan, ungan mann með nýjar hugmyndir og við fengum mjög góðan strák til okkar. Hann er fullur af hugmyndum og hefur þjálfað mikið sjálfur þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Rúnar jafnframt og vísar þar til Norðmannsins Ole Martin Nesselquist, sem var ráðinn sem aðalliðsþjálfari félagsins í vetur. Ungur þjálfari sem hefur slegið fjölmörg met Nesselquist verður þrítugur í sumar en hóf meistaraflokksþjálfun aðeins 19 ára hjá 4. deildarliði Trosvik haustið 2012 og varð þá yngsti aðalliðsþjálfari í sögu Noregs. Hann þjálfaði þá lið Moss frá 2016 til 2018 og Strömmen 2019 til 2021. Hjá Strömmen varð hann yngsti þjálfari á heimsvísu til að þjálfa atvinnumannalið. Hann hætti hjá því liði 2021 og var síðast aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Viking frá Stafangri, en með því liði lék Indriði Sigurðsson um árabil. Indriði er í dag stjórnarmaður í knattspyrnudeild KR og var sá sem hafði samband við þann norska. Ole Martin Nesselquist er aðeins þrítugur og hefur bætt þónokkur aldursmet á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þegar ég fundaði með KR og talaði við menn var ljóst að þetta er stórt félag á Íslandi. Ég hef góða tilfinningu fyrir fólkinu hérna og fyrir sögu félagsins. Ég þekkti til Rúnars úr norska fótboltanum og ég þekkti Indriða [Sigurðsson] sem talaði við mig fyrst. Þetta varð fljótt öruggt og mér fannst þetta vera góð áskorun.“ segir Nesselquist. Aðspurður um verkaskiptinguna milli Rúnars og Nesselquist hvað þjálfunina snertir segir Nesselquist: „Rúnar er yfirmaðurinn og tekur allar ákvarðanir. Ég held að aðalverkefni mitt verði að tryggja að æfingarnar fari vel fram og að aðferðafræði okkar verði eins góð og hún getur verið,“ „Megin vinna mín er á æfingavellinum, myndbandsgreiningar, áætlun um þróun leikmanna og þess háttar, en hann stjórnar liðinu,“ segir Nesselquist. Sá norski afar skipulagður Rúnar segir Nesselquist koma með aukna fagmennsku að borðinu, komandi úr atvinnumannaumhverfi í Noregi. Hann sé afar skipulagður og hafi planað æfingar hvers og eins leikmanns í hópnum tólf mánuði fram í tímann. „Við höfum alltaf verið að leitast eftir því að færast nær þessum skandinavísku liðum sem við erum að horfa upp til - í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Við erum með ársplan fyrir alla leikmenn og það vita allir hvenær þeir eiga frí nánast allt árið,“ segir Rúnar og brosir við. „Leikmönnum líður betur komandi á æfingar vitandi hvað er að fara að gerast og vita okkar markmið. Ég held þetta sé bara jákvætt í alla staði,“ segir Rúnar. Frábært að vinna með Rúnari en norskan gæti verið betri Aðspurður hvernig það sé að vinna með Rúnari segir Nesselquist: „Það er mjög gott. Það er auðvelt að vinna með honum. Hann er frábær náungi, með mikla reynslu og góður leiðtogi. Það gerir þetta miklu auðveldara fyrir mig að hafa hann þarna.“ Rúnar var leikmaður Lilleström í fjögur ár milli 1997 og 2000 og þjálfaði sama lið frá 2014 til 2016. Aðspurður hvort það hjálpi ekki að Rúnar tali norsku virðist sem norska Rúnars sé undir áhrifum þess að hann spilaði með Örgryte í Svíþjóð áður en hann skipti til Lilleström á tíunda áratugnum. „Hann segist tala norsku en það er frekar sænska, en það er næstum það sama,“ segir Nesselquist og hlær við. KR Besta deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Það gekk á ýmsu hjá KR síðasta sumar, innan vallar sem utan, og var ákveðið að breytinga væri þörf. Félagið hefur fengið inn ferskt blóð, ekki bara í leikmannahóp liðsins, heldur einnig í þjálfarateyminu. „Við fórum bara í ákveðna vinnu eftir síðasta tímabil og skoðuðum hvernig við vildum breyta hlutunum. Við ákváðum að leita út fyrir landssteinana eftir að hafa skoðað markaðinn hér heima og ekki verið alveg sáttir við það sem var í boði,“ segir Rúnar Kristinsson, knattspyrnustjóri KR, sem er á leið í sitt sjötta tímabil með félagið eftir að hafa tekið við því öðru sinni árið 2017. Rúnari Kristinssyni lýst afar vel á nýja samstarfsfélagann.Vísir/Sigurjón „Við vildum prófa eitthvað nýtt og fá inn ferskan, ungan mann með nýjar hugmyndir og við fengum mjög góðan strák til okkar. Hann er fullur af hugmyndum og hefur þjálfað mikið sjálfur þrátt fyrir ungan aldur,“ segir Rúnar jafnframt og vísar þar til Norðmannsins Ole Martin Nesselquist, sem var ráðinn sem aðalliðsþjálfari félagsins í vetur. Ungur þjálfari sem hefur slegið fjölmörg met Nesselquist verður þrítugur í sumar en hóf meistaraflokksþjálfun aðeins 19 ára hjá 4. deildarliði Trosvik haustið 2012 og varð þá yngsti aðalliðsþjálfari í sögu Noregs. Hann þjálfaði þá lið Moss frá 2016 til 2018 og Strömmen 2019 til 2021. Hjá Strömmen varð hann yngsti þjálfari á heimsvísu til að þjálfa atvinnumannalið. Hann hætti hjá því liði 2021 og var síðast aðstoðarþjálfari úrvalsdeildarliðs Viking frá Stafangri, en með því liði lék Indriði Sigurðsson um árabil. Indriði er í dag stjórnarmaður í knattspyrnudeild KR og var sá sem hafði samband við þann norska. Ole Martin Nesselquist er aðeins þrítugur og hefur bætt þónokkur aldursmet á sínum ferli.Vísir/Sigurjón „Þegar ég fundaði með KR og talaði við menn var ljóst að þetta er stórt félag á Íslandi. Ég hef góða tilfinningu fyrir fólkinu hérna og fyrir sögu félagsins. Ég þekkti til Rúnars úr norska fótboltanum og ég þekkti Indriða [Sigurðsson] sem talaði við mig fyrst. Þetta varð fljótt öruggt og mér fannst þetta vera góð áskorun.“ segir Nesselquist. Aðspurður um verkaskiptinguna milli Rúnars og Nesselquist hvað þjálfunina snertir segir Nesselquist: „Rúnar er yfirmaðurinn og tekur allar ákvarðanir. Ég held að aðalverkefni mitt verði að tryggja að æfingarnar fari vel fram og að aðferðafræði okkar verði eins góð og hún getur verið,“ „Megin vinna mín er á æfingavellinum, myndbandsgreiningar, áætlun um þróun leikmanna og þess háttar, en hann stjórnar liðinu,“ segir Nesselquist. Sá norski afar skipulagður Rúnar segir Nesselquist koma með aukna fagmennsku að borðinu, komandi úr atvinnumannaumhverfi í Noregi. Hann sé afar skipulagður og hafi planað æfingar hvers og eins leikmanns í hópnum tólf mánuði fram í tímann. „Við höfum alltaf verið að leitast eftir því að færast nær þessum skandinavísku liðum sem við erum að horfa upp til - í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Við erum með ársplan fyrir alla leikmenn og það vita allir hvenær þeir eiga frí nánast allt árið,“ segir Rúnar og brosir við. „Leikmönnum líður betur komandi á æfingar vitandi hvað er að fara að gerast og vita okkar markmið. Ég held þetta sé bara jákvætt í alla staði,“ segir Rúnar. Frábært að vinna með Rúnari en norskan gæti verið betri Aðspurður hvernig það sé að vinna með Rúnari segir Nesselquist: „Það er mjög gott. Það er auðvelt að vinna með honum. Hann er frábær náungi, með mikla reynslu og góður leiðtogi. Það gerir þetta miklu auðveldara fyrir mig að hafa hann þarna.“ Rúnar var leikmaður Lilleström í fjögur ár milli 1997 og 2000 og þjálfaði sama lið frá 2014 til 2016. Aðspurður hvort það hjálpi ekki að Rúnar tali norsku virðist sem norska Rúnars sé undir áhrifum þess að hann spilaði með Örgryte í Svíþjóð áður en hann skipti til Lilleström á tíunda áratugnum. „Hann segist tala norsku en það er frekar sænska, en það er næstum það sama,“ segir Nesselquist og hlær við.
KR Besta deild karla Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira