Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grótta 32-21 | Enn einn titillinn á Hlíðarenda Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2023 22:16 Valsmenn tryggðu sér enn einn titilinn í íslenskum handbolta í kvöld. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21. Mikil lágdeyða var yfir fyrri hálfleik leiksins í kvöld. Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í upphafi en Grótta var aldrei langt undan. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók leikhlé eftir 15 mínútna leik en lið hans hafði þá aðeins skorað fjögur mörk, staðan 7-4. Leikmenn Gróttu tóku leiðsögninni vel og jöfnuðu leikinn um hæl í 7-7. Valur var aldrei þessu vant að spila nokkuð hægan leik sem hentaði Gróttu ágætlega. Markvarslan var þó í hávegum höfð í fyrri hálfleiknum hjá báðum liðum en bæði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, vörðu tíu bolta sem skilaði sér í vel yfir 40 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11 Val í vil. Valsmenn hafa aðeins einu sinni á tímabilinu skorað færri mörk í fyrri hálfleik í Olís-deildinni í vetur. Valsmenn ákváðu þó að keyra heldur betur upp markaskorið í síðari hálfleik. Á fyrstu tólf mínútum seinni hálfleiks tóku Valsmenn nefnilega 7-2 kafla og var þá endanlega ljóst að Grótta var ekki að fara fá neitt út úr þessum leik. Björgvin Páll hélt áfram að verja vel á meðan markvarslan hjá Gróttu minnkaði stöðugt sem hjálpaði Gróttu ekki neitt. Síðasti stundarfjórðungur leiksins var í raun formsatriði fyrir Val og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Lokatölur, eins og áður segir, 32-21. Af hverju vann Valur? Valur einfaldlega skipti um gír í hálfleik og Grótta varð eftir í rykinu. Gæðamunurinn á liðunum skein í gegn í síðari hálfleik og í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda eftir kröftuga byrjun Vals í síðari hálfleik. Varnarleikur og markvarsla Vals var mjög góð allan leikinn og var í raun grunnurinn að sigrinum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, var maður leiksins. Björgvin Páll lék sér hreinlega af því að verja skot Seltirninga sem skilaði sér í 19 vörðum boltum sem gerir 48,7 prósent markvörslu. Ótrúlegar tölur.Magnús Óli Magnússon var svo potturinn og pannan í sóknarleik Vals en hann endaði með níu mörk. Hvað gekk illa? Færanýting og sóknarleikur Gróttu var ekki upp á marga fiska í kvöld. Aðeins 21 mark skorað, 11 í fyrri og 10 í síðari hálfleik, er ekki sérlega gott en liðið var með 43,8 prósent skotnýtingu í leiknum. Hvað gerist næst? Nú gengur í garð landsleikjapása í deildinni þar sem Ísland mætir Tékkum tvívegis, 8. og 12. mars. Valur á einu fulltrúa Olís-deildarinnar í leikmannahópi Íslands fyrir það verkefni. Þeir eru Björgvin Páll Gústavsson og Stiven Tobar Valencia. Næsti leikur Vals er leikur í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars gegn Göppingen.Grótta spilar næst 23. mars gegn Haukum að Ásvöllum. Róbert Gunnarsson: Fyrsta alvöru skitan hjá okkur í vetur „Þetta var bara hræðilegt, hræðilegur seinni hálfleikur. Menn voru bara ekki nægilega beinskeyttir sóknarlega. Varnarlega gefumst við upp, lélegir að hlaupa heim, Valur gefur eflaust aðeins í og við klikkum rosa mikið af dauðafærum. Þetta var svona fyrsta alvöru skitan hjá okkur í vetur. Það er bara leiðinlegt en Valur er frábært lið og ég óska þeim til hamingju með titilinn. Þetta voru bara mjög sanngjörn úrslit, ég ætla ekki að reyna að þræta fyrir það,“ sagði niðurlútur Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sannfærandi tap sinna manna í kvöld. Róbert tekur í raun ekkert jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ekki akkúrat núna. Það voru ágætis kaflar í fyrri hálfleik en ég nenni ekki að tala um það sem gerðist í fyrri hálfleik þegar við töpum með meira en tíu.“ Langt er í næsta leik Gróttu, eða 20 dagar. Róbert ætlar að gefa sínu liði þess vegna frí eftir leik kvöldsins. „Nú ætla ég að gefa strákunum smá frí frá mér, frá þeim sjálfum. Ef þeir vilja hittast í frítímanum þá bara frábært. Það er svona planið,“ sagði Róbert að lokum. Olís-deild karla Valur Grótta
Valur er deildarmeistari í Olís-deild karla árið 2023. Þetta var staðfest í kvöld með sigri heimamanna í Val á Gróttu í 18. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með ellefu marka sigri Valsmanna, en aldrei var í raun spurning hvor megin sigurinn myndi enda í kvöld. Lokatölur 32-21. Mikil lágdeyða var yfir fyrri hálfleik leiksins í kvöld. Valsmenn náðu yfirhöndinni í leiknum í upphafi en Grótta var aldrei langt undan. Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, tók leikhlé eftir 15 mínútna leik en lið hans hafði þá aðeins skorað fjögur mörk, staðan 7-4. Leikmenn Gróttu tóku leiðsögninni vel og jöfnuðu leikinn um hæl í 7-7. Valur var aldrei þessu vant að spila nokkuð hægan leik sem hentaði Gróttu ágætlega. Markvarslan var þó í hávegum höfð í fyrri hálfleiknum hjá báðum liðum en bæði Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, og Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu, vörðu tíu bolta sem skilaði sér í vel yfir 40 prósent markvörslu í fyrri hálfleik. Aðeins munaði tveimur mörkum á liðunum í hálfleik, 13-11 Val í vil. Valsmenn hafa aðeins einu sinni á tímabilinu skorað færri mörk í fyrri hálfleik í Olís-deildinni í vetur. Valsmenn ákváðu þó að keyra heldur betur upp markaskorið í síðari hálfleik. Á fyrstu tólf mínútum seinni hálfleiks tóku Valsmenn nefnilega 7-2 kafla og var þá endanlega ljóst að Grótta var ekki að fara fá neitt út úr þessum leik. Björgvin Páll hélt áfram að verja vel á meðan markvarslan hjá Gróttu minnkaði stöðugt sem hjálpaði Gróttu ekki neitt. Síðasti stundarfjórðungur leiksins var í raun formsatriði fyrir Val og leikurinn fjaraði hægt og rólega út. Lokatölur, eins og áður segir, 32-21. Af hverju vann Valur? Valur einfaldlega skipti um gír í hálfleik og Grótta varð eftir í rykinu. Gæðamunurinn á liðunum skein í gegn í síðari hálfleik og í raun aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda eftir kröftuga byrjun Vals í síðari hálfleik. Varnarleikur og markvarsla Vals var mjög góð allan leikinn og var í raun grunnurinn að sigrinum í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals, var maður leiksins. Björgvin Páll lék sér hreinlega af því að verja skot Seltirninga sem skilaði sér í 19 vörðum boltum sem gerir 48,7 prósent markvörslu. Ótrúlegar tölur.Magnús Óli Magnússon var svo potturinn og pannan í sóknarleik Vals en hann endaði með níu mörk. Hvað gekk illa? Færanýting og sóknarleikur Gróttu var ekki upp á marga fiska í kvöld. Aðeins 21 mark skorað, 11 í fyrri og 10 í síðari hálfleik, er ekki sérlega gott en liðið var með 43,8 prósent skotnýtingu í leiknum. Hvað gerist næst? Nú gengur í garð landsleikjapása í deildinni þar sem Ísland mætir Tékkum tvívegis, 8. og 12. mars. Valur á einu fulltrúa Olís-deildarinnar í leikmannahópi Íslands fyrir það verkefni. Þeir eru Björgvin Páll Gústavsson og Stiven Tobar Valencia. Næsti leikur Vals er leikur í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar þann 21. mars gegn Göppingen.Grótta spilar næst 23. mars gegn Haukum að Ásvöllum. Róbert Gunnarsson: Fyrsta alvöru skitan hjá okkur í vetur „Þetta var bara hræðilegt, hræðilegur seinni hálfleikur. Menn voru bara ekki nægilega beinskeyttir sóknarlega. Varnarlega gefumst við upp, lélegir að hlaupa heim, Valur gefur eflaust aðeins í og við klikkum rosa mikið af dauðafærum. Þetta var svona fyrsta alvöru skitan hjá okkur í vetur. Það er bara leiðinlegt en Valur er frábært lið og ég óska þeim til hamingju með titilinn. Þetta voru bara mjög sanngjörn úrslit, ég ætla ekki að reyna að þræta fyrir það,“ sagði niðurlútur Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, eftir sannfærandi tap sinna manna í kvöld. Róbert tekur í raun ekkert jákvætt út úr leiknum í kvöld. „Ekki akkúrat núna. Það voru ágætis kaflar í fyrri hálfleik en ég nenni ekki að tala um það sem gerðist í fyrri hálfleik þegar við töpum með meira en tíu.“ Langt er í næsta leik Gróttu, eða 20 dagar. Róbert ætlar að gefa sínu liði þess vegna frí eftir leik kvöldsins. „Nú ætla ég að gefa strákunum smá frí frá mér, frá þeim sjálfum. Ef þeir vilja hittast í frítímanum þá bara frábært. Það er svona planið,“ sagði Róbert að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti