Umfjöllun: Grindavík - Stjarnan 99-88 | Grindvíkingar keyrðu yfir Stjörnuna og lyftu sér upp í úrslitakeppnissæti Siggeir Ævarsson skrifar 5. mars 2023 23:05 Stjarnan - Grindavík Körfubolti 2022 KKÍ Subway deildin vísir/vilhelm Grindavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann mikilvægan ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 99-88. Það var mikið undir í HS-orku höllinni í kvöld þar sem heimamenn í Grindavík tóku á móti Stjörnunni í Subway-deild karla. Bæði lið með sjö sigra á töflunni, eins og bæði Höttur og Þór fyrir leiki kvöldsins þar sem liðin röðuðu sér í 7. - 10. sæti. Til að auka pressuna aðeins á heimamenn þá höfðu þeir tapað fimm leikjum í röð fyrir þennan og tap í þessum leik hefði mögulega ært óstöðugan og endanlega dregið allan þrótt úr liðsanda þeirra. Grindvíkingar virtust þó vera með hausinn á hárréttum stað í kvöld og mættu af miklum ákafa í allar sínar aðgerðir, þá sérstaklega varnarmegin. Leikurinn var jafn og spennandi í byrjun og greinilegt að bæði lið voru mætt til að selja sig dýrt. Grindvíkingar náðu að byggja upp örlítið forskot en Stjörnumenn svöruðu jafnharðan. Þannig gekk fyrri hálfleikurinn fram og til baka en heimamenn fóru þó til búningsklefa með örlítið forskot, staðan 43-39, Grindvíkingum í vil. Hinn gríski Gkay Skordilis, sem hefur fengið vænan skammt af gagnrýni í vetur fyrir óstöðugan leik og misgáfulegar ákvarðanir, spilaði eins og engill í kvöld og leiddi stigaskor heimamanna í hálfleik með 14 stig. Trekk í trekk skoraði hann einfaldlega yfir varnarmennina, enda algjör himnalengja og fáir varnarmenn í deildinni sem geta stoppað skotin hans ef þannig liggur á honum. Heimann hófu seinni hálfleikinn með látum og komu muninn fljótlega upp fyrir tíu stigin og héldu honum um það bil þar, plús mínus einhver stig, allt til loka. Þeir léku fast allan tímann og tóku fótinn hreinlega aldrei af bensíngjöfinni. Ófáir „partýþristar“ fengu að fljúga, en það verður ekki tekið af Stjörnumönnum að þeir létu aldrei slá sig algjörlega útaf laginu og héldu áfram allt til loka. Mögulega voru þeir meðvitaðir um að Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna með 29 stigum, en innbyrðis stigamunur á liðunum gæti talið í lokin í þessari jöfnu baráttu í neðri helming deildarinnar. Af hverju vann Grindavík? Þeir mættu til leiks með hausinn rétt stilltan. Ákefðin í þeirra leik frá fyrstu mínútu og allt til loka var áþreifanleg. Það er kannski klisja, en þeir virtust einfaldlega vilja þetta meira í kvöld. Þá má ekki gleyma því að Stjörnumenn voru án Dags Kár í kvöld, sem var heima fárveikur. Munar um minna þar. Hverjir stóðu upp úr? Damier Pitts var stigahæstur Grindvíkinga með 26 stig og sjö stoðsendingar að auki. Þær mínútur sem hann sat á bekknum voru Grindvíkingar í bölvuðu basli sóknarlega. Gkay Skordilis átti skínandi leik, 23 stig frá honum og þá átti Bragi Guðmundsson mjög góðan leik, þá sérstaklega í seinni hálfleik, endaði með 17 stig og var 3/3 í þristum. Damier Pitts fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnunni var það Niels Gustav Gutenius sem bar hitann og þungann af sóknarleiknum, með 22 stig, en Adama Darbo lét líka vel að sér kveða og setti 19 stig og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum. Hvað gekk illa? Armani Moore vill örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Aðeins þrjú skot ofan í hjá honum í tíu tilraunum. Armani T´Bori Moore, til hægri hér á myndinni, var nokkuð langt frá sínu besta í kvöldVísir/Diego Tölfræði sem vekur athygli Grindvíkingar skoruðu 99 stig í þessum leik, sem er það mesta sem þeir hafa skorað í vetur. Þeir eiga því enn eftir að rjúfa 100 stiga múrinn. Kristófer Breki brenndi af tveimur vítum undir lokin og þó þau hafi ekki skipt neinu máli fyrir úrslitin þá mun hann örugglega naga sig í handarbökin yfir því að hafa klúðrað 100 stigunum! Hvað gerist næst? Grindvíkingar geta andað ögn léttar, komnir aftur í úrslitakeppnissæti og eiga leik næst á heimavelli gegn Hetti 11. mars. Stjarnan aftur á móti mjakast niður í 10. sæti og eiga leik næst 9. mars á heimavelli gegn Blikum. „Grindavíkurlið sem var miklu áræðnara en við í einu og öllu.“ Það hefur oft verið hærra risið á Arnari Guðjónssyni en eftir leik kvöldsinsVísir/Diego Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnumanna gat talið upp nákvæmlega hvað það var sem kostaði hans lið sigurinn í seinni hálfleik, eftir nokkuð jafnan leik framan af. „Varnarleikurinn í dag er ekki góður. Tapaðir boltar sóknarlega sem gerir okkur mjög erfitt fyrir. Grindavíkurlið sem var miklu áræðnara en við í einu og öllu.“ Það vakti athygli að Dagur Kár Jónsson var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar, og ekki einu sinni á bekknum í borgaralegum klæðum. Á því reyndist þó einföld skýring. „Hann er bara búinn að vera fárveikur alla vikuna.“ Það mætti sannarlega kalla þennan leik fjögurra stiga leik, og Arnar tók heilshugar undir að tapið gæti reynst Stjörnunni dýrt á lokasprettinum. „Bara mjög! Svolítil vonbrigði hvernig mér fannst við höndla það sem við vissum að myndi bíða okkur hér í dag. Því fór sem fór. En Grindvíkingar voru mikið betri en við í dag og áttu skilið sigurinn.“ Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna með 29 stigum. Voru hans menn með það á bakvið eyrað undir lokin að hleypa Grindvíkingum ekki of langt frá sér? „Þó þeir hafi nú valtað yfir okkur þá fannst mér 29 stig nú svolítið fjarrænt. En jú jú, við vorum meðvitaðir um það hvernig fyrri leikurinn fór.“ Aðspurður um mikinn mun á dæmdum villum í kvöld sagði Arnar að hans menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu harðir í vörninni í kvöld. „Grindvíkingar voru líka með mjög mikið af opnum skotum og fríum sniðskotum af því að við vorum langt frá þeim og náðum ekki að klukka þá til að brjóta. En Grindvíkingar voru mjög fastir fyrir og spiluðu vel, fengu slatta af villum á sig en tóku okkur líka vel útúr öllu sem við ætluðum að gera. Ég held að dómgæslan hafi bara verið fín hér í kvöld.“ Þannig að þið hefðuð kannski bara átt að ganga harðar fram í vörninni? „Ég held að það gefi augaleið. Við létum skora á okkur úr öllum mögulegum leiðum hér í dag. Og sóknarmegin þá bara hendum við hlutunum frá okkur og látum skora í bakið á okkur.“ Það var nokkuð þungt yfir Arnari í þessu viðtali, en hann sagði að þessi úrslit þýddu að fallbaráttan væri einfaldlega handan við hornið. „Heldur betur. Við þurfum bara heldur betur að taka okkur saman í andlitinu. Það er yfirvofandi fallbarátta, hún er stutt frá okkur og við þurfum að vera á tánum.“ Subway-deild karla UMF Grindavík Stjarnan
Grindavík lyfti sér upp í sjöunda sæti Subway-deildar karla í körfubolta er liðið vann mikilvægan ellefu stiga sigur gegn Stjörnunni í kvöld, 99-88. Það var mikið undir í HS-orku höllinni í kvöld þar sem heimamenn í Grindavík tóku á móti Stjörnunni í Subway-deild karla. Bæði lið með sjö sigra á töflunni, eins og bæði Höttur og Þór fyrir leiki kvöldsins þar sem liðin röðuðu sér í 7. - 10. sæti. Til að auka pressuna aðeins á heimamenn þá höfðu þeir tapað fimm leikjum í röð fyrir þennan og tap í þessum leik hefði mögulega ært óstöðugan og endanlega dregið allan þrótt úr liðsanda þeirra. Grindvíkingar virtust þó vera með hausinn á hárréttum stað í kvöld og mættu af miklum ákafa í allar sínar aðgerðir, þá sérstaklega varnarmegin. Leikurinn var jafn og spennandi í byrjun og greinilegt að bæði lið voru mætt til að selja sig dýrt. Grindvíkingar náðu að byggja upp örlítið forskot en Stjörnumenn svöruðu jafnharðan. Þannig gekk fyrri hálfleikurinn fram og til baka en heimamenn fóru þó til búningsklefa með örlítið forskot, staðan 43-39, Grindvíkingum í vil. Hinn gríski Gkay Skordilis, sem hefur fengið vænan skammt af gagnrýni í vetur fyrir óstöðugan leik og misgáfulegar ákvarðanir, spilaði eins og engill í kvöld og leiddi stigaskor heimamanna í hálfleik með 14 stig. Trekk í trekk skoraði hann einfaldlega yfir varnarmennina, enda algjör himnalengja og fáir varnarmenn í deildinni sem geta stoppað skotin hans ef þannig liggur á honum. Heimann hófu seinni hálfleikinn með látum og komu muninn fljótlega upp fyrir tíu stigin og héldu honum um það bil þar, plús mínus einhver stig, allt til loka. Þeir léku fast allan tímann og tóku fótinn hreinlega aldrei af bensíngjöfinni. Ófáir „partýþristar“ fengu að fljúga, en það verður ekki tekið af Stjörnumönnum að þeir létu aldrei slá sig algjörlega útaf laginu og héldu áfram allt til loka. Mögulega voru þeir meðvitaðir um að Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna með 29 stigum, en innbyrðis stigamunur á liðunum gæti talið í lokin í þessari jöfnu baráttu í neðri helming deildarinnar. Af hverju vann Grindavík? Þeir mættu til leiks með hausinn rétt stilltan. Ákefðin í þeirra leik frá fyrstu mínútu og allt til loka var áþreifanleg. Það er kannski klisja, en þeir virtust einfaldlega vilja þetta meira í kvöld. Þá má ekki gleyma því að Stjörnumenn voru án Dags Kár í kvöld, sem var heima fárveikur. Munar um minna þar. Hverjir stóðu upp úr? Damier Pitts var stigahæstur Grindvíkinga með 26 stig og sjö stoðsendingar að auki. Þær mínútur sem hann sat á bekknum voru Grindvíkingar í bölvuðu basli sóknarlega. Gkay Skordilis átti skínandi leik, 23 stig frá honum og þá átti Bragi Guðmundsson mjög góðan leik, þá sérstaklega í seinni hálfleik, endaði með 17 stig og var 3/3 í þristum. Damier Pitts fór fyrir stigaskori Grindvíkinga í kvöldVísir/Hulda Margrét Hjá Stjörnunni var það Niels Gustav Gutenius sem bar hitann og þungann af sóknarleiknum, með 22 stig, en Adama Darbo lét líka vel að sér kveða og setti 19 stig og bætti við sjö fráköstum og sex stoðsendingum. Hvað gekk illa? Armani Moore vill örugglega gleyma þessum leik sem fyrst. Aðeins þrjú skot ofan í hjá honum í tíu tilraunum. Armani T´Bori Moore, til hægri hér á myndinni, var nokkuð langt frá sínu besta í kvöldVísir/Diego Tölfræði sem vekur athygli Grindvíkingar skoruðu 99 stig í þessum leik, sem er það mesta sem þeir hafa skorað í vetur. Þeir eiga því enn eftir að rjúfa 100 stiga múrinn. Kristófer Breki brenndi af tveimur vítum undir lokin og þó þau hafi ekki skipt neinu máli fyrir úrslitin þá mun hann örugglega naga sig í handarbökin yfir því að hafa klúðrað 100 stigunum! Hvað gerist næst? Grindvíkingar geta andað ögn léttar, komnir aftur í úrslitakeppnissæti og eiga leik næst á heimavelli gegn Hetti 11. mars. Stjarnan aftur á móti mjakast niður í 10. sæti og eiga leik næst 9. mars á heimavelli gegn Blikum. „Grindavíkurlið sem var miklu áræðnara en við í einu og öllu.“ Það hefur oft verið hærra risið á Arnari Guðjónssyni en eftir leik kvöldsinsVísir/Diego Arnar Guðjónsson þjálfari Stjörnumanna gat talið upp nákvæmlega hvað það var sem kostaði hans lið sigurinn í seinni hálfleik, eftir nokkuð jafnan leik framan af. „Varnarleikurinn í dag er ekki góður. Tapaðir boltar sóknarlega sem gerir okkur mjög erfitt fyrir. Grindavíkurlið sem var miklu áræðnara en við í einu og öllu.“ Það vakti athygli að Dagur Kár Jónsson var ekki í leikmannahópi Stjörnunnar, og ekki einu sinni á bekknum í borgaralegum klæðum. Á því reyndist þó einföld skýring. „Hann er bara búinn að vera fárveikur alla vikuna.“ Það mætti sannarlega kalla þennan leik fjögurra stiga leik, og Arnar tók heilshugar undir að tapið gæti reynst Stjörnunni dýrt á lokasprettinum. „Bara mjög! Svolítil vonbrigði hvernig mér fannst við höndla það sem við vissum að myndi bíða okkur hér í dag. Því fór sem fór. En Grindvíkingar voru mikið betri en við í dag og áttu skilið sigurinn.“ Stjarnan vann fyrri viðureign liðanna með 29 stigum. Voru hans menn með það á bakvið eyrað undir lokin að hleypa Grindvíkingum ekki of langt frá sér? „Þó þeir hafi nú valtað yfir okkur þá fannst mér 29 stig nú svolítið fjarrænt. En jú jú, við vorum meðvitaðir um það hvernig fyrri leikurinn fór.“ Aðspurður um mikinn mun á dæmdum villum í kvöld sagði Arnar að hans menn hefðu einfaldlega ekki verið nógu harðir í vörninni í kvöld. „Grindvíkingar voru líka með mjög mikið af opnum skotum og fríum sniðskotum af því að við vorum langt frá þeim og náðum ekki að klukka þá til að brjóta. En Grindvíkingar voru mjög fastir fyrir og spiluðu vel, fengu slatta af villum á sig en tóku okkur líka vel útúr öllu sem við ætluðum að gera. Ég held að dómgæslan hafi bara verið fín hér í kvöld.“ Þannig að þið hefðuð kannski bara átt að ganga harðar fram í vörninni? „Ég held að það gefi augaleið. Við létum skora á okkur úr öllum mögulegum leiðum hér í dag. Og sóknarmegin þá bara hendum við hlutunum frá okkur og látum skora í bakið á okkur.“ Það var nokkuð þungt yfir Arnari í þessu viðtali, en hann sagði að þessi úrslit þýddu að fallbaráttan væri einfaldlega handan við hornið. „Heldur betur. Við þurfum bara heldur betur að taka okkur saman í andlitinu. Það er yfirvofandi fallbarátta, hún er stutt frá okkur og við þurfum að vera á tánum.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti