Innlent

„Sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns“

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra mun bregðast við fyrirspurn umboðsmanns Alþingis vegna umdeildrar sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Þetta segir Bjarni í skriflegu svari til fréttastofu.

Umboðsmaður krefur Bjarna svara um hæfi hans við söluna, meðal annars er varðar sölu á hlutum bankans til Hafsilfurs ehf., félags í eigu föður Bjarna. 

„Það er sjálfsagt að bregðast við fyrirspurn umboðsmanns,“ segir Bjarni í svari sínu. Hann hyggst bregðast við fyrirspurninni innan tímamarka, þ.e. fyrir 25. mars, og „efnislega á sömu nótum og áður.“ 

Þá bendir hann á að ríkisendurskoðandi hafi ekki séð ástæðu til að gera athugasemdir við hæfi hans. Ráðuneyti hans hafi jafnframt svarað ítarlegum fyrirspurnum um framkvæmd sölunnar, bæði skriflega til Alþingis, á nefndarfundum og við úttekt ríkisendurskoðunar á söluferlinu. 


Tengdar fréttir

„Mikið fagnaðarefni“ að umboðsmaður krefji Bjarna svara

Þingmaður Samfylkingarinnar fagnar því að umboðsmaður Alþingis krefji fjármálaráðherra svara um hæfi hans við sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka. Nú gætu fengist svör við mikilvægum spurningum, sem ríkisendurskoðun hafi ekki getað knúið fram í sinni skýrslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×