Fær bætur eftir að hafa hrasað um lista og dottið niður stiga Árni Sæberg skrifar 3. mars 2023 18:31 Landsréttur taldi vinnuveitanda mannsins bera ábyrgð á því að hann datt niður stiga. Vísir/Vilhelm Sjóvá hefur verið dæmt til að greiða manni bætur vegna vinnuslyss sem hann lenti í árið 2019. Maðurinn var við vinnu á gistiheimili nokkru þegar hann hrasaði um állista sem komið hafði verið fyrir samskeytum efsta þreps og gólfs á efri hæð gistiheimilisins. Maðurinn féll niður tíu þrepa stiga eftir að hafa hrasað og hlaut af því nokkur meiðsli. Hann bar fyrir sig aðra höndina í fallinu og lýsti miklum verkjum í höndinni við læknisskoðun. Í dómi Landsréttar í málinu segir að slysið hafi ekki verið tilkynnt Vinnueftirlitinu þegar það varð og því hafi það ekki verið rannsakað. Þá segir að fyrir liggi að állistinn, sem maðurinn hrasaði um, hafi verið fjarlægður eftir slysið. Þá segir að talið sé ótvírætt að rannsókn Vinnueftirlitsins áður en listinn var fjarlægður hefði verið til þess fallin að varpa ljósi áð aðstæður og ástæður slyssins. Vegna þessarar vanrækslu vinnuveitanda hafi frásögn mannsins, um að listinn hafi verið laus og staðið upp úr gólfinu, verið lögð til grundvallar. Slysið á ábyrgð vinnuveitanda Í dóminum segir að aðbúnaður á gistiheimilinu viki frá því sem má gera ráð fyrir vegna þess að állistinn skagaði upp úr gólfinu. Þess vegna hafi Landsréttur fallist á það með manninum að vinnuveitandi hafi brotið gegn almennum skyldum sem leiddar eru af lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Því var slysið rekið til saknæmrar háttsemi vinnuveitandans og starfsmanna hans, annarra en þess slasaða, og vinnuveitandinn dæmdur bótaábyrgur en hann er tryggður hjá Sjóvá. Dómsmál Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira
Maðurinn féll niður tíu þrepa stiga eftir að hafa hrasað og hlaut af því nokkur meiðsli. Hann bar fyrir sig aðra höndina í fallinu og lýsti miklum verkjum í höndinni við læknisskoðun. Í dómi Landsréttar í málinu segir að slysið hafi ekki verið tilkynnt Vinnueftirlitinu þegar það varð og því hafi það ekki verið rannsakað. Þá segir að fyrir liggi að állistinn, sem maðurinn hrasaði um, hafi verið fjarlægður eftir slysið. Þá segir að talið sé ótvírætt að rannsókn Vinnueftirlitsins áður en listinn var fjarlægður hefði verið til þess fallin að varpa ljósi áð aðstæður og ástæður slyssins. Vegna þessarar vanrækslu vinnuveitanda hafi frásögn mannsins, um að listinn hafi verið laus og staðið upp úr gólfinu, verið lögð til grundvallar. Slysið á ábyrgð vinnuveitanda Í dóminum segir að aðbúnaður á gistiheimilinu viki frá því sem má gera ráð fyrir vegna þess að állistinn skagaði upp úr gólfinu. Þess vegna hafi Landsréttur fallist á það með manninum að vinnuveitandi hafi brotið gegn almennum skyldum sem leiddar eru af lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Því var slysið rekið til saknæmrar háttsemi vinnuveitandans og starfsmanna hans, annarra en þess slasaða, og vinnuveitandinn dæmdur bótaábyrgur en hann er tryggður hjá Sjóvá.
Dómsmál Tryggingar Vinnuslys Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Fleiri fréttir Telur Bláa lónið öruggt vegna varnagarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Sjá meira