Lífeyrissjóðir vilja að stjórnarmenn hverfi úr tilnefningarnefndum

Lífeyrissjóðir hafa ítrekað gert athugasemdir við það að stjórnarmaður smásölufélagsins Festar sitji jafnframt í tilnefningarnefnd félagsins. Samantekt Innherja sýnir að um helmingur þeirra félaga sem starfrækja tilnefningarnefnd hafa komið því í kring að minnst einn stjórnarmaður eigi sæti í nefndinni.