„Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2023 15:22 Kristrún ávarpar flokkstjórnarfund í morgun, með nýtt merki Samfylkingarinnar í bakgrunni. Baldur Kristjánsson Samfylkingin ætlar í næstu ríkisstjórn og hyggst endurreisa íslenskt velferðarkerfi eftir „áratuga hnignun.“ Þetta kom fram í ræðu Kristrúnar Frostadóttur formanns á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Kaplakrika dag, þar sem nýtt merki flokksins var jafnframt afhjúpað. Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“ Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Samfylkingin mælist stærsti flokkur landsins um þessar mundir en Kristrún varaði við því í ræðu sinni að eltast við skoðanakannanir. „En ég vil samt bara nýta tækifærið til að hnykkja á því sem ég sagði í stefnuræðu minni á landsfundi: Við munum ekki elta skoðanakannanir, og það er enn í gildi. Og við munum ekki heldur elta þá sem hafa hæst hverju sinni á samfélagsmiðlum. Það er bara þannig.“ En stefna Kristrúnar er skýr. Hún vill í ríkisstjórn. „Samfylkingin stefnir í stjórn. Við ætlum að vera ráðandi afl í næstu ríkisstjórn. Og það er ekki vegna þess að við séum í vinsældakeppni eða vegna þess að okkur langi svo að sitja í ráðherrastólum — og nei, það er ekki vegna þess að við séum svo miklar keppnismanneskjur, eins og forsætisráðherra orðaði það núna á dögunum,“ sagði Kristrún. „Eftir óslitinn áratug með Sjálfstæðisflokkinn við völd, og ríkisstjórn sem er búin að gefast upp á öllu, er löngu kominn tími á breytingar. Eftir tíu löng ár í stjórnarandstöðu blasa hvarvetna við okkur verkefni sem kalla á klassískar lausnir jafnaðarfólks; sem kalla á okkur sósíaldemókrata til verka. Það er einfaldlega staðan. Og við tökum hana alvarlega. Við ætlum að endurreisa velferðarkerfið á Íslandi eftir áratug hnignunar. Og eftir því sem þessi ríkisstjórn hangir lengur á stólunum, algjörlega verkstola, þá bætist við verkefnalistann. Við ætlum að koma skikki á stjórn efnahagsmála; vinna gegn verðbólgunni um leið og við verjum heimilisbókhaldið hjá fólki. Því staðreyndin er þessi: Ríkisstjórnin hefur misst alla stjórn.“
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18 Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41 Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Afhjúpuðu nýtt merki Samfylkingarinnar Nýtt merki Samfylkingarinnar var afhjúpað á flokksstjórnarfundi flokksins í dag. Merkið er rós sem er alþjóðlegt tákn sósíaldemókrata og segist formaðurinn stolt af nýju merki. 4. mars 2023 12:18
Samgöngusáttmáli í fullu gildi og stórframkvæmdir í undirbúningi Innviðaráðherra segir mörg stór verkefni framundan samkvæmt samgöngusáttmála við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu. Kostnaður við mörg þeirra aukist eðlilega með verðlagi og þróun verkefnanna. Samanlagt fylgi við stjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá kosningunum 2021. 3. mars 2023 19:41
Stuðningur við ríkisstjórnina aldrei verið minni Fylgi ríkisstjórnarinnar minnkar um fjögur prósentustig í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup og stendur nú í 42 prósentum. Stuðningur við stjórnarflokkana þrjá mælist fjörutíu prósent og minnkar um tvö prósentustig. 3. mars 2023 09:08