Innlent

Á­rásar­maðurinn ó­fundinn og lög­regla í­hugar að lýsa eftir honum

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um líkamsárás við Glæsibæ í gær.
Lögregla leitar enn manns sem grunaður er um líkamsárás við Glæsibæ í gær. Vísir/Vilhelm

Maðurinn sem grunaður er um hnífstunguárás við Glæsibæ í Reykjavík í gær er enn ófundinn, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla veit deili á manninum og íhugar nú að lýsa eftir honum.

Sá sem varð fyrir árásinni gat sagt gefið deili á manninum, en mikill viðbúnaður var í og við Laugardalinn síðdegis í gær vegna málsins. Fjöldi lögreglu- og sérsveitarmanna kom að leitinni og beindist hún að fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu þegar líða fór á daginn.

Maðurinn beitti hníf við árásina árásina en Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir að sá sem ráðist var á sé ekki alvarlega slasaður og að meiðslin hafi líklega verið minniháttar.


Tengdar fréttir

Á­rásin við Glæsi­bæ var hnífs­stungu­á­rás

Líkamsárás sem framin var við Glæsibæ fyrr í dag var hnífsstunguárás. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað gerandans í Laugardalnum í dag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×