Innlent

Hafa rætt við alla aðila máls vegna hnífs­tungu í Glæsi­bæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Árásin varð í bílakjallara í Glæsibæ á laugardag.
Árásin varð í bílakjallara í Glæsibæ á laugardag. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur náð tali af öllum sem tengjast hnífstunguárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík á laugardag. Ekki hefur verið farið fram á gæsluvarðhald yfir neinum vegna málsins.

Þetta staðfestir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. Hann segir málið enn til rannsóknar.

Greint var frá því síðdegis í gær að lögreglan leitaði enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við árásina sem varð um miðjan dag á laugardag. Fjórir menn voru á vettvangi þegar átök brutust út en tveir flúðu þaðan áður en lögreglu bar að garði. Mikill viðbúnaður var í Laugardal í kjölfarið og sérsveit ríkislögreglustjóra kölluð út. 

Hníf var beitt við árásina en meiðsli þess sem var fluttur á slysadeild voru ekki alvarleg og maðurinn útskrifaður fljótlega. 


Tengdar fréttir

Á­rásar­maðurinn hvattur til að gefa sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík í gær. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út. Tveir flúðu af vettvangi en annar þeirra er kominn í leitirnar.

Á­rásin við Glæsi­bæ var hnífs­stungu­á­rás

Líkamsárás sem framin var við Glæsibæ fyrr í dag var hnífsstunguárás. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur leitað gerandans í Laugardalnum í dag ásamt sérsveit Ríkislögreglustjóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×