„Verðum að sýna fólki að Úkraína lifir“ Sindri Sverrisson skrifar 6. mars 2023 15:30 Yaroslava Mahuchikh og Kateryna Tabashnyk höfðu ástæðu til að gleðjast eftir gull og brons á EM í gær. Getty/Hakan Akgun Hástökkvarinn Yaroslava Mahuchikh færði Úkraínu einu gullverðlaun þjóðarinnar á Evrópumótinu innanhúss í frjálsum íþróttum, í Istanbúl um helgina. Hún tjáði sig um stríðið heima fyrir og mögulega þátttöku Rússa á Ólympíuleikum í viðtali eftir keppni. Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár. Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
Hin 21 árs gamla Mahuchikh, sem varð heimsmeistari innanhúss í fyrra, tryggði sér Evrópumeistaratitilinn í gær með 1,98 metra stökki. Hún varð einnig Evrópumeistari utanhúss í fyrra og innanhúss 2021. Úkraína fékk einnig brons í hástökkinu því Kateryna Tabashnyk varð í 3. sæti með 1,94 metra stökki, en hin hollenska Britt Weerman fékk silfur á hollensku meti með 1,96 metra stökki. Ukrainian athletes won two medals at once at the 2023 European Indoor Athletics Championships in Istanbul.Yaroslava Makhuchikh won in the high jump. Kateryna Tabashnyk was the bronze medallist. : @EuroAthletics pic.twitter.com/zjwfyM3KG4— KyivPost (@KyivPost) March 6, 2023 „Það var ánægjulegt fyrir mig að verja titilinn og auðvitað er ég ánægð með að gera það fyrir mína þjóð. Við verðum að sýna fólki að Úkraína lifir,“ sagði Mahuchikh í viðtali við pólsku fréttaveituna PAP eftir keppni. Hún var spurð hvort hún gæti ímyndað sér að keppa gegn Rússum og Hvít-Rússum á Ólympíuleikunum í París 2024, en svaraði að ólympíusamband Úkraínu hefði þegar gefið út að þá myndu Úkraínumenn sniðganga leikana. Hún sagði að gera ætti allt til að koma í veg fyrir að Rússar og Hvít-Rússar yrðu með á leikunum og bætti við að „margt rússneskt íþróttfólk styður stríðið“. Title defended! Yaroslava Mahuchikh reigns again in the high jump in #Istanbul2023! pic.twitter.com/heRktxbock— European Athletics (@EuroAthletics) March 5, 2023 Mahuchikh náði að fara í heimabæ sinn Dnipro í tvær vikur í vetur og sagði það hafa hjálpað andlegri heilsu sinni enda væri „heima alltaf heima“. Hún þyrfti hins vegar að dvelja annars staðar til að geta náð fram sínu besta í æfingum og keppni, en væri í stöðugu sambandi við systur sína, föður og aðra fjölskyldumeðlimi í Dnipro. Hún óskar þess að stríðinu ljúki. „Ég vil flytja aftur heim í landið mitt. Ég vil stunda æfingar í landinu mínu og njóta lífsins,“ sagði Mahuchikh og kvaðst afar þakklát þeim þjóðum sem hjálpað hefðu Úkraínu í stríðinu sem nú hefur staðið yfir í meira en eitt ár.
Frjálsar íþróttir Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti