Ráðvilltur ríkisendurskoðandi Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. mars 2023 20:01 Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Alþingi Miðflokkurinn Starfsemi Lindarhvols Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina. Forseti þingsins hefur í örvæntingu reynt að fella lögfræðiálit sem þingið bað um undir sömu leyndarhyggju og sjálfa greinargerðina. Svo vill til að þingflokkur Miðflokksins bað um lögfræðiálit um birtingu greinargerðarinnar árið 2020. Niðurstaða þess álits er á sömu leið og álitsins sem unnið var fyrir Alþingi, nefnilega að greinargerð setts ríkisendurskoðanda skuli birt. Enginn trúnaður ríkir um álitið sem unnið var fyrir Miðflokkinn. Forseta þingsins hefur borist liðsauki á flóttanum sem er núverandi ríkisendurskoðandi. Nú er það svo að greinarhöfundur og ríkisendurskoðandi eiga tvennt sameiginlegt. Þeir eru ekki löglærðir né eru þeir menntaðir endurskoðendur. Ríkisendurskoðandi hefur haft uppi miklar skoðanir undanfarna daga um lögformlega fleti þess að birta greinargerð setts ríkisendurskoðanda. Þar hefur hann ítrekað gelt að röngu tré og vitnað til upplýsingalaga. Þingnefndir og þingmenn krefjast upplýsinga í krafti stjórnarskrárinnar og laga um þingsköp. Það er athyglisvert að núverandi ríkisendurskoðandi skuli blanda sér í lögfræðileg álitaefni nú ekki síst í ljósi þess sem segir í nýlegri skýrslu ríkisendurskoðandans um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Þar segir svo á bls. 3: „Það fellur utan hlutverks Ríkisendurskoðunar að taka afstöðu til ágreiningsefna um lagatúlkun og ber embættinu að gæta varúðar að álykta almennt um túlkun og skýringu laga, enda er öðrum aðilum falið það hlutverk að lögum,“ Svo virðist sem ríkisendurskoðandi hafi gleymt þessum augljósu staðreyndum þrátt fyrir að Íslandsbankaskýrslan sé einungis nokkurra vikna gömul. Ríkisendurskoðandi er þó fráleitt sá eini sem misst hefur minnið þegar fjallað er um málefni Lindarhvols. Ríkisendurskoðandi hefur auk þess minnst á að greinargerð setts ríkisendurskoðanda hafi verið ,,áframsend” til Alþingis. Annað hvort veit hann ekki betur eða hann fer vísvitandi með rangt mál. Ríkisendurskoðandi er þingkjörinn embættismaður og starfar í umboði þingsins. Það er ekki meðal verkefna hans að stýra störfum þingsins eða hafa áhrif á meðferð þingsins á þeim erindum sem ríkisendurskoðandi sendir Alþingi eða hafa uppi stórar skoðanir á athöfnum þingsins í einstaka málum. Þegar verkefni setts ríkisendurskoðanda ad hoc Sigurðar Þórðarsonar voru frá honum tekin árið 2018 sendi hann greinargerð um störf sín til: Forseta Alþingis (sem setti hann), Ríkisendurskoðunar, Fjármálaráðherra, Umboðsmanns Alþingis, Seðlabanka Íslands og stjórnar Lindarhvols. Forseti Alþingis tók við greinargerðinni fyrir hönd Alþingis, alls Alþingis. Greinargerðin var þannig ekki einka lettersbréf til Forseta þingsins og móttaka hans á erindinu var í nafni Alþingis. Forseti þingsins hefur ekki það hlutverk að ritrýna greinargerðir sem berast Alþingi. Slíkar greinargerðir eiga eina leið innan þings. Þær fara til Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til lögformlegrar yfirferðar og afgreiðslu. Þetta væri ríkisendurskoðanda hollt að gaumgæfa og þó maður hafi nokkra samúð með því að hann reyni að koma forseta þingsins til hjálpar í vonlítilli stöðu þá er það einfaldlega ekki hlutverk ríkisendurskoðanda. Honum er hins vegar í lófa lagið líkt og forseta þingsins að senda greinargerð setts ríkisendurskoðanda í sextíu og þremur eintökum í pósthólf Alþingismanna. Forveri ríkisendurskoðanda gerði lítið úr starfi setts ríkisendurskoðanda ad hoc opinberlega vitandi að settur gæti illa borið hönd fyrir höfuð sér. Það er ekki til eftirbreytni. Ríkisendurskoðanda líkt og öllum öðrum væri einnig hollt að bera saman vitnisburð í Héraðsdómi um Lindarhvol nýlega við blaðsíðu þá í skýrslu embættisins frá árinu 2020 hvar fjallað er um sölu á eignarhlut ríkisins í Klakka hf. Það er eins og að bera saman svart og hvítt. Ríkisendurskoðandi er hins vegar á algerum villigötum þegar hann reynir óumbeðinn að veita lögfræðiálit á einstöku álitaefnum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun