Veit ekki enn hvort honum hafi verið sagt upp Árni Sæberg skrifar 6. mars 2023 21:06 Haraldur Ingi Þorleifsson veit ekki hvort hann sé með vinnu eða ekki. Vísir/Vilhelm Haraldur Ingi Þorleifsson segist ekki enn vita hvort honum hafi verið sagt upp hjá samfélagsmiðlinum Twitter. Hann segir Elon Musk, forstjóra og eigenda fyrirtækisins, ekki hafa svarað sér síðan lokað var á aðgang hans að kerfum fyrirtækisins. Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans. Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Þetta segir Haraldur Ingi í færslu á Twitter, sem hann stílar á sjálfan Elon Musk, sem hefur verið gríðarlega virkur á eigin miðli undanfarna daga. „Fyrir níu dögum var lokað fyrir aðgang að vinnutölvunni minni, á sama tíma og um tvö hundrum starfsmenn Twitter lentu í því sama. Hins vegar hefur mannauðsstjórinn ekki getað staðfest hvort ég sé enn starfsmaður fyrirtækisins eða ekki. Þú hefur ekki svarað tölvupóstum frá mér,“ segir Haraldur Ingi. Dear @elonmusk 9 days ago the access to my work computer was cut, along with about 200 other Twitter employees.However your head of HR is not able to confirm if I am an employee or not. You've not answered my emails.Maybe if enough people retweet you'll answer me here?— Halli (@iamharaldur) March 6, 2023 Á dögunum var greint frá því að svo virtist sem Haraldi hefði verið sagt upp störfum hjá Twitter ásamt miklum fjölda annarra starfsmanna fyrirtækisins. „Tvö ár. Ég lærði sitthvað, eignaðist nýja vini og gerði margt gott; hló mikið og grét smá. Ég sé ekki eftir neinu,“ sagði Haraldur þá í tísti. Hann hefur starfað hjá samfélagsmiðlinum síðastliðin tvö ár eftir að hann seldi fyrirtækinu hönnunarfyrirtækið Ueno, sem hann stofnaði. Haraldur seldi Ueno til Twitter árið 2021 og samdi við félagið um að stærstur hluti kaupverðsins yrði greiddur með launagreiðslum svo hann gæti greitt skatta af sölunni á Íslandi. Kaupverðið hefur ekki verið gefið upp en talið er að það hafi hlaupið á milljörðum króna. Hvorki hefur náðst í Harald við vinnslu þessarar fréttar né fyrri frétta af mögulegum starfslokum hans.
Samfélagsmiðlar Twitter Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira