Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2023 21:20 Albert var frábær í kvöld. Twitter@GenoaCFC Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira