Fjórðungur stundar áhættudrykkju en 2.000 hafa hætt að reykja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2023 06:55 Daglegar reykingar eru algengastar hjá konum og körlum sem eru 55 ára og eldri. Getty Árið 2022 féll um það bil fjórðungur Íslendinga undir þá skilgreiningu að vera með skaðlegt neyslumynstur áfengis eða stunda svokallaða áhættudrykkju, um 27 prósent karla og 21 prósent kvenna. Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum Talnabrunni Landlæknisembættisins þar sem fjallað er um áfengis- og tóbaksnotkun. Upplýsingarnar byggja á rúmlega 10.000 svörum við könnun sem Gallup vann fyrir embættið. Áðurnefnd hlutföll þýða að um 33 þúsund karlar og 25 þúsund konur hafi verið með skaðlegt neyslumynstur áfengis árið 2022 en þetta er aukning frá fyrra ári þegar hlutföllin voru 25 prósent meðal karla og 20 prósent meðal kvenna. Áhættudrykkja er metin út frá svörum við þremur spurningum og áhættustig reiknuð út frá tíðni áfengisneyslu, fjölda drykkja og tíðni ölvunardrykkju. Í Talnabrunninum segir að árið 2018 hafi hlutfall þeirra sem var með skaðlegt neyslumynstur áfengis verið mun hærra en árin 2020 og 2022. Samkomutakmarkanir skýri samdráttinn að einhverju marki en eftir afléttingu þeirra virðist áhættudrykkja hafa aukist aftur. Um 68 prósent karla og 38 prósent kvenna urðu ölvuð einu sinni í mánuði árið 2022 og um 14 prósent svarenda sögðust verða ölvaðir einu sinni í viku eða oftar. Í Gallup könnuninni var einnig spurt um reykingar en í ljós kom að árið 2022 reyktu 9 prósent fullorðinna sígarettur. 6,2 prósent sögðust reykja daglega og 2,8 sjaldnar en daglega. „Til samanburðar reyktu 10,1% árið 2021, 7,2% daglega og 2,9% sjaldnar en daglega. Sá samdráttur milli 2021 og 2022 samsvarar því að um það bil tvö þúsund fullorðnir hafi hætt að reykja á síðastliðnu ári,“ segir í Talnabrunninum. Reykingar eru mun algengari í eldri aldurshópum en notkun á rafrettum jókst töluvert milli ára í yngri aldurshópum og er dagleg notkun meðal 18 til 34 ára um 14 prósent. Þá vekur athygli að verulega hefur dregið úr notkun á tóbaki í vör meðal fullorðinna en 1,3 prósent sögðust taka daglega í vörina árið 2022, samanborið við 5 prósent árið 2020. Notkun nikótínpúða hefur hins vegar aukist úr 10,1 prósent í 12,9 prósent.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira