Ekki vera feimin við að spyrja: Viltu að ég tali við þig á íslensku? Rakel Sveinsdóttir skrifar 8. mars 2023 07:01 Adriana Karolina Pétursdóttir er nýr formaður Mannauðs segir mikilvægt að fólk horfi ekki á starfsfólk af erlendum uppruna sem gesti sem hér séu tímabundið til að vinna um skamma hríð. Hingað vanti enn fleira hæft starfsfólk til starfa og því sé mikilvægt að hjálpa sem flestum að aðlagast vel íslensku samfélagi. Adriana var 12 ára þegar hún flutti til Íslands frá Póllandi. Vísir/Vilhelm Fleira hæft starfsfólk vantar erlendis frá til að vinna á Íslandi. „Viltu að ég tali við þig á íslensku? er spurning sem við eigum að vera óhrædd við að spyrja ef einhver sem vinnur með okkur er af erlendu bergi brotin. Því það getur verið krefjandi að byrja í nýju starfi, vera að kynnast samstarfsfólkinu, rétt að byrja að læra tungumálið og enda kannski með að tala við engan því maður fer alveg í hnút þegar allir tala við mann á íslensku,“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir, nýr formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Sem hvetur fólk og fyrirtæki til að vera duglegt að hugsa út fyrir boxið og vera opin í samskiptum þegar kemur að starfsfólki af erlendum uppruna. „Staðreyndin er sú að það vantar fleira hæft fólk hingað til vinnu. Í öllum atvinnugreinum. Til að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi eða vinnustöðunum okkar er oft ágætt að spyrja einfaldlega: Hvað hentar þér best? Og vera ekkert feimin við það.“ Ríflega 20% vinnuafls á Íslandi er starfsfólk af erlendu bergi brotið. Fyrirséð er að fleira fólk þarf að utan til að manna öll störf á Íslandi næstu árum. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um aðlögun og uppbyggingu fjölmenningavinnustaða. Vélaverkfræðingur í fiskvinnslu Adriana er sjálf pólsk en flutti hingað árið 1992 þegar hún var tólf ára. Móðir hennar, sem er lærður vélaverkfræðingur, hafði þá verið hér í um eitt ár. „Mamma var lærður vélaverkfræðingur en það var mikið atvinnuleysi þannig að hún sá fyrir okkur með því að starfa sem stærðfræði- og eðlisfræðikennari í Póllandi. Launin voru hins vegar ótrúlega lág og dugði ekki til framfærslu,“ segir Adriana. Nágrannakona í Póllandi sagði hins vegar frá því að það væri hægt að fara til Íslands og fá vinnu í fiski fyrir þúsund dollara á mánuði. Sem þótti engin smá upphæð! „Mamma kemur því hingað árið 1991, heillaðist strax af landinu og lífinu hér og kynnist fljótlega yndislegum manni. Þegar ég kom hingað um ári síðar, flutti ég til þeirra á Grundarfjörð.“ Adriana segist hafa verið svo heppin að eignast fljótt góðar vinkonur á Grundarfirði sem hjálpuðu henni mikið að komast inn í samfélagið og félagslífið. Hún féll hins vegar í samræmdu prófunum í íslensku og dönsku enda enga tækni að styðjast við og henni ætlað að taka samræmd próf án túlks né aðstoðar. „Ekki aðeins samræmd próf í íslensku heldur líka dönsku!“ segir Adriana og hlær. Hún segist lítið hafa kunnað í ensku þegar hún kom hingað 12 ára gömul. Enda hafi rússneska verið kennd lengi sem skyldunám í Póllandi. Enskan hafi þó tekið við um ári áður en hún kom hingað. Stærðfræðin reyndist henni einföldust, en tungumálaprófin erfiðari. Adriana fór síðar í FSU á Selfossi og var á viðskiptafræðibraut. Viðskipti heilluðu hana mikið og eftir nokkra ára pásu frá námi fór hún í Háskólann á Bifröst í viðskiptafræði sem hún kláraði 2012. Árið 2015 útskrifaðist hún svo með MIB í alþjóðaviðskiptum. Í dag starfar Adriana sem leiðtogi í starfsmannaþjónustu og staðgengill framkvæmdastjóra starfsmannasviðs hjá Rio Tinto á Íslandi. Hún hefur gengt því frá árinu 2016. Adriana segist gera ráð fyrir því að margt hafi breyst í skólakerfinu frá því að hún kom til landsins. Aðalmálið sé hins vegar það að horfa til allra þátta í samfélaginu þegar kemur að því að taka á móti og aðstoða fólk sem hingað kemur. Adriana talar fyrir því að sem flestir fái íslenskukennslu, helst á vinnutíma. Hins vegar þurfi líka að benda á að ekki öll störf krefjist þess að fólk þurfi að kunna íslensku. Þá byggi fjölmenningarsamfélag á því að fólk geti iðkað sína trú, siði og venjur óháð uppruna sínum eða menningarheimi. Að aðlagast íslensku samfélagi þurfi ekki að útiloka annað.Vísir/Vilhelm Hvenær þarf íslenskt að vera al-íslenskt? Adriana talar sjálf fyrir því að íslenskukennsla sé aðgengileg öllum sem koma hingað til að vinna og búa, helst á vinnutíma ef vinnutími er þannig að hægt er að skipuleggja slík námskeið. „Ég vil sjá kennsluna á vinnutíma eða með sambærilegum hætti eftir því hver hefðbundin vinnutími starfsfólks er. En það á ekki bara að ætlast til þess af atvinnulífinu að standa undir þessu. Stjórnvöld mega líka skoða hvernig þau geta komið að þessum málum. Því það hlýst svo margt gott af því að hjálpa fólki við að læra tungumálið.“ Að þessu sögðu, segir Adriana þó mikilvægt að alhæfa ekki um of um nauðsyn íslenskunnar. Það er staðreynd að ekki öll störf krefjast þess að við kunnum íslensku. Oft þarf þess hreinlega ekki eða að það hreinlega telst ekki mikilvægt atriði í samanburð við hæfni eða menntun. Á samfélagsmiðlunum ætlaði hins vegar allt um koll að keyra fyrir stuttu þegar Áslaug Arna ráðherra auglýsti starf án þess að fara fram á íslensku kunnáttuna. Fæstir pældu í því til hvers þyrfti að kunna íslensku í þessu starfi.“ Þá segir Adriana líka mikilvægt að fólk átti sig á því út á hvað fjölmenningarsamfélag gengur. „Ég mæli alltaf með því að fólk reyni að aðlagast sem best því samfélagi sem það kýs að búa í. Hvar sem er í heiminum. En þýðir það að við ætlum að þvinga fólk sem hingað kemur til að lifa samkvæmt íslenskum venjum? Eða leyfa því að halda í sína siði og hefðir?“ spyr Adriana og bætir við: ,,Fjölmenningarsamfélag veitir fólki svigrúm til að stunda sína trú og svo framvegis og það er alls ekki svo, að eitt útiloki alltaf annað. Sem dæmi nefni ég fjölskyldu sem samkvæmt sinni trú heldur ekki upp á jólin. En eru alltaf með smá hátíð heima um jólin, svona til að taka þátt og ekki síst til að leyfa börnunum sínum að vera þátttakendur í þeirri stemningu sem hér er vikurnar fyrir jól.“ Fræðsla er mikilvæg fyrir alla, hvort heldur í fyrirtækjum eða skólum. „Það er ekkert langt síðan ég heyrði í ungum manni sem er múslimi. Og sagðist enn stundum heyra því fleygt að hann væri terroristi. Faldir fordómar finnast nefnilega svo víða. Þess vegna er fræðsla svo mikilvæg.“ Adriana hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið þegar fólki er hjálpað til að aðlagast íslensku samfélagi. Sem dæmi nefnir hún íslenskukennslu sem fyrirtæki bauð starfsmönnum sínum upp á þar sem mátti koma með vin. Þar með opnaðist tækifæri fyrir fleiri að læra íslensku. Þá veltir hún fyrir sér hvort útfæra ætti Jafnlaunavottun þannig að hún komi almennt í veg fyrir mismunun en horfi ekki aðeins til kynjamismunar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Mannauður en ekki gestir Adriana hvetur fyrirtæki og stjórnvöld til að hugsa oftar út fyrir boxið þegar verið er að reyna að finna leiðir til að flýta fyrir aðlögun fólks af erlendum uppruna við íslenskt samfélag. „Geggjuð hugmynd sem ég heyrði um fyrirtæki sem bauð sínu fólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. Og viðkomandi mátti bjóða vini með. Sem mér finnst frábær hugmynd. Því þarna getur starfsmaður til dæmis boðið makanum sínum til að læra íslenskuna á sama tíma. Fyrirtækið var hvort eð er búið að kosta til kennslunna en helgun viðkomandi til náms gæti orðið meiri en ella. Ávinningur fyrir fyrirtækið og samfélagið.“ Þá segir Adriana einnig mega horfa til þess hvernig atvinnulífið og stjórnvöld mynda meira samstarf um íslenskukennslu. „Það er ekkert sjálfgefið að herja aðeins á fyrirtæki um aukna íslenskukennslu og það helst á vinnutíma. Það má alveg velta fyrir sér aðkomu stjórnvalda í þessu því það er ekkert síður hagur samfélagsins að fólk læri íslensku.“ Adriana segir líka gott að horfa svolítið á þau gildi og viðmið sem umræðan um fjölbreytileika kallar á. „Það má nefna Jafnlaunavottunina sem dæmi. Hún á að koma í veg fyrir mismunun kynja. En varla viljum við mismuna eftir þjóðerni, trú eða öðru. Þarna mætti velta fyrir sér hvort útfæra þyrfti vottunina þannig að hún almennt eigi að koma í veg fyrir mismunun.“ Eins þurfi að breyta ákveðnu viðhorfi sem enn ríkir hér víða gagnvart starfsfólki af erlendum uppruna. Nú þegar er rúmlega 20% vinnuafls á Íslandi af erlendu bergi brotnu og við þurfum fleiri hingað til landsins. Það er því mikilvægt að fólk hætti að horfa á starfsfólk sem kemur annars staðar frá, sem gesti sem hingað eru komin tímabundið til að vinna um skamma hríð. Hagur okkar allra er að hjálpa sem flestum að aðlagast samfélaginu hér sem best og tryggja okkur að fólk velji að vera hérna áfram því okkur vantar fólk til starfa.“ Íslensk tunga Innflytjendamál Mannauðsmál Starfsframi Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27 Adriana tekur við af Ásdísi Eir hjá Mannauði Adriana Karólína Pétursdóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ásdísi Eir Símonardóttur, mannauðsstjóra Lucinity, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár. 21. febrúar 2023 10:26 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Viltu að ég tali við þig á íslensku? er spurning sem við eigum að vera óhrædd við að spyrja ef einhver sem vinnur með okkur er af erlendu bergi brotin. Því það getur verið krefjandi að byrja í nýju starfi, vera að kynnast samstarfsfólkinu, rétt að byrja að læra tungumálið og enda kannski með að tala við engan því maður fer alveg í hnút þegar allir tala við mann á íslensku,“ segir Adriana Karolina Pétursdóttir, nýr formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Sem hvetur fólk og fyrirtæki til að vera duglegt að hugsa út fyrir boxið og vera opin í samskiptum þegar kemur að starfsfólki af erlendum uppruna. „Staðreyndin er sú að það vantar fleira hæft fólk hingað til vinnu. Í öllum atvinnugreinum. Til að hjálpa fólki að aðlagast íslensku samfélagi eða vinnustöðunum okkar er oft ágætt að spyrja einfaldlega: Hvað hentar þér best? Og vera ekkert feimin við það.“ Ríflega 20% vinnuafls á Íslandi er starfsfólk af erlendu bergi brotið. Fyrirséð er að fleira fólk þarf að utan til að manna öll störf á Íslandi næstu árum. Í dag og á morgun fjallar Atvinnulífið um aðlögun og uppbyggingu fjölmenningavinnustaða. Vélaverkfræðingur í fiskvinnslu Adriana er sjálf pólsk en flutti hingað árið 1992 þegar hún var tólf ára. Móðir hennar, sem er lærður vélaverkfræðingur, hafði þá verið hér í um eitt ár. „Mamma var lærður vélaverkfræðingur en það var mikið atvinnuleysi þannig að hún sá fyrir okkur með því að starfa sem stærðfræði- og eðlisfræðikennari í Póllandi. Launin voru hins vegar ótrúlega lág og dugði ekki til framfærslu,“ segir Adriana. Nágrannakona í Póllandi sagði hins vegar frá því að það væri hægt að fara til Íslands og fá vinnu í fiski fyrir þúsund dollara á mánuði. Sem þótti engin smá upphæð! „Mamma kemur því hingað árið 1991, heillaðist strax af landinu og lífinu hér og kynnist fljótlega yndislegum manni. Þegar ég kom hingað um ári síðar, flutti ég til þeirra á Grundarfjörð.“ Adriana segist hafa verið svo heppin að eignast fljótt góðar vinkonur á Grundarfirði sem hjálpuðu henni mikið að komast inn í samfélagið og félagslífið. Hún féll hins vegar í samræmdu prófunum í íslensku og dönsku enda enga tækni að styðjast við og henni ætlað að taka samræmd próf án túlks né aðstoðar. „Ekki aðeins samræmd próf í íslensku heldur líka dönsku!“ segir Adriana og hlær. Hún segist lítið hafa kunnað í ensku þegar hún kom hingað 12 ára gömul. Enda hafi rússneska verið kennd lengi sem skyldunám í Póllandi. Enskan hafi þó tekið við um ári áður en hún kom hingað. Stærðfræðin reyndist henni einföldust, en tungumálaprófin erfiðari. Adriana fór síðar í FSU á Selfossi og var á viðskiptafræðibraut. Viðskipti heilluðu hana mikið og eftir nokkra ára pásu frá námi fór hún í Háskólann á Bifröst í viðskiptafræði sem hún kláraði 2012. Árið 2015 útskrifaðist hún svo með MIB í alþjóðaviðskiptum. Í dag starfar Adriana sem leiðtogi í starfsmannaþjónustu og staðgengill framkvæmdastjóra starfsmannasviðs hjá Rio Tinto á Íslandi. Hún hefur gengt því frá árinu 2016. Adriana segist gera ráð fyrir því að margt hafi breyst í skólakerfinu frá því að hún kom til landsins. Aðalmálið sé hins vegar það að horfa til allra þátta í samfélaginu þegar kemur að því að taka á móti og aðstoða fólk sem hingað kemur. Adriana talar fyrir því að sem flestir fái íslenskukennslu, helst á vinnutíma. Hins vegar þurfi líka að benda á að ekki öll störf krefjist þess að fólk þurfi að kunna íslensku. Þá byggi fjölmenningarsamfélag á því að fólk geti iðkað sína trú, siði og venjur óháð uppruna sínum eða menningarheimi. Að aðlagast íslensku samfélagi þurfi ekki að útiloka annað.Vísir/Vilhelm Hvenær þarf íslenskt að vera al-íslenskt? Adriana talar sjálf fyrir því að íslenskukennsla sé aðgengileg öllum sem koma hingað til að vinna og búa, helst á vinnutíma ef vinnutími er þannig að hægt er að skipuleggja slík námskeið. „Ég vil sjá kennsluna á vinnutíma eða með sambærilegum hætti eftir því hver hefðbundin vinnutími starfsfólks er. En það á ekki bara að ætlast til þess af atvinnulífinu að standa undir þessu. Stjórnvöld mega líka skoða hvernig þau geta komið að þessum málum. Því það hlýst svo margt gott af því að hjálpa fólki við að læra tungumálið.“ Að þessu sögðu, segir Adriana þó mikilvægt að alhæfa ekki um of um nauðsyn íslenskunnar. Það er staðreynd að ekki öll störf krefjast þess að við kunnum íslensku. Oft þarf þess hreinlega ekki eða að það hreinlega telst ekki mikilvægt atriði í samanburð við hæfni eða menntun. Á samfélagsmiðlunum ætlaði hins vegar allt um koll að keyra fyrir stuttu þegar Áslaug Arna ráðherra auglýsti starf án þess að fara fram á íslensku kunnáttuna. Fæstir pældu í því til hvers þyrfti að kunna íslensku í þessu starfi.“ Þá segir Adriana líka mikilvægt að fólk átti sig á því út á hvað fjölmenningarsamfélag gengur. „Ég mæli alltaf með því að fólk reyni að aðlagast sem best því samfélagi sem það kýs að búa í. Hvar sem er í heiminum. En þýðir það að við ætlum að þvinga fólk sem hingað kemur til að lifa samkvæmt íslenskum venjum? Eða leyfa því að halda í sína siði og hefðir?“ spyr Adriana og bætir við: ,,Fjölmenningarsamfélag veitir fólki svigrúm til að stunda sína trú og svo framvegis og það er alls ekki svo, að eitt útiloki alltaf annað. Sem dæmi nefni ég fjölskyldu sem samkvæmt sinni trú heldur ekki upp á jólin. En eru alltaf með smá hátíð heima um jólin, svona til að taka þátt og ekki síst til að leyfa börnunum sínum að vera þátttakendur í þeirri stemningu sem hér er vikurnar fyrir jól.“ Fræðsla er mikilvæg fyrir alla, hvort heldur í fyrirtækjum eða skólum. „Það er ekkert langt síðan ég heyrði í ungum manni sem er múslimi. Og sagðist enn stundum heyra því fleygt að hann væri terroristi. Faldir fordómar finnast nefnilega svo víða. Þess vegna er fræðsla svo mikilvæg.“ Adriana hvetur fólk og fyrirtæki til að hugsa út fyrir boxið þegar fólki er hjálpað til að aðlagast íslensku samfélagi. Sem dæmi nefnir hún íslenskukennslu sem fyrirtæki bauð starfsmönnum sínum upp á þar sem mátti koma með vin. Þar með opnaðist tækifæri fyrir fleiri að læra íslensku. Þá veltir hún fyrir sér hvort útfæra ætti Jafnlaunavottun þannig að hún komi almennt í veg fyrir mismunun en horfi ekki aðeins til kynjamismunar.Vísir/Vilhelm Góðu ráðin: Mannauður en ekki gestir Adriana hvetur fyrirtæki og stjórnvöld til að hugsa oftar út fyrir boxið þegar verið er að reyna að finna leiðir til að flýta fyrir aðlögun fólks af erlendum uppruna við íslenskt samfélag. „Geggjuð hugmynd sem ég heyrði um fyrirtæki sem bauð sínu fólki upp á íslenskukennslu á vinnutíma. Og viðkomandi mátti bjóða vini með. Sem mér finnst frábær hugmynd. Því þarna getur starfsmaður til dæmis boðið makanum sínum til að læra íslenskuna á sama tíma. Fyrirtækið var hvort eð er búið að kosta til kennslunna en helgun viðkomandi til náms gæti orðið meiri en ella. Ávinningur fyrir fyrirtækið og samfélagið.“ Þá segir Adriana einnig mega horfa til þess hvernig atvinnulífið og stjórnvöld mynda meira samstarf um íslenskukennslu. „Það er ekkert sjálfgefið að herja aðeins á fyrirtæki um aukna íslenskukennslu og það helst á vinnutíma. Það má alveg velta fyrir sér aðkomu stjórnvalda í þessu því það er ekkert síður hagur samfélagsins að fólk læri íslensku.“ Adriana segir líka gott að horfa svolítið á þau gildi og viðmið sem umræðan um fjölbreytileika kallar á. „Það má nefna Jafnlaunavottunina sem dæmi. Hún á að koma í veg fyrir mismunun kynja. En varla viljum við mismuna eftir þjóðerni, trú eða öðru. Þarna mætti velta fyrir sér hvort útfæra þyrfti vottunina þannig að hún almennt eigi að koma í veg fyrir mismunun.“ Eins þurfi að breyta ákveðnu viðhorfi sem enn ríkir hér víða gagnvart starfsfólki af erlendum uppruna. Nú þegar er rúmlega 20% vinnuafls á Íslandi af erlendu bergi brotnu og við þurfum fleiri hingað til landsins. Það er því mikilvægt að fólk hætti að horfa á starfsfólk sem kemur annars staðar frá, sem gesti sem hingað eru komin tímabundið til að vinna um skamma hríð. Hagur okkar allra er að hjálpa sem flestum að aðlagast samfélaginu hér sem best og tryggja okkur að fólk velji að vera hérna áfram því okkur vantar fólk til starfa.“
Íslensk tunga Innflytjendamál Mannauðsmál Starfsframi Stjórnun Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Góðu ráðin Tengdar fréttir Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27 Adriana tekur við af Ásdísi Eir hjá Mannauði Adriana Karólína Pétursdóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ásdísi Eir Símonardóttur, mannauðsstjóra Lucinity, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár. 21. febrúar 2023 10:26 Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00 „Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01 Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00 Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Hlutfall innflytjenda af starfandi hefur fjórfaldast Árið 2022 voru að jafnaði um 217.600 manns á vinnumarkaði samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn. Af þeim voru rúmlega 209.400 starfandi og um 8.100 án vinnu og í atvinnuleit. 2. mars 2023 10:27
Adriana tekur við af Ásdísi Eir hjá Mannauði Adriana Karólína Pétursdóttir var kjörin formaður Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ásdísi Eir Símonardóttur, mannauðsstjóra Lucinity, sem hefur verið formaður félagsins undanfarin þrjú ár. 21. febrúar 2023 10:26
Algengt að fólk breyti nöfnum sínum eða taki útlenskt nafn af ferilskrá „Mér finnst of algengt að vinnuveitendur horfi framhjá umsóknum fólks með útlenskt nafn og ákveði hreinlega fyrirfram að þetta sé einhver sem talar ekki ensku eða íslensku. Þetta á sérstaklega við um umsóknir fyrir stærri störf eða skrifstofustörf,“ segir Monika K. Waleszczynska ráðgjafi hjá Attentus. 28. september 2022 07:00
„Dæmi eru til um að læknir sé að skúra“ „Mér finnst svo mikil synd að við séum ekki að nýta þann mannauð sem kemur til Íslands. Árið 2018 sáum við til dæmis á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal starfsfólks velferðarsviðs Reykjavíkurborgar að 48% starfsfólks af erlendum uppruna starfar í ófaglærðum störfum en er háskólamenntað ,“ segir Irina S. Ogurtsova mannauðsráðgjafi hjá Reykjavíkurborg. 29. september 2022 07:01
Stjórnvöld verða að fara að hlusta og atvinnulífið að verða háværara „Við þurfum að taka meira pláss og verða háværari. Það er hreinlega orðið aðkallandi fyrir atvinnulífið að menntastefnan og þarfir atvinnulífsins fari að falla betur saman,“ segir Hildur Elín Vignir stjórnarkona í Mannauði, félags mannauðsfólks á Íslandi. 6. október 2022 07:00