Musk eyddi tísti um að Haraldur væri „sá versti“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. mars 2023 21:42 Haraldur Þorleifsson og Elon Musk hafa átt í ritdeilum í dag. Vísir/Vilhelm/Getty Auðjöfurinn og eigandi Twitter, Elon Musk, eyddi fyrr í dag tísti þar sem hann segir Harald Þorleifsson, frumkvöðul og fyrrum starfsmann Twitter, „þann versta“. „Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu. Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Hann er sá versti, afsakið,“ segir í tísti Musk sem nú hefur verið eytt. Rúm hálf milljón hafði séð tístið áður en því var eytt. Fréttamaður BBC birtir skjáskot af tístinu á Twitter: NEW: Elon Musk had deleted a tweet, calling a recently fired employee (who had muscular dystrophy) "The worst". It had already been viewed half a million times. Here's the screengrab: pic.twitter.com/92123j9xB3— James Clayton (@JamesClayton5) March 7, 2023 Mikið hefur verið fjallað um ritdeilur þeirra Haraldar og Elon Musk í dag sem hófust með því að Haraldur spurði Musk hvort hann væri í raun rekinn frá fyrirtækinu eða ekki. Haraldur hefur einnig spurt Musk hvort hann fái örugglega ekki greitt vegna uppsagnarinnar samkvæmt ráðningarsamningi. Búist er við að brottrekstur Haraldar muni reynast fyrirtækinu dýrkeyptur. Í tísti sínu í dag skýtur Haraldur föstum skotum á Elon Musk. Segist hann eiga tvö börn sem hann hitti á hverjum degi. „Ég mæli með því,“ skrifar Haraldur en Elon Musk á sjálfur 10 börn með þremur konum. Hann er einnig þrífráskilinn. Í framhaldinu beinir Haraldur sjónum sínum að ummælum Musk um að Haraldur sé „sjálfstætt ríkur“ (e. independently wealthy). Haraldur segir fyrirtæki sitt hafa vaxið hratt og þénað mikla peninga. „Ég býst við því að þú eigir við það þegar þú segir að ég sé sjálfstætt ríkur? Að ég hafi sjálfur byggt upp minn auð, andstætt því að erfa smaragðsnámu,“ skrifar Haraldur og vísar til þess að faðir Musk hafi sjálfur verið auðmaður í Suður-Afríku og átt þar námu.
Twitter Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48 Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Fylgjendatölur Haraldar rjúka upp Á síðasta sólarhring hefur Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og fyrrum starfsmaður Twitter, bætt við sig rúmlega 70 þúsund fylgjendum á samfélagsmiðlinum. 7. mars 2023 20:48
Elon Musk hafi stigið í taktíska gildru Haraldar Almannatengill og æskuvinur Haraldar Þorleifssonar, stofnanda Ueno og fyrrum starfsmanns Twitter, segir að Elon Musk, eigandi Twitter, hafi gengið í gildru með því að svara færslum Haraldar. 7. mars 2023 17:13