Eigandi Liverpool segir að félagið muni eyða „skynsamlega“ í leikmenn í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2023 11:01 John W. Henry og eiginkona hans Linda Pizzuti Henry með Jürgen Klopp. Getty/Michael Regan Þeir stuðningsmenn Liverpool sem vonuðust eftir stórum leikmannakaupum hjá félaginu í sumar verða að stilla væntingum sínum í hóf. John Henry, eigandi félagsins, segir að stefnan sé að fjárfesta í leikmönnum eftir tímabilið en það sé ekki von á miklum breytingum frá hegðun félagsins á markaðnum síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. EXCLUSIVE: Liverpool owner John Henry tells me about FSG's long-term commitment to Reds and future plans.https://t.co/vP0q0vRF7I— Dave Powell (@_DavePowell) March 7, 2023 Liverpool átti möguleika á því að vinna fjóra titla á síðasta tímabili og vann þá tvo bikara. Það hefur lítið gengið á þessu tímabili en eftir 7-0 sigur á Manchester United í síðasta leik á félagið enn möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool er samt 21 stigi á eftir toppliði Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru flestir mjög pirraðir yfir því hversu lítinn stuðning knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur fengið á félagsskiptamarkaðnum. Henry ræddi stöðuna við Liverpool Echo og lagði áherslu á það að sýna skynsemi í leikmannakaupum. „Við höfum séð mörg fótboltafélög [líka Liverpool] eyða fram úr hófi,“ sagði John Henry. „Við höfum og munum halda áfram að einbeita okkur að því að eyða skynsamlega á leikmannamarkaðnum og erum áfram mjög stolt af leikmannahópi okkar í dag,“ sagði Henry. John Henry: We continue building at Liverpool Football Club in a responsible manner." [@LivEchoLFC] pic.twitter.com/jlRelhOI6F— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 7, 2023 „Á saman tíma höldum við áfram að fjárfesta í æfingaaðstöðunni hjá okkur, í aðalstúkunni og eins og er í Anfield Road stúkunni,“ sagði Henry. Eigendur Liverpool eru að leita sér að nýjum fjárfestum en hafa útilokað það að félagið verði selt eins og slegið var upp fyrr á leiktíðinni. Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira
John Henry, eigandi félagsins, segir að stefnan sé að fjárfesta í leikmönnum eftir tímabilið en það sé ekki von á miklum breytingum frá hegðun félagsins á markaðnum síðan að Fenway Sports Group eignaðist félagið. EXCLUSIVE: Liverpool owner John Henry tells me about FSG's long-term commitment to Reds and future plans.https://t.co/vP0q0vRF7I— Dave Powell (@_DavePowell) March 7, 2023 Liverpool átti möguleika á því að vinna fjóra titla á síðasta tímabili og vann þá tvo bikara. Það hefur lítið gengið á þessu tímabili en eftir 7-0 sigur á Manchester United í síðasta leik á félagið enn möguleika á að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Liverpool er samt 21 stigi á eftir toppliði Arsenal og stuðningsmenn félagsins eru flestir mjög pirraðir yfir því hversu lítinn stuðning knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp hefur fengið á félagsskiptamarkaðnum. Henry ræddi stöðuna við Liverpool Echo og lagði áherslu á það að sýna skynsemi í leikmannakaupum. „Við höfum séð mörg fótboltafélög [líka Liverpool] eyða fram úr hófi,“ sagði John Henry. „Við höfum og munum halda áfram að einbeita okkur að því að eyða skynsamlega á leikmannamarkaðnum og erum áfram mjög stolt af leikmannahópi okkar í dag,“ sagði Henry. John Henry: We continue building at Liverpool Football Club in a responsible manner." [@LivEchoLFC] pic.twitter.com/jlRelhOI6F— Anfield Edition (@AnfieldEdition) March 7, 2023 „Á saman tíma höldum við áfram að fjárfesta í æfingaaðstöðunni hjá okkur, í aðalstúkunni og eins og er í Anfield Road stúkunni,“ sagði Henry. Eigendur Liverpool eru að leita sér að nýjum fjárfestum en hafa útilokað það að félagið verði selt eins og slegið var upp fyrr á leiktíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Fleiri fréttir West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Sjá meira