Innlent

Öllum starfs­mönnum List­dans­skóla Ís­lands sagt upp

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Guðmundur segir framtíð listadansnáms á Íslandi í hættu.
Guðmundur segir framtíð listadansnáms á Íslandi í hættu. Getty

Öllum fastráðnum starfsmönnum Listdansskóla Íslands hefur verið sagt upp og framtíð skólans er í óvissu. Skólastjórinn segir skólann hafa átt í fjárhagslegum erfiðleikum en vonir standa til að hægt verði að tryggja áframhaldandi rekstur.

Frá þessu er greint í Morgunblaðinu.

Listdansskólinn var stofnaður við Þjóðleikhúsið árið 1952 en Listaháskólinn tók við rekstrinum árið 2006. Frá 2018 hefur skólinn verið rekinn sem sjálfseignarstofnun.

„Þetta er elsti starfandi listdansskóli í landinu. Við höfum alið upp ansi marga danslistamenn,“ segir skólastjórinn Guðmundur Helgason, sem hefur verið við stjórnvölinn í áratug. 

Hann segir ríkið hafa stutt við framhaldsnám skólans en engir fjármunir hafi fengist með grunnáminu. Hann kallar eftir því að stutt verði við dansskóla líkt og tónlistarskóla, þannig að ríkið styrki framhaldsnámið en sveitarfélögin grunnnámið.

Guðmundur segist hafa fengið þau svör frá stjórnvöldum að málið sé í skoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×