Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 64-85 | Keflavík styrkti stöðu sína á toppnum með stórsigri Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 00:16 Karina Denislavova Kontantinova, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Efstu liðin í Subway-deild kvenna í körfubolta áttust við í Ólafssal í Hafnarfirði þegar Haukar og Keflavík mættust. Keflavík vann verðskuldaðan 21 stiga sigur. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-20. Leikurinn var í jafnvægi og ekkert virtast benda til annars en jafns leiks. Snemma leiks misstu heimakonur Emmu Sóldísi af velli þegar hún snéri á sér ökklan. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í öðrum leikhluta en í seinni hlutanum tók Keflvík öll völd, völd sem Suðurnesjaliðið átti ekki eftir að láta af hendi. Þegar liðin gengu til búningsklefa að fyrri hálfleik loknum var staðan 32-40. Fljótlega í seinni hálfleik var munurinn orðinn 18 stig og Keflavík herti tökin hægt og rólega. Þegar þriðji leikhluti var allur hafði Keflavík aukið forystu sína í 25 stig. Staðan orðin 42-67 fyrir Keflavík og Haukar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þessi 25 stiga forysta sem Haukar þurftu að brúa var greinilega of mikil og því fór sem fór. Af hverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur skóp sigurinn. Þær settu boltamann undir mikla pressu varnarlega. Haukar áttu erfitt með að bregðast við því og voru oftar en ekki neyddar í erfið skot. Gestirnir gerðu Haukum einnig erfitt fyrir á hinum enda vallarins með frábærum sóknarleik. Hverjir stóðu upp úr? Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær. Skoraði 30 stig og fór fyrir liði sínu, sérstaklega sóknarlega. Ekki má gleyma Daniela Wallen Morillo sem skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Frábær á báðum endum vallarins. Hjá Haukum voru Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Breeanne Robinson bestar. Lovísa skoraði 16 stig og tók þrjú fráköst. Keira skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og var með 11 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að verjast góðum sóknarleik Keflvíkinga. Of oft fengu gestirnir að rölta inn í teiginn óáreittar. Haukum gekk einnig illa með sterkann varnarleik gestanna og enduðu oft á erfiðum skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gerist næst? Haukar spila við Grindavík í HS Orku-höllinni miðvikudaginn 15.mars klukkan 19:15. Keflavík fer í Ljónagryfjuna og mætir Njarðvík mánudaginn 12.mars klukkan 19:15. Bjarni Magússon: „Kemur á óvart hvað við vorum flatar í þessum leik“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.VÍSIR/VILHELM Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki sáttur eftir leik og fannst sitt lið vera andlaust alveg frá byrjun. Hann vildi meina að Keflavík hafi verið betra á öllum sviðum leiksins. „Það var mikil deyfð yfir þessu. Ég myndi skilja það ef við værum nýbúin að spila leik og værum þreyttar en við erum búnar að fá góða hvíld á milli leikja. Það er ekki skýringin. Þetta kemur rosalega á óvart hvað við vorum flatar í þessum leik. Ég er svekktur yfir því.“ Keflavík spilaði fast og Bjarna fannst hans lið ekki takast vel á við það. „Þegar það er lamið aðeins á okkur. Það var ekki einusinni lamið. Þær spiluðu bara fast á okkur og við gáfum bara eftir. Það er veikleiki í okkar leik. Stundum þegar við náum að svara því erum við að spila vel. Of oft erum við koðna niður sem er ekki gott rétt fyrir úrslitakeppnina. Við verðum öll að taka það til okkar og vera sterkari andlega.“ Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, fór meidd af velli snemma leiks og bætist í hóp nokkurra leikmanna á meiðslalista Hauka. „Því miður leit þetta ekki vel út. Ég vona að þetta sé ekki enn eitt nafnið sem er lengi frá." „Emma dettur út í fyrsta leikhluta. Ég vona að það sé ekki alvarlegt. Auðvitað söknum við Evu, hún hefur verið lykilleikmaður hjá okkur í vetur. Auðvitað söknum við Helenu en hún er ekkert búin að spila í vetur. Við söknum Jönu mikið. Við erum ekkert að tala um það á milli leikja. Þetta er liðið sem kemur í leikinn í dag og hefðum átt að gera miklu betur. Bæði varnarlega og sóknarlega. Við fáum lítið framlag frá Keira. Við skjótum ekki vel. Tinna ekki góð. Svo fær Birna bara að gera það sem hún vill. Nánast Daniela líka. Það er enginn kontakt og engin barátta.“ Hörður Axel Vilhjálmsson: „Um leið og það kemur verður þetta ansi þétt" Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/VILHELM „Það voru mjög margir þættir sem gengu vel. Varnarlega virkilega þétt. Þær náðu aldrei að sækja almennilega á körfuna. Þær voru mikið í kringum þriggja stiga línuna, eitthvað sem við ætluðum að gera. Það tókst vel upp og hjálpin kom á réttum stöðum þar sem við vildum fá hana. Til að þröngva boltanum aftur út. Í stað þess að þær ná að sækja inn í teiginn okkar.“ Hörður er meðvitaður um að hans lið þurfi að halda einbeitingu þrátt fyrir frábært gengi hingað til. „Við eigum næst leik á móti Njarðvík. Svo eigum við Val. Þrír hörku leikir í röð. Sem er gott fyrir okkur á þessum tímapunkti. Byrjum á Njarðvík. Einn leikur í einu. Þetta lítur vel út en á sama tíma er þetta fljótt að fara í hina áttina ef maður er ekki einbeittur og hugsar um þá hluti sem skipta máli.“ Það er ekki margt að leik Keflavíkur en Hörður vill betri þriðju hjálp í vörn. „Ég sagði það strax inni í klefa að það væru tveir til þrír hlutir sem við getum gert betur. Sem opnaði vörnina okkar til dæmis. Þriðja hjálpin var nógu aggressív. Um leið og það kemur þá verður þetta ansi þétt.“ Birna Valgerður: „Datt allt ofan í hjá mér" Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur.Vísir/VILHELM Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 30 stig fyrir Keflavík gegn Haukum í Subway-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Spilamennska hennar var stórkoslegur. Þrátt fyrir það vildi hún ekki taka of mikinn heiður fyrir sigrinum heldur benti á liðið í heild sinni. „Þetta byrjaði mjög jafnt, vorum aðeins að skiptast á tímabili. Svo gáfum við aðeins í og náðum að halda því mjög vel áfram í gegnum leikinn,“ sagði Birna. Hún var mjög sátt með leik síns liðs og vildi ekki meina að það hafi verið neitt sérstakt sem skóp stóran sigur þeirra. „Nei í raun bara allur leikurinn. Við spiluðum saman og gerðum vel í dag.“ Hógværðin var uppmáluð þegar Birna var spurð út í eigin frammistöðu. „Þetta var ógeðslega skemmtilegur leikur. Ég var heppin í skotunum, það datt allt ofan í hjá mér á tímabili.“ Birna og félagar einbeita sér að næsta leik „Bara halda áfram. Nú förum við að einbeita okkur að næsta leik. Við gerum þetta saman sem lið. Ég ætla ekkert að einbeita mér að sjálfri mér beint," sagði Birna að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Keflavík ÍF
Efstu liðin í Subway-deild kvenna í körfubolta áttust við í Ólafssal í Hafnarfirði þegar Haukar og Keflavík mættust. Keflavík vann verðskuldaðan 21 stiga sigur. Að loknum fyrsta leikhluta var staðan 22-20. Leikurinn var í jafnvægi og ekkert virtast benda til annars en jafns leiks. Snemma leiks misstu heimakonur Emmu Sóldísi af velli þegar hún snéri á sér ökklan. Jafnræði var með liðunum til að byrja með í öðrum leikhluta en í seinni hlutanum tók Keflvík öll völd, völd sem Suðurnesjaliðið átti ekki eftir að láta af hendi. Þegar liðin gengu til búningsklefa að fyrri hálfleik loknum var staðan 32-40. Fljótlega í seinni hálfleik var munurinn orðinn 18 stig og Keflavík herti tökin hægt og rólega. Þegar þriðji leikhluti var allur hafði Keflavík aukið forystu sína í 25 stig. Staðan orðin 42-67 fyrir Keflavík og Haukar vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þessi 25 stiga forysta sem Haukar þurftu að brúa var greinilega of mikil og því fór sem fór. Af hverju vann Keflavík? Varnarleikur Keflavíkur skóp sigurinn. Þær settu boltamann undir mikla pressu varnarlega. Haukar áttu erfitt með að bregðast við því og voru oftar en ekki neyddar í erfið skot. Gestirnir gerðu Haukum einnig erfitt fyrir á hinum enda vallarins með frábærum sóknarleik. Hverjir stóðu upp úr? Birna Valgerður Benónýsdóttir var frábær. Skoraði 30 stig og fór fyrir liði sínu, sérstaklega sóknarlega. Ekki má gleyma Daniela Wallen Morillo sem skoraði 24 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Frábær á báðum endum vallarins. Hjá Haukum voru Lovísa Björt Henningsdóttir og Keira Breeanne Robinson bestar. Lovísa skoraði 16 stig og tók þrjú fráköst. Keira skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og var með 11 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Haukum gekk illa að verjast góðum sóknarleik Keflvíkinga. Of oft fengu gestirnir að rölta inn í teiginn óáreittar. Haukum gekk einnig illa með sterkann varnarleik gestanna og enduðu oft á erfiðum skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Hvað gerist næst? Haukar spila við Grindavík í HS Orku-höllinni miðvikudaginn 15.mars klukkan 19:15. Keflavík fer í Ljónagryfjuna og mætir Njarðvík mánudaginn 12.mars klukkan 19:15. Bjarni Magússon: „Kemur á óvart hvað við vorum flatar í þessum leik“ Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.VÍSIR/VILHELM Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ekki sáttur eftir leik og fannst sitt lið vera andlaust alveg frá byrjun. Hann vildi meina að Keflavík hafi verið betra á öllum sviðum leiksins. „Það var mikil deyfð yfir þessu. Ég myndi skilja það ef við værum nýbúin að spila leik og værum þreyttar en við erum búnar að fá góða hvíld á milli leikja. Það er ekki skýringin. Þetta kemur rosalega á óvart hvað við vorum flatar í þessum leik. Ég er svekktur yfir því.“ Keflavík spilaði fast og Bjarna fannst hans lið ekki takast vel á við það. „Þegar það er lamið aðeins á okkur. Það var ekki einusinni lamið. Þær spiluðu bara fast á okkur og við gáfum bara eftir. Það er veikleiki í okkar leik. Stundum þegar við náum að svara því erum við að spila vel. Of oft erum við koðna niður sem er ekki gott rétt fyrir úrslitakeppnina. Við verðum öll að taka það til okkar og vera sterkari andlega.“ Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir, fór meidd af velli snemma leiks og bætist í hóp nokkurra leikmanna á meiðslalista Hauka. „Því miður leit þetta ekki vel út. Ég vona að þetta sé ekki enn eitt nafnið sem er lengi frá." „Emma dettur út í fyrsta leikhluta. Ég vona að það sé ekki alvarlegt. Auðvitað söknum við Evu, hún hefur verið lykilleikmaður hjá okkur í vetur. Auðvitað söknum við Helenu en hún er ekkert búin að spila í vetur. Við söknum Jönu mikið. Við erum ekkert að tala um það á milli leikja. Þetta er liðið sem kemur í leikinn í dag og hefðum átt að gera miklu betur. Bæði varnarlega og sóknarlega. Við fáum lítið framlag frá Keira. Við skjótum ekki vel. Tinna ekki góð. Svo fær Birna bara að gera það sem hún vill. Nánast Daniela líka. Það er enginn kontakt og engin barátta.“ Hörður Axel Vilhjálmsson: „Um leið og það kemur verður þetta ansi þétt" Hörður Axel Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur.Vísir/VILHELM „Það voru mjög margir þættir sem gengu vel. Varnarlega virkilega þétt. Þær náðu aldrei að sækja almennilega á körfuna. Þær voru mikið í kringum þriggja stiga línuna, eitthvað sem við ætluðum að gera. Það tókst vel upp og hjálpin kom á réttum stöðum þar sem við vildum fá hana. Til að þröngva boltanum aftur út. Í stað þess að þær ná að sækja inn í teiginn okkar.“ Hörður er meðvitaður um að hans lið þurfi að halda einbeitingu þrátt fyrir frábært gengi hingað til. „Við eigum næst leik á móti Njarðvík. Svo eigum við Val. Þrír hörku leikir í röð. Sem er gott fyrir okkur á þessum tímapunkti. Byrjum á Njarðvík. Einn leikur í einu. Þetta lítur vel út en á sama tíma er þetta fljótt að fara í hina áttina ef maður er ekki einbeittur og hugsar um þá hluti sem skipta máli.“ Það er ekki margt að leik Keflavíkur en Hörður vill betri þriðju hjálp í vörn. „Ég sagði það strax inni í klefa að það væru tveir til þrír hlutir sem við getum gert betur. Sem opnaði vörnina okkar til dæmis. Þriðja hjálpin var nógu aggressív. Um leið og það kemur þá verður þetta ansi þétt.“ Birna Valgerður: „Datt allt ofan í hjá mér" Birna Valgerður Benónýsdóttir, leikmaður Keflavíkur.Vísir/VILHELM Birna Valgerður Benónýsdóttir skoraði 30 stig fyrir Keflavík gegn Haukum í Subway-deild kvenna á Ásvöllum í kvöld. Spilamennska hennar var stórkoslegur. Þrátt fyrir það vildi hún ekki taka of mikinn heiður fyrir sigrinum heldur benti á liðið í heild sinni. „Þetta byrjaði mjög jafnt, vorum aðeins að skiptast á tímabili. Svo gáfum við aðeins í og náðum að halda því mjög vel áfram í gegnum leikinn,“ sagði Birna. Hún var mjög sátt með leik síns liðs og vildi ekki meina að það hafi verið neitt sérstakt sem skóp stóran sigur þeirra. „Nei í raun bara allur leikurinn. Við spiluðum saman og gerðum vel í dag.“ Hógværðin var uppmáluð þegar Birna var spurð út í eigin frammistöðu. „Þetta var ógeðslega skemmtilegur leikur. Ég var heppin í skotunum, það datt allt ofan í hjá mér á tímabili.“ Birna og félagar einbeita sér að næsta leik „Bara halda áfram. Nú förum við að einbeita okkur að næsta leik. Við gerum þetta saman sem lið. Ég ætla ekkert að einbeita mér að sjálfri mér beint," sagði Birna að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum