Sport

Björgvin Páll: Versta færanýting sem ég man eftir

Hjörvar Ólafsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson varði vel í marki íslenska liðsins. 
Björgvin Páll Gústavsson varði vel í marki íslenska liðsins.  Vísir/Vilhelm

Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska karlalandsliðsins í handbolta, segir að það mega ekki taka meira en eina kvöldstund að pirra sig á slæmri frammistöðu liðsins gegn Tékklandi í leik liðanna í undankeppni EM 2024 í Brno í kvöld. 

„Mér er drullu sama hvort ég verji 10, 20 eða 30 bolta. Það pirrar mig alltaf jafn mikið að tapa og ná ekki að sýna betri frammistöðu og við gerðum í kvöld. Mér fannst við svo sem spila sóknarleikinn en ég man ekki í fljótu bragði eftir verri færanýtingu hjá íslenska landsliðinu," sagði Björgvin Páll Gústavsson í samtali við RÚV eftir 22-17 tap íslenska liðsins. 

„Við erum búnir að grafa okkur ofan í holu og nú er það bara verkefnið fyrir leikinn á sunnudaginn að komast upp úr henni. Við getum verið pirraðir á hótelinu í kvöld í smástund en svo þurfum við bara að horfa á leikinn aftur og læra af því sem miður fór í þessum leik," sagði Björgvin Páll enn fremur. 

„Það jákvæða er að við náðum að klóra í bakkann og koma í veg fyrir stærra tap. Það stefndi í 10 marka tap á tímabili en við náðum að minnka þetta niður í fimm og það er vel gerlegt að ná að vinna þá með meira en fimm mörkum á heimavelli á sunnudaginn og koma okkur á topp riðilsins," sagði markvörðurinn um framhaldið. 

Íslenska liðið var 21-13 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af leiknum en þá hafði liðið skorað þrjú mörk á fyrstu 25 mínútu  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×