Íslenski boltinn

FH hreppir Rosenörn og Kötlu

Sindri Sverrisson skrifar
Mathias Rosenörn og Katla María Þórðardóttir hafa nú bæði verið boðin velkomin í Krikann.
Mathias Rosenörn og Katla María Þórðardóttir hafa nú bæði verið boðin velkomin í Krikann. @fhingar

FH-ingar hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir bæði karla- og kvennalið sitt fyrir komandi átök í Bestu deildunum.

Markvörðurinn Mathias Rosenörn skrifaði undir tveggja ára samning við FH en hann kemur frítt til félagsins eftir að hafa lítið spilað með Stjörnunni á síðustu leiktíð.

Rosenörn hefur þegar verið tvö ár á Íslandi en hann varði mark Keflvíkinga í Bestu deildinni árið 2023.

Áður varð Rosenörn færeyskur meistari tvö ár í röð með KÍ en hann hóf ferilinn heima í Danmörku.

Sindri Kristinn Ólafsson hefur verið aðalmarkvörður FH síðustu tvö ár og er með samning við félagið sem gildir út þetta ár.

FH hefur einnig fengið Kötlu Maríu Þórðardóttur sem snýr nú heim til Íslands úr atvinnumennsku með Örebro í Svíþjóð.

Katla María er uppalin hjá Keflavík en lék einnig með Fylki og Selfossi hér á landi áður en hún hélt til Svíþj´poðar eftir tímabilið 2023.

Katla María, sem á að baki einn A-landsleik, hefur spilað 79 leiki í efstu deild hér á landi og skorað fjögur mörk.

Líkt og Rosenörn skrifaði þessi öflugi varnar- og miðjumaður undir samning til tveggja ára við FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×