Neytendur

Inn­kalla Jel­ly straws vegna ó­lög­legra auka­efna

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Neytendum sem hafa keypt vöruna er ráðlagt að neyta hennar ekki, heldur farga eða skila.
Neytendum sem hafa keypt vöruna er ráðlagt að neyta hennar ekki, heldur farga eða skila. Matvælastofnun

Matvælastofnun varar við neyslu á sælgætinu Jelly Straws vegna ólöglegra aukaefna. Þá er einnig talin hætta á köfnun barna við neyslu vörunnar. 

Frá þessu er greint í tilkynningu á vef Matvælastofnunar. Þar kemur fram að ólöglegu aukaefnin séu E407 og E410.

Jelly Straws hafa notið mikilla vinsælda hjá yngri kynslóðinni undanfarið en fyrirtækið Lagsmiður (fiska.is) flytur inn og selur vöruna. 

Neytendum sem hafa keypt vöruna er ráðlagt að neyta hennar ekki, heldur farga eða skila. 


Vörumerki: ABC

Vöruheiti: Jelly straws

Best fyrir: Allar lotur / dagsetningar

Nettómagn: 260g og 1000g

Geymsluskilyrði: Þurrvara

Framleiðandi: Tsang Lin Industries Corp

Framleiðsluland: Taiwan

Innflytjandi og dreifing:

- Lagsmaður/Fiska.is Nýbýlavegi 6, Kópavogur

- Kína Panda, Hafnargötu 90, Keflavík

Matvælastofnun hefur innkallað sælgætið Jelly Straws.Matvælastofnun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×