Húsnæðismarkaðurinn, Framsókn og Hafnarfjörður Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar 9. mars 2023 22:00 Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Árni Rúnar Þorvaldsson Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar hægri höndin veit ekki hvað sú vinstri gerir er það til marks um ráða- og stefnuleysi. Þessi orð leituðu á mig þegar ég las grein Ágústs Bjarna Garðarssonar, þingsmanns Framsóknarflokksins og fyrrum bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, á Vísi fyrr í vikunni. Þar lýsti þingmaðurinn þungum áhyggjum sínum af húsnæðismálum og mestar áhyggjur hafði hann af stöðu ungs fólks á húsnæðismarkaði. Hann fór yfir erfiðar og óhagstæðar efnahagsaðstæður eins og verðbólgu í tveggja stafa tölu og vexti í hæstu hæðum. Ríkisstjórninni hafa verið mislagðar hendur í efnahagsmálum og fólk finnur það á eigin skinni. Að mati þingmannsins er þó ein vonarglæta í myrkrinu og það eru aðgerðir innviðaráðherra, formanns Framsóknarflokksins. Sú vonarglæta felst í því að rammasamningur innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við sveitarfélögin muni skapa meiri fyrirsjáanleika í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Því skýtur það skökku við að flokksfélagar þingmannsins í samvinnu við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í heimbæ hans, Hafnarfirði, hafi í byrjun febrúar fellt tillögu Samfylkingarinnar í bæjarstjórn um gerð rammasamkomulags við ríkið um húsnæðisuppbyggingu. Þarna fer ekki saman hljóð og mynd og Framsókn talar tungum tveim, með einni á þingi en annarri í héraði. Reykjavíkurborg hefur riðið á vaðið og gert slíkt samkomulag við ríkið en þar er Framsóknarflokkurinn í meirihluta með Samfylkingunni, Viðreisn og Pírötum. Áhugaleysi meirihlutans á félagslegum lausnum Lausatök hafa verið á húsnæðismálunum í Hafnarfirði og uppbygging íbúðarhúsnæðis gengið hægt, raunar svo hægt að árið 2020 var fólksfækkun í bænum – í fyrsta sinn í áratugi. Þá var einmitt Ágúst Bjarni Garðarsson forystumaður Framsóknarflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Það kjörtímabil einkenndist af áhugaleysi á félagslegum lausnum í húsnæðismálum og þar sýna verkin merkin svo ekki verður um villst. Því miður hefur engin breyting orðið á nýju kjörtímabili, áhuga- og metnaðarleysið er ennþá ríkjandi. Lítið sem ekkert hefur gengið að fjölga félagslegum íbúðum í eigu sveitarfélagsins með þeim afleiðingum að biðlistar lengjast og fólk situr eftir í brýnni þörf eftir húsnæði. Ekki er útlit fyrir að staðan batni neitt á næstu árum því tæplega 1% þeirra rúmlega þúsund íbúða, sem eru á framkvæmdastigi í bænum, eru ætlaðar í félagslega íbúðakerfið. Hlutfallið er 12% þegar kemur að íbúðum á vegum óhagnaðardrifinna leigufélaga. Þetta er órafjarri þeim samningsmarkmiðum sem lagt er upp með í rammasamkomulagi Reykjavíkur og ríkisins um að 30% allra nýrra íbúða verði hagkvæmar íbúðir og 5% verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins. Uppleggið í tillögu jafnaðarfólks í Hafnarfirði, sem fulltrúar Framsóknar felldu í samfloti með Sjálfstæðisflokknum, var samhljóða markmiðum rammasamkomulags Reykjavíkur og ríkisins. Áhugaleysið kemur ekki á óvart þegar Sjálfstæðisflokkurinn á í hlut því hann lítur ekki á húsnæðismál sem velferðarmál heldur fyrst og fremst markað fyrir útvalda til að græða á. Vonbrigðin snúa að Framsókn sem hefur dansað eftir þessum fölsku tónum í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á undanförnum árum. Vonandi ekki orðin tóm Nú hefur þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrum forystumaður flokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar kallað eftir því að sveitarfélögin gangi til samninga við ríkið eins og Samfylkingin í Hafnarfirði hefur lagt til. Vonandi eru þetta ekki orðin tóm og boltinn er hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði, sem getur afsannað það með því að samþykkja fyrrnefnda tillögu Samfylkingarinnar. Það mun ekki standa á fulltrúum Samfylkingarinnar að ganga til samninga við ríkið um gerð húsnæðissáttmála fyrir Hafnarfjörð. Ágúst Bjarni Garðarsson getur treyst því. Höfundur er bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun