Lárus: „Þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn“ Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2023 21:16 Lárus Jónsson gaf dómurum leiksins í kvöld ráðleggingar að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Það var boðið upp á alvöru naglbít í Njarðvík í kvöld þar sem heimamenn fóru með sigur af hólmi í tvíframlengdum leik gegn Þórsurum í Subway-deild karla. Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, var nokkuð rólegur eftir leik þrátt fyrir hátt spennustig í leiknum. „Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira
„Þetta var góður leikur. Þeir voru með yfirhöndina svona framan af en svo var þetta bara stál í stál. Að það hafi verið tvíframlengt segir kannski bara svolítið um það hvernig leikurinn var.“ Þórsarar höfðu fyrir leikinn unnið fimm leiki í röð og ætluðu sér sannarlega að sækja þann sjötta í greipar Njarðvíkinga, en tapaðir boltar og slæmar ákvarðanir færðu Njarðvíkingum ódýrar körfur á silfurfati. „Við ætluðum að koma hérna og ná í sigur. Við vorum með alltof mikið af töpuðum boltum og þeir að fá of mikið af auðveldum körfum uppúr því. Mér fannst við spila góða vörn á hálfum velli en þeir voru að fá of mikið af auðveldum stigum. Svo er það ákvarðanatakan í lok 4. leikhluta. Við verðum að laga þetta. Við brjótum á þeim þrisvar sinnum og þeir fá sex víti. Við gáfum þeim ókeypis stig og það er eiginlega óafsakanlegt.“ Styrmir Snær þurfti að fara af velli með fimm villur í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Þeir bræður Styrmir Snær og Tómas Valur Þrastarsynir fóru báðir útaf með fimm villur áður en venjulegur leiktími var á enda. Það munaði heldur betur um minna fyrir gestina að missa þá útaf, sem þýddi að Vincent Shahid þurfti að bera boltann upp bróðurpartinn úr leiknum. Lárus var ekki sáttur með hvernig dómararnir fóru með Styrmi í kvöld og sendi þeim föðurleg ráð fyrir framtíðina. „Við erum með þrjá leikmenn sem bera upp boltann hjá okkur. Það eru Tómas, Styrmir og Vincent. Vincent þurfti náttúrulega að gera það lungann úr leiknum þegar þeir fóru út. Ég hvet dómarana til að skoða aftur leikinn og hvort þessar villur séu ásættanlegar. Við þurfum samt auðvitað bara að lifa með dómgæslunni eins og hún er, það þýðir ekkert að svekkja sig á henni.“ „Það er samt þumalputtaregla sem ég myndi ráðleggja dómurunum: Að dæma alvöru villu fimmtu villuna á einn af topp leikmönnunum. Leyfum góðum leikmönnum að klára leikinn. Ég hefði ekki viljað fá fimmtu villuna á Hauk þegar hann er að dripla upp boltanum.“ „Hann er reynslulítill og vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur“ Mögulega hefur Lárus eitthvað til síns máls, en fimmta villan á Styrmi var af ódýrari gerðinni og má segja að Dedrick Basile hafi kryddað viðbrögð sín vel til að selja snertinguna. „Ég á eftir að skoða þetta aftur en bara ok, áfram gakk! Áfram með leikinn. Leyfum góðum leikmönnum að spila og ákvarða leikinn. En þarna voru einhverjir aðrir sem vildu taka í taumana og ákvarða leikinn. En ég hugsa að dómarinn sem dæmi, hann er reynslulítill og hann vissi bara ekkert hvað Styrmir var með margar villur, en hann lærir af þessu.“ Þórsarar eru enn í góðum séns að ná inn í úrslitakeppnina, en þeir mega ekki misstíga sig mikið ef eitthvað á lokasprettinum. „Fyrir okkur þá munu næstu leikir segja til um það hvar við munum enda og hvort við komumst í úrslitakeppnina. Er það ekki bara gamla góða klisjan? Þú ert að reyna að verða betri. Við vorum svolítið einhæfir í kvöld þegar það fór að líða á leikinn. Þannig að það er fullt sem við getum tekið útúr þessu og bætt okkur í. Vonandi verðum við bara góðir og vonandi verðum við í úrslitakeppninni.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Þór Þorlákshöfn Mest lesið Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Uppgjörið: Höttur - Álftanes 99-95 | Höttur kvaddi úrvalsdeildina með sigri „Mikil spenna á öllum vígstöðvum“ Ísland byrjar á Ísrael og endar á Frökkum Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Utan vallar: Goðsögnin um indverska rottuhlaupið Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Segir Aþenu svikna um aðstöðu LeBron opnar sig um sambandið við Jordan: „Við tölum ekki saman“ Sjá meira