Helgi Már: Þetta er óásættanlegt fyrir KR Jón Már Ferro skrifar 9. mars 2023 23:49 Helgi Már Magnússon Vísir/Bára Dröfn KR vann ÍR í jöfnum leik í Skógarseli í kvöld. Fyrir leikinn var ljóst að KR gæti fallið úr Subway-deild karla þrátt fyrir sigur. Til þess þurfti Stjarnan að vinna Breiðablik, sem þeir gerðu og því er stórveldið úr Vesturbæ fallið niður um deild. Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu. Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var allt annað en sáttur með niðurstöðuna. Sérstaklega í ljós þess hve stutt er síðan liðið vann sex íslandsmeistaratitla í röð. „Það er óásættanlegt að vera í þessari stöðu sem við erum í og fyrir KR. Þetta á ekki að gerast. Auðvitað er ánægjulegt að vinna leikinn en það er svona að þurfa treysta á aðra en sjálfa sig." KR hefur verið í slæmri stöðu lengstan hluta tímabilsins. Þrátt fyrir það er Helgi ánægður með liðið sem hann er með í höndunum núna. „Allir sem koma að liðinu bera ábyrgð á hvernig staðan er. Fyrir áramót fúnkeraði liðið ekki saman og líkamstjáningin var skelfileg. Það er á minni ábyrgð sem þjálfari að kreista það fram og ég náði því ekki. Nú erum við allavega komnir með lið sem berst saman og spilar saman." Helgi Már Magnússon, þjálfari KR.Vísir/Bára Dröfn Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan KR varð meistari. „Frá því við urðum síðast meistarar þá eru 14 leikmenn farnir. Stór hluti af þeim eru landsliðsmenn eða gæða leikmenn í þessari deild. Á móti hafa inn komið fjórir leikmenn og tveir af þeim eru farnir nú þegar. Þórir (Þórir Guðmundur Þorbjarnarson) fór í atvinnumennsku og Dagur (Dagur Kár Jónsson) fór eftir hálft tímabil. Þetta er dálítið geist og gerði okkur brothætta. Þá þarf að treysta á erlenda leikmenn og það er happdrætti." Helgi hefur engar áhyggjur af því hvernig lærisveinar hans mæti til leiks í síðustu þrjá leikina. Hann segist vera með topp menn og að þeir vilji eflaust sína sig og sanna. Að lokum var Helgi spurður út í framtíðina en sagðist ætla ræða hana að tímabilinu loknu.
Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06 Mest lesið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Valur einum sigri frá úrslitum Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - KR 82-85 | Fallnir KR-ingar settu stórt strik í reikninginn hjá Breiðhyltingum KR vann þriggja stiga sigur á ÍR í Subway-deild karla í kvöld. Áður en leiknum lauk var ljóst að KR væri fallið úr deildinni en Vesturbæingar létu það ekki á sig fá og unnu súrsætan sigur. 9. mars 2023 22:06
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti