Xi vill her í heimsklassa fyrir árið 2027 Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2023 23:43 Xi Jinping, forseti Kína, og forsvarsmenn herafla Kína í gær. AP/Li Gang Xi Jinping, forseti Kína, hefur kallað eftir því að meiri kraftur verði lagður í nútímavæðingu og hernaðaruppbyggingu í Kína, svo herafli ríkisins verði í „heimsklassa“. Þetta sagði forsetinn í ræðu í gær, stuttu eftir að utanríkisráðherra Kína varaði við stríði gegn Bandaríkjunum, breyti Bandaríkjamenn ekki um stefnu gagnvart Kína. Forsetinn sagði að Kínverjar yrðu að auka hernaðarlega getu sína og styrk til að „takast á við ógnir, verja hagsmuni ríkisins og ná strategískum markmiðum þess“. Hann sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að auka þyrfti sjálfbærni Kína á sviðum vísinda og tækni, treysta birgðakeðjur og bæta allar birgðir ríkisins svo hægt væri að nýta þær til að verja þjóðaröryggi Kína. Vill klára uppbygginguna fyrir 2027 Þetta sagði Xi að þyrfti að hafa tekist fyrir árið 2027, sem marka mun aldarafmæli kínverska hersins. Bandaríkjamenn hafa sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Hafa þegar staðið í mikilli uppbyggingu Kínverjar hafa varið miklu púðri í nútímavæðingu herafla landsins á undanförnum árum. Svo mikilli að yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa á undanförnum árum varað við því að hernaðargeta Kína væri að nálgast getu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sagði þó í viðtali í síðasta mánuði að Xi væri talinn efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan. Þær efasemdir sagði Burns að ættu rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns. Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, sagði í ræðu á þriðjudaginn að átök milli ríkjanna væru óumflýjanleg ef Bandaríkjamenn hættu ekki að þrengja að Kína í efnahagsmálum. Sjá einnig: Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Það var í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu að auka ætti fjárútlát til varnarmála um sjö prósent á þessu ári. Sjá einnig: Kínverjar setja aukið púður í herinn Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Vilja varnir gegn Javelin og Stinger-eldflaugum Hernaðarsérfræðingar í Kína segja að herinn þurfi að finna leiðir til að skjóta niður Starlink-gervihnetti bandaríska fyrirtækisins SpaceX og vernda skriðdreka sína og þyrlur gegn Javelin og Stinger -eldflaugum. Þetta kemur fram í grein Reuters frá því í gær en hún byggir á greiningu blaðamanna á greinum og rannsóknum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum og tímaritum í Kína. Javelin eldflaugar eru hannaðar til að granda skriðdrekum og Stinger-eldflaugar til að granda þyrlum, flugvélum og jafnvel stýriflaugum. Tiltölulega auðvelt er fyrir einn mann að skjóta báðum eldflaugunum. Þær hafa reynst Úkraínumönnum vel gegn Rússum og eru meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn vilja einnig útvega Taívönum. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð. Vilja geta grandað smáum gervihnöttum SpaceX Kínverskir hernaðarsérfræðingar virðast þó hafa sérstakar áhyggjur af Starlink. Starlink-gervihnettir SpaceX hafa sömuleiðis reynst Úkraínumönnum mjög vel gegn Rússum. Starfsmenn SpaceX hafa skotið á þriðja þúsund gervihnöttum á braut um jörðu með því markmiði að mynda þyrpingu gervihnatta og nota hana til að veita fólki um heiminn allan aðgang að internetinu. Allt að tólf þúsund smáir gervihnettir eiga að mynda þessa þyrpingu þegar hún verður fullklár. Sjá einnig: Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Úkraínumenn hafa notað Starlink til að veita hermönnum aðgang að netinu en þá nettengingu hafa þeir meðal annars notað til samskipta og til þess að fljúga drónum og nota þá til að stýra stórskotaliðsárásum í rauntíma. Í grein Reuters segir að kínverskir sérfræðingar búist fastlega við því að Bandaríkin og önnur Vesturlönd muni notast mikið við Starlink, komi til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Mikilvægt væri fyrir kínverska herinn að koma upp sambærilegri gervihnattaþyrpingu og í senn finna leiðir til að skjóta niður gervihnetti SpaceX eða gera þá óvirka. Fréttaveitan hefur einnig eftir áðurnefndum sérfræðingum að innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt fram á mikilvægi notkunar dróna í hernaði. Fjárfesta þurfi frekar í þróun þeirra og þjálfun hermanna í notkun þeirra. Kína Bandaríkin Taívan Hernaður Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Forsetinn sagði að Kínverjar yrðu að auka hernaðarlega getu sína og styrk til að „takast á við ógnir, verja hagsmuni ríkisins og ná strategískum markmiðum þess“. Hann sagði einnig, samkvæmt AP fréttaveitunni, að auka þyrfti sjálfbærni Kína á sviðum vísinda og tækni, treysta birgðakeðjur og bæta allar birgðir ríkisins svo hægt væri að nýta þær til að verja þjóðaröryggi Kína. Vill klára uppbygginguna fyrir 2027 Þetta sagði Xi að þyrfti að hafa tekist fyrir árið 2027, sem marka mun aldarafmæli kínverska hersins. Bandaríkjamenn hafa sagt að Xi hafi skipað forsvarsmönnum kínverska hersins að vera tilbúnir í að ráðast á Taívan fyrir árið 2027, þó engin ákvörðun um innrás hafi verið tekin. Kínverjar segja Taívan tilheyra Kína en árið 1949 flúðu þjóðernissinnar til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Ráðamenn í Kína hafa heitið því að sameina ríkin og með valdi ef svo þarf. Þeirra á meðal er Xi. Taívanar segjast sjálfstæðir og segjast ætla að verja frelsi þeirra og lýðræði. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin í Taívan á undanförnum árum en Taívanar hafa aldrei lýst yfir formlegu sjálfstæði. Hafa þegar staðið í mikilli uppbyggingu Kínverjar hafa varið miklu púðri í nútímavæðingu herafla landsins á undanförnum árum. Svo mikilli að yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa á undanförnum árum varað við því að hernaðargeta Kína væri að nálgast getu Bandaríkjanna. Sjá einnig: Drekinn að ná í stélið á erninum William Burns, yfirmaður Leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA), sagði þó í viðtali í síðasta mánuði að Xi væri talinn efast um getu kínverska hersins til að hertaka Taívan. Þær efasemdir sagði Burns að ættu rætur í slæmu gengi Rússa í Úkraínu. „Ég held að okkar mat sé það, og það hefur verið opinberað, að Xi forseti hefur skipað hernum, forsvarsmönnum hersins, að vera tilbúnir til að ráðast á Taívan fyrir árið 2027. En það þýðir ekki að hann hafi ákveðið að gera innrás, þá eða á öðru ári,“ sagði Burns. Qin Gang, utanríkisráðherra Kína, sagði í ræðu á þriðjudaginn að átök milli ríkjanna væru óumflýjanleg ef Bandaríkjamenn hættu ekki að þrengja að Kína í efnahagsmálum. Sjá einnig: Gagnrýndi Vesturveldin en sagði samskiptin við Rússa til fyrirmyndar Það var í kjölfar þess að ráðamenn í Kína tilkynntu að auka ætti fjárútlát til varnarmála um sjö prósent á þessu ári. Sjá einnig: Kínverjar setja aukið púður í herinn Bandaríkin eiga í varnarsamstarfi með Taívan og hefur Joe Biden, forseti, sagt að Bandaríkjamenn myndu koma Taívönum til aðstoðar til tilfelli innrásar. Óljóst er þó hvort það myndi fela í sér beina hernaðaraðstoð eða aðstoð sambærilega þeirri sem Úkraínumenn fá frá Bandaríkjunum. Það er að segja vopn, þjálfun og upplýsingar, meðal annars. Vilja varnir gegn Javelin og Stinger-eldflaugum Hernaðarsérfræðingar í Kína segja að herinn þurfi að finna leiðir til að skjóta niður Starlink-gervihnetti bandaríska fyrirtækisins SpaceX og vernda skriðdreka sína og þyrlur gegn Javelin og Stinger -eldflaugum. Þetta kemur fram í grein Reuters frá því í gær en hún byggir á greiningu blaðamanna á greinum og rannsóknum sem birtar hafa verið í fjölmiðlum og tímaritum í Kína. Javelin eldflaugar eru hannaðar til að granda skriðdrekum og Stinger-eldflaugar til að granda þyrlum, flugvélum og jafnvel stýriflaugum. Tiltölulega auðvelt er fyrir einn mann að skjóta báðum eldflaugunum. Þær hafa reynst Úkraínumönnum vel gegn Rússum og eru meðal þeirra vopna sem Bandaríkjamenn vilja einnig útvega Taívönum. Fregnir bárust af því í haust að greiningar starfsmanna Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna hefðu sýnt að Taívan yrði líklega einangrað um tíma, komi til innrásar, og að koma þyrfti fyrir miklum birgðum af vopnum á eyjunni, áður en innrásin yrði gerð. Vilja geta grandað smáum gervihnöttum SpaceX Kínverskir hernaðarsérfræðingar virðast þó hafa sérstakar áhyggjur af Starlink. Starlink-gervihnettir SpaceX hafa sömuleiðis reynst Úkraínumönnum mjög vel gegn Rússum. Starfsmenn SpaceX hafa skotið á þriðja þúsund gervihnöttum á braut um jörðu með því markmiði að mynda þyrpingu gervihnatta og nota hana til að veita fólki um heiminn allan aðgang að internetinu. Allt að tólf þúsund smáir gervihnettir eiga að mynda þessa þyrpingu þegar hún verður fullklár. Sjá einnig: Fyrstu Starlink-rákirnar á næturhimni yfir Íslandi Úkraínumenn hafa notað Starlink til að veita hermönnum aðgang að netinu en þá nettengingu hafa þeir meðal annars notað til samskipta og til þess að fljúga drónum og nota þá til að stýra stórskotaliðsárásum í rauntíma. Í grein Reuters segir að kínverskir sérfræðingar búist fastlega við því að Bandaríkin og önnur Vesturlönd muni notast mikið við Starlink, komi til átaka milli Kína og Bandaríkjanna. Mikilvægt væri fyrir kínverska herinn að koma upp sambærilegri gervihnattaþyrpingu og í senn finna leiðir til að skjóta niður gervihnetti SpaceX eða gera þá óvirka. Fréttaveitan hefur einnig eftir áðurnefndum sérfræðingum að innrás Rússa í Úkraínu hafi sýnt fram á mikilvægi notkunar dróna í hernaði. Fjárfesta þurfi frekar í þróun þeirra og þjálfun hermanna í notkun þeirra.
Kína Bandaríkin Taívan Hernaður Tengdar fréttir Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21 Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00 Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56 Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56 Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00 Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40 Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Fleiri fréttir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Sjá meira
Xi sagður hyggja á ferð til Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er að undirbúa ferð til Moskvu þar sem hann mun funda með Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Þessi ferð á að eiga sér stað á næstu mánuðum en ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því að Kínverjar ætli að aðstoða Rússa með því að veita þeim hergögn. 21. febrúar 2023 16:21
Aukinn stuðningur Kína við Rússa yrði dýru verði keyptur Bandarísk stjórnvöld telja ljóst að Kínverjar íhugi nú að veita Rússum beinan stuðning í innrásarstríði þeirra í Úkraínu í formi vopna. Sérfræðingur í alþjóðamálum telur að slíkur stuðningur yrði Kínverjum afar dýrkeyptur. 19. febrúar 2023 22:00
Vilja eigin kjarnorkuvopn af ótta við Norður-Kóreu Sífellt fleiri íbúar Suður-Kóreu eru þeirrar skoðunar að ríkið eigi að koma upp eigin kjarnorkuvopnum, til móts við vopn nágranna þeirra í Norður-Kóreu. Þá efast margir um að ríkið geti reitt sig á að Bandaríkjamenn komi þeim til varnar komi til stríðs á Kóreuskaganum. 7. febrúar 2023 23:56
Gífurlegur fórnarkostnaður ráðist Kína inn í Taívan Geri Kína innrás í Taívan er líklegt að það muni skila sér í bandarískum sigri, en þó með miklum fórnarkostnaði fyrir alla sem koma að stríðsátökunum með beinum hætti. Bandaríski herinn mun laskast töluvert og kínverski flotinn verða að engu. 9. janúar 2023 11:56
Japanir óttast stríð og ætla að kaupa mikið magn vopna Deilur um það hvernig fjármagna eigi umfangsmikla hernaðaruppbyggingu í Japan eru sagðar ógna stjórnarsamstarfinu þar í landi. Fumio Kishida, forsætisráðherra og leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins, vill fjármagna uppbygginguna með skattlagningu en sú áætlun er ekki vinsæl innan flokksins. 14. desember 2022 23:00
Sagðir ætla að þrefalda fjölda kjarnorkuvopna á næstu árum Kínverjar eru að smíða fleiri kjarnorkusprengjur og gera fleiri tilraunir með langdrægar eldflaugar en öll önnur ríki heimsins samanlagt. Á næstu árum gæti kjarnorkuvopnabúr Kínverja meira en þrefaldast í umfangi. 30. nóvember 2022 15:40
Japanir ætla í hernaðaruppbyggingu Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans, hefur skipað varnarmála- og fjármálaráðherrum sínum um að auka fjárútlát til varnarmála í tvö prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta á að gera fyrir 2027 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem upphæðin verður svo há. 29. nóvember 2022 10:56