Utan vallar: Hvernig getur félag unnið sex titla í röð og fallið svo fjórum árum síðar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 08:00 Jón Arnór Stefánsson lyftir Íslandsbikarnum fyrir fjórum árum. Það hefur mikið breyst í KR síðan þá. Vísir/Daníel Þór KR féll í gær úr efstu deild í körfubolta og það í miðjum sínum leik. KR hefði fallið með tapi á móti Keflavík í síðustu umferð en vann þann leik. Sigur Stjörnunnar á Blikum í gær þýðir aftur á móti að Íslandsmeistararnir á sex af síðustu níu tímabilum spila ekki lengur í hópi þeirra bestu á næstu leiktíð. Nú er auðvelt að láta þau stóru orð falla að þetta sé eitt harðasta fall Íslandsmeistaraliðs í sögu karlakörfunnar á Íslandi. KR setti met á tímum úrslitakeppni með því að vinna sex Íslandsmeistaratitla í röð. Nú aðeins tæpum fjórum árum síðar er liðið fallið þegar enn eru eftir þrjár umferðir. Jordan Semple var ekki rétti karakterinn fyrir þetta KR-lið.Vísir/Hulda Margrét Hvernig getur þetta gerst? Jú, ástæðurnar eru eflaust margar og margþættar. Hér er ætlunin að setja nokkrar pælingar á blað. Stutta útgáfan er að reynsluboltar flúðu Frostaskjól, unglingastarfið skilaði ekki sömu gæðaleikmönnum og áður sem og að áfallið við að missa út heila úrslitakeppni vorið 2020 ýtti rekstri deildarinnar í raun fram af brúninni. Á sama tíma og afbragðsleikmenn voru af skornum skammti voru ekki til peningar til að trekkja að sterka leikmenn annars staðar frá eða halda sínum stjörnum hjá félaginu. Útlendingahappadrættið bauð heldur ekki upp á neina vinninga. Margir hlutir klikka á sama tíma Það kostar sitt að eiga besta lið landsins sex ár í röð, ekki bara peninga heldur einnig þrek og dugnað stjórnar og félagsmanna, útsjónarsemi og framtíðarsýn allra sem að félaginu koma og mikla vinnu alls staðar í félaginu. Unglingastarfið þarf að halda áfram að skila leikmönnum og þjálfarnir þurfa að halda öllum á tánum. Í raun má segja að of margir hlutir hafi klikkað á sama tíma. Þorvaldur Orri Árnason er einn af ungu leikmönnum KR sem þurfa að taka stóra ákvörðun um hvort þeir verði áfram og reyni að koma KR aftur í deild þeirra bestu.Vísir/Hulda Margrét Lið lenda í lægð og eru kannski ekki í titilbaráttu í einhvern tíma en að falla úr deildinni og af stóra sviðinu er eitthvað sem enginn gat ímyndað sér. Það hefði þannig verið áfall í Vesturbænum að missa af úrslitakeppninni en nú þarf stórt og samheldið átak í Vesturbænum til að hreinlega halda körfuboltadeild félagsins á lífi. Treystu á gullskynslóð Í sex titlum KR í röð þá treysti liðið á gullkynslóð sína með Jón Arnór Stefánsson, Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij í fararbroddi. Ungir leikmenn fengu kannski of fá tækifæri á móti og heilu árgangarnir yfirgáfu félagið án þess að fá alvöru möguleika til að sýna sig og sanna. Það átti mikinn þátt í því að hópurinn var yngri og þynnri þegar allar hetjurnar voru síðan horfnar á braut. Það eru vissulega nokkrir ungir og efnilegir leikmenn í KR-liðinu en þeir eiga það sameiginlegt að hafa ekki fengið alvöru eldskírn í því að bera upp lið í efstu deild. Það þurfti réttu mennina með slíkum hópi en málaliðarnir og eiginhagsmunaseggirnir voru of áberandi í útlendingahópi liðsins. Aðalatriðið var kannski að erlendu leikmennirnir voru ekki nógu góðir. Kannski kostaði það of mikið að fá sterkari leikmenn, peninga sem voru ekki til. Stuðningsmenn KR voru vanir því að sjá Íslandsbikarinn koma í Vesturbæinn.Vísir/Daníel Þór Aðaltekjulindin þornaði skyndilega Kórónuveiran rændi KR-liðið úrslitakeppninni sem hafði verið aðaltekjulind körfuknattleiksdeildarinnar á hverju ári. KR var ríkjandi Íslandsmeistari í eitt ár í viðbót en gjaldkerinn saknaði mikið fastra og góðra tekja af troðfullu KR-húsi vorið 2020. KR-húsið hafði verið aðalvettvangur úrslitakeppnanna frá 2014 til 2019. Upphafið að endanum var þegar lykilmennirnir Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox fóru allir yfir lækinn og til erkifjendanna á Hlíðarenda. Brynjar Þór Björnsson hjálpaði KR að ná úrslitakeppninni í fyrra en fannst svo kominn tími á að setja skóna upp á hillu. Björn Kristjánsson varð líka að hætta og þeir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson voru orðnir þjálfarar liðsins og þar með hættir að spila. Mikið brottfall af frábærum leikmönnum á stuttum tíma. Helgi Már Magnússon hætti að spila og tók við KR en hefur þurft að upplifa erfiða tíma í þjálfarasætinu.Vísir/Daníel Þór Mikil þekking og reynsla fór út Ofan á allt þá hætti Matthías Orri Sigurðarson að spila 27 ára gamall og það var mikið áfall fyrir framhaldið að missa svo öflugan leikmann á besta aldri. Miklar breytingar á stjórn þýddu líka að mikil þekking og reynsla fór út. Í vetur er ekki einn leikmaður eftir í KR-liðinu sem varð Íslandsmeistari vorið 2019. Íslenski hópurinn var ungur og óharðnaður og þurfti því réttu týpurnar með sér. Miðað við það að útlendingar eru margir og í flestum stærstu hlutverkum í flestöllum liðum úrvalsdeildarinnar þá var lífsnauðsynlegt fyrir KR að vera heppið í útlendingahappadrættinu. Það voru þeir aftur á móti ekki. Unnu ekki í útlendingahappadrættinu Útlendingamálin hafa nefnilega gert KR-liðinu mjög erfitt fyrir. Það byrjaði allt á því að bandaríski leikmaðurinn Michael A. Mallory meiðist í byrjun og verður á endanum sendur heim. Hann var þekkt stærð í íslensku deildinni og þótt mörgum hafi þótt KR þurfa á enn betri leikmanni að halda þá hefði heill Mallory skilað liðinu í allt aðra stöðu. Dagur Kár Jónsson fékk fyrirliðabandið síðasta haust en var farinn frá félaginu um áramótin.Vísie/Bára Önnur örugg stærð var Jordan Semple sem hafði gert það gott með ÍR. Það er hins vegar ljóst að hans karakter hentaði illa ungu og óhörðnuðu KR-liði og eftir ágæta byrjun varð áran í kringum hann verri og verri. Til viðbótar stökk fyrirliðinn Dagur Kár Jónsson frá borði þegar mótlætið var orðið mikið eftir hvert tapið á fætur öðru. KR-ingar hreinsuðu vissulega til í sínum röðum um áramótin, skiptu aftur um kana og fengu nýja erlenda leikmenn. Liðið hefur litið mun betur út en allt of oft hafa Vesturbæingar misst frá sér sigra í vinnanlegum leikjum. Hefði KR unnið leiki á móti Haukum og Hetti væri staðan enn slæm en vissulega ekki dauðadæmd. Hún væri samt sem áður slæm en ballið væri allavega ekki búið fjórum umferðum fyrir lok deildarkeppninnar. Hvar verður KR 2024-25 tímabilið? KR-ingar litu eflaust raunhæft á þetta tímabil og gerðu sér vel grein fyrir því að það voru engir titlar að fara að vinnast. Þeir áttuðu sig kannski ekki á því hvað fallið yrði hátt og hratt. Fyrir vikið þarf nú að núllstilla allt starfið hjá körfuknattleiksdeildinni og sjá til þess að dvölin utan efstu deildar verði eins stutt og mögulegt er. Hvort KR spili í Subway deildinni veturinn 2024-25 verður að koma í ljós en það er allt annað en sjálfsagt að KR komi strax aftur upp. 1. deildin er engin ganga í garðinum. Vekjarabjallan er ekki bara hringja í Vesturbænum heldur er líka farið að banka á dyrnar. Það þarf eitt allsherjar átök til að koma KR aftur í hóp þeirra bestu og það verk ætti að hefjast strax í dag. KR-ingar þurfa að sýna samstöðu til að koma KR aftur upp í deild þeirra bestu.Vísir/Daníel Þór Subway-deild karla KR Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Nú er auðvelt að láta þau stóru orð falla að þetta sé eitt harðasta fall Íslandsmeistaraliðs í sögu karlakörfunnar á Íslandi. KR setti met á tímum úrslitakeppni með því að vinna sex Íslandsmeistaratitla í röð. Nú aðeins tæpum fjórum árum síðar er liðið fallið þegar enn eru eftir þrjár umferðir. Jordan Semple var ekki rétti karakterinn fyrir þetta KR-lið.Vísir/Hulda Margrét Hvernig getur þetta gerst? Jú, ástæðurnar eru eflaust margar og margþættar. Hér er ætlunin að setja nokkrar pælingar á blað. Stutta útgáfan er að reynsluboltar flúðu Frostaskjól, unglingastarfið skilaði ekki sömu gæðaleikmönnum og áður sem og að áfallið við að missa út heila úrslitakeppni vorið 2020 ýtti rekstri deildarinnar í raun fram af brúninni. Á sama tíma og afbragðsleikmenn voru af skornum skammti voru ekki til peningar til að trekkja að sterka leikmenn annars staðar frá eða halda sínum stjörnum hjá félaginu. Útlendingahappadrættið bauð heldur ekki upp á neina vinninga. Margir hlutir klikka á sama tíma Það kostar sitt að eiga besta lið landsins sex ár í röð, ekki bara peninga heldur einnig þrek og dugnað stjórnar og félagsmanna, útsjónarsemi og framtíðarsýn allra sem að félaginu koma og mikla vinnu alls staðar í félaginu. Unglingastarfið þarf að halda áfram að skila leikmönnum og þjálfarnir þurfa að halda öllum á tánum. Í raun má segja að of margir hlutir hafi klikkað á sama tíma. Þorvaldur Orri Árnason er einn af ungu leikmönnum KR sem þurfa að taka stóra ákvörðun um hvort þeir verði áfram og reyni að koma KR aftur í deild þeirra bestu.Vísir/Hulda Margrét Lið lenda í lægð og eru kannski ekki í titilbaráttu í einhvern tíma en að falla úr deildinni og af stóra sviðinu er eitthvað sem enginn gat ímyndað sér. Það hefði þannig verið áfall í Vesturbænum að missa af úrslitakeppninni en nú þarf stórt og samheldið átak í Vesturbænum til að hreinlega halda körfuboltadeild félagsins á lífi. Treystu á gullskynslóð Í sex titlum KR í röð þá treysti liðið á gullkynslóð sína með Jón Arnór Stefánsson, Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij í fararbroddi. Ungir leikmenn fengu kannski of fá tækifæri á móti og heilu árgangarnir yfirgáfu félagið án þess að fá alvöru möguleika til að sýna sig og sanna. Það átti mikinn þátt í því að hópurinn var yngri og þynnri þegar allar hetjurnar voru síðan horfnar á braut. Það eru vissulega nokkrir ungir og efnilegir leikmenn í KR-liðinu en þeir eiga það sameiginlegt að hafa ekki fengið alvöru eldskírn í því að bera upp lið í efstu deild. Það þurfti réttu mennina með slíkum hópi en málaliðarnir og eiginhagsmunaseggirnir voru of áberandi í útlendingahópi liðsins. Aðalatriðið var kannski að erlendu leikmennirnir voru ekki nógu góðir. Kannski kostaði það of mikið að fá sterkari leikmenn, peninga sem voru ekki til. Stuðningsmenn KR voru vanir því að sjá Íslandsbikarinn koma í Vesturbæinn.Vísir/Daníel Þór Aðaltekjulindin þornaði skyndilega Kórónuveiran rændi KR-liðið úrslitakeppninni sem hafði verið aðaltekjulind körfuknattleiksdeildarinnar á hverju ári. KR var ríkjandi Íslandsmeistari í eitt ár í viðbót en gjaldkerinn saknaði mikið fastra og góðra tekja af troðfullu KR-húsi vorið 2020. KR-húsið hafði verið aðalvettvangur úrslitakeppnanna frá 2014 til 2019. Upphafið að endanum var þegar lykilmennirnir Pavel Ermolinskij, Jón Arnór Stefánsson og Kristófer Acox fóru allir yfir lækinn og til erkifjendanna á Hlíðarenda. Brynjar Þór Björnsson hjálpaði KR að ná úrslitakeppninni í fyrra en fannst svo kominn tími á að setja skóna upp á hillu. Björn Kristjánsson varð líka að hætta og þeir Helgi Már Magnússon og Jakob Örn Sigurðarson voru orðnir þjálfarar liðsins og þar með hættir að spila. Mikið brottfall af frábærum leikmönnum á stuttum tíma. Helgi Már Magnússon hætti að spila og tók við KR en hefur þurft að upplifa erfiða tíma í þjálfarasætinu.Vísir/Daníel Þór Mikil þekking og reynsla fór út Ofan á allt þá hætti Matthías Orri Sigurðarson að spila 27 ára gamall og það var mikið áfall fyrir framhaldið að missa svo öflugan leikmann á besta aldri. Miklar breytingar á stjórn þýddu líka að mikil þekking og reynsla fór út. Í vetur er ekki einn leikmaður eftir í KR-liðinu sem varð Íslandsmeistari vorið 2019. Íslenski hópurinn var ungur og óharðnaður og þurfti því réttu týpurnar með sér. Miðað við það að útlendingar eru margir og í flestum stærstu hlutverkum í flestöllum liðum úrvalsdeildarinnar þá var lífsnauðsynlegt fyrir KR að vera heppið í útlendingahappadrættinu. Það voru þeir aftur á móti ekki. Unnu ekki í útlendingahappadrættinu Útlendingamálin hafa nefnilega gert KR-liðinu mjög erfitt fyrir. Það byrjaði allt á því að bandaríski leikmaðurinn Michael A. Mallory meiðist í byrjun og verður á endanum sendur heim. Hann var þekkt stærð í íslensku deildinni og þótt mörgum hafi þótt KR þurfa á enn betri leikmanni að halda þá hefði heill Mallory skilað liðinu í allt aðra stöðu. Dagur Kár Jónsson fékk fyrirliðabandið síðasta haust en var farinn frá félaginu um áramótin.Vísie/Bára Önnur örugg stærð var Jordan Semple sem hafði gert það gott með ÍR. Það er hins vegar ljóst að hans karakter hentaði illa ungu og óhörðnuðu KR-liði og eftir ágæta byrjun varð áran í kringum hann verri og verri. Til viðbótar stökk fyrirliðinn Dagur Kár Jónsson frá borði þegar mótlætið var orðið mikið eftir hvert tapið á fætur öðru. KR-ingar hreinsuðu vissulega til í sínum röðum um áramótin, skiptu aftur um kana og fengu nýja erlenda leikmenn. Liðið hefur litið mun betur út en allt of oft hafa Vesturbæingar misst frá sér sigra í vinnanlegum leikjum. Hefði KR unnið leiki á móti Haukum og Hetti væri staðan enn slæm en vissulega ekki dauðadæmd. Hún væri samt sem áður slæm en ballið væri allavega ekki búið fjórum umferðum fyrir lok deildarkeppninnar. Hvar verður KR 2024-25 tímabilið? KR-ingar litu eflaust raunhæft á þetta tímabil og gerðu sér vel grein fyrir því að það voru engir titlar að fara að vinnast. Þeir áttuðu sig kannski ekki á því hvað fallið yrði hátt og hratt. Fyrir vikið þarf nú að núllstilla allt starfið hjá körfuknattleiksdeildinni og sjá til þess að dvölin utan efstu deildar verði eins stutt og mögulegt er. Hvort KR spili í Subway deildinni veturinn 2024-25 verður að koma í ljós en það er allt annað en sjálfsagt að KR komi strax aftur upp. 1. deildin er engin ganga í garðinum. Vekjarabjallan er ekki bara hringja í Vesturbænum heldur er líka farið að banka á dyrnar. Það þarf eitt allsherjar átök til að koma KR aftur í hóp þeirra bestu og það verk ætti að hefjast strax í dag. KR-ingar þurfa að sýna samstöðu til að koma KR aftur upp í deild þeirra bestu.Vísir/Daníel Þór
Subway-deild karla KR Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum