Kröfur KSÍ og bolmagn sveitarfélaga Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir skrifar 10. mars 2023 07:31 Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Sveitarstjórnarmál Akureyri Vinstri græn Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Svo virðist sem sveitarstjórnarfólk sé að vakna upp af værum blundi gagnvart þeim ákvörðunum sem teknar eru af aðildarfélögum KSÍ á ársþingum. Þær ákvarðanir hafa bein áhrif á fjárhag sveitarfélaga, því uppbygging mannvirkjana er iðulega á hendi sveitarfélaga sem og rekstur. Þessar ákvarðanir eru teknar án nokkurrar aðkomu sveitarfélaga. Það er forvitnilegt að lesa reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga og þær kröfur sem eru gerðar um mannvirki svo lið megi spila í efstu deild. Í mörg ár hefur krafa verið um viðeigandi stúkumannvirki, þ.e. yfirbyggðar stúkur sem taka ákveðinn fjölda áhorfenda í sæti. Uppfylli lið ekki viðeigandi stúkumannvirki spila þau á undanþágu. Er eðlilegt að verja milljörðum í uppbyggingu áhorfendaaðstöðu sem er notuð nokkrar klukkustundir á ári? Á ársþingi KSÍ árið 2022 var breytt mótafyrirkomulag samþykkt sem lengdi keppnistímabilið, byrjað skuli að spila fyrr að vori og lengur inn í haustið. Það segir sig sjálft að grasvellir á Íslandi eru ekki tilbúnir um miðjan apríl og því orðin meiri krafa á uppbyggingu gervigrasvalla. Nýjustu fréttir af ársþingi KSÍ í ár er flóðlýsingarskylda á heimavöllum liða í Bestu deildum karla og kvenna. Lágmarkskrafa er gerð um 800 lux lýsingu. Í greinargerð með tillögunni sem var samþykkt kemur fram að með breytingu á mótafyrirkomulagi á síðasta ári, lengingu inn í skammdegið, sé mikilvægt að bregðast við svo hægt sé að spila leiki seinni part dags þegar líður á haustið. Í fréttum af þessari ákvörðun er ályktað að fjárfesta þurfi í gervigrasi á alla þá velli sem fyrir eru grasvellir, svo flóðlýsing nýtist í fleiri tilfellum en eingöngu á keppnisleikjum. Eru þessar kröfur sem aðildarfélög samþykkja á ársþingum KSÍ raunhæfar? Er raunhæft að íþróttafélögin kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum sjálf? Er raunhæft að sveitarfélög kosti alla uppbyggingu og rekstur á þessum mannvirkjum? Eða eru kröfur ársþings KSÍ um heimavallaaðstöðu allra liða sem spila í efstu deild kannski óraunhæfar fyrir 380.000 manna þjóð? Höfundur er bæjarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar