Einar Örn um íslenska handboltalandsliðið: Þetta er ekki lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2023 10:01 Íslenska handboltalandsliðið er óþekkjanlegt þessa dagana. Vísir/Vilhelm Einar Örn Jónsson þekkir íslenska handboltalandsliðið frá öllum hliðum og hann var í sjokki eftir leik íslenska liðsins á móti Tékkum á miðvikudaginn. Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér. Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira
Íslenska liðið tapaði leiknum með fimm marka mun og þarf nú sex marka sigur um helgina ætli liðið sér að vinna riðilinn og komast í efsta styrkleikaflokk fyrir dráttinn í riðla á EM sem fer fram í Þýskalandi í janúar. „Maður getur orðið fúll yfir því að nokkrar sóknir fari forgörðum, að það líði nokkrar mínútur milli marka, en að spila hræðilegan fyrri hálfleik og taka síðan heilt korter í þeim seinni í að skora eitt mark með tilliti til slæms fyrri hálfleiks. Það var þá sem ég varð bara fyrir sjokki. Ég bjóst aldrei við því að sjá þetta frá íslensku landsliði og þá kannski síst frá þessu tiltekna íslenska landsliði,“ sagði Einar Örn í samtali við Fréttablaðið. Einar Örn Jónsson, er eins og flestir vita fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og núverandi íþróttafréttamaður hjá RÚV. Hann segir að liðið sem hópur, virðist vera á mjög erfiðum stað. „Það þarf að búa til lið, finna réttu blönduna og græja allt það sem þarf að græja svo lið smelli saman. Maður hélt að allt það væri til staðar hjá þessu íslenska landsliði af því að við höfum séð það áður. En svo horfir maður á þennan leik gegn Tékkunum og verður, í framhaldi af honum, að segja að þetta er ekki lið. Við erum ekki með lið, því lið verja sig gegn svona áföllum. Lið geta alveg tapað leikjum en þau verja sig gegn svona. Lið stendur saman, berst áfram í gegnum hlutina, það þekkja allir sín hlutverk og enginn er brotin skel inni á vellinum,“ sagði Einar Örn. „Maður sá brot af því á HM, að við værum ekki lið, en svo sá maður það að fullu á móti Tékkunum þegar við fórum á háværan útivöll gegn algjöru miðlungsliði og steinliggjum. Það er enginn sem að ber hönd fyrir höfuð sér til að verja liðið gegn þessu áhlaupi og áfalli,“ sagði Einar Örn. Það má lesa allt viðtalið hér.
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti Fleiri fréttir Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Sjá meira