Óli Björn boðar óbreytt ástand Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 10. mars 2023 10:01 Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson Húsnæðismál Leigumarkaður Skattar og tollar Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Aukinn ójöfnuður og neyðarástand á húsnæðismarkaði fer ekki framhjá neinum. Með þetta í huga er áhugavert að lesa hvaða lausnir Óli Björn Kárason hefur á vandanum í nýlegri grein. Lausnir Óla virðast ekki vera aðrar en óbreytt ástand. Staða leigjenda er óásættanleg Meira en fjórðungur leigjenda er með íþyngjandi húsnæðiskostnað og vaxandi fjöldi á erfitt með að ná endum saman eða er í vanskilum með leigu. Framboð leiguhúsnæðis er lítið og eftirspurn er mikil. Ólíkt því sem Óli Björn og aðrir markaðssinnar halda fram hefur framboðið ekki aukist nægilega til að mæta mikilli eftirspurn undanfarin áratug. Óbreytt húsnæðisstefna er því ekki í boði lengur, hún er einfaldlega gjaldþrota. Til lengri tíma er lausnin að byggja meira. Fjölga þarf íbúðum í almenna íbúðakerfinu ásamt því að lífeyrissjóðir þurfa að koma að uppbyggingu leiguhúsnæðis. Til skamms tíma er þörf á neyðaraðgerðum. Við núverandi aðstæður eru skammtímaleigusamningar ráðandi. Gjarnan eru gerðir verðtryggðir samningar til eins árs og svo tekur leiguverð mikilli hækkun við endurnýjun, oft með skömmum fyrirvara. Við þessu þarf að bregðast. Það leiguþak sem Óli Björn lýsir í grein sinni er leið til að slá ryki í augu fólks. Það hefur ekki verið almennt ákall um leiguþak. Hins vegar hefur verið kallað eftir því að gerðar verði breytingar þannig að leigjendur njóti aukins húsnæðisöryggis og meiri fyrirsjáanleika. Þessu markmiði má ná með því að gera ótímabundna samninga ráðandi. Þar sé leigufjárhæð frjáls í upphafi samnings en leigusala séu takmörk sett um hækkun innan samningstíma eða að hækkanir þurfi að rökstyðja með kostnaðarhækkunum. Slíkar leigubremsur eru til staðar í fjölda OECD ríkja án neikvæðra áhrifa á framboðshlið. Slíkar leigubremsur eru ekki róttækt inngrip í leigumarkað. Til viðbótar er ástæða til að leiðrétta Óla Björn um að bótakerfið hafi verið þanið út í aðgerðum stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga. Þetta er einfaldlega rangt. Húsnæðisbætur voru vissulega hækkaðar, en fjárhæðum hafði verið haldið óbreyttum á árunum 2017-2021 og því rýrnað verulega að raungildi. Sama gildir um vaxtabótakerfið þar sem fjárhæðir hafa að mestu verið óbreyttar í meira en áratug, þrátt fyrir að gríðarlegar vaxtahækkanir hafi dunið á heimilunum. Aðgerðir stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga voru skref í rétta átt, en gera þarf betur ef ætlunin er að ná markmiðum um að draga úr íþyngjandi húsnæðiskostnaði. Betra, einfaldara og réttlátara skattkerfi. Því ber að fagna að Óli Björn vilji einfaldara og réttlátara tekjuskattskerfi. Þó er full ástæða að minna Óla á að stóru áskoranirnar í skattkerfinu liggja ekki í tekjuskattskerfinu, þar voru gerðar töluverðar umbætur í tengslum við Lífskjarasamningana 2019. Vandamálin í skattkerfinu liggja í því hversu ólíkt atvinnutekjur og fjármagnstekjur eru meðhöndlaðar sem gerir að verkum að skattbyrði fer lækkandi með auknum tekjum hjá þeim allra tekjuhæstu vegna aukins vægis fjármagnstekna2. Lykillinn að réttlátara skattkerfi liggur því í að jafna skattbyrði milli ólíkra tekna, koma á raunverulegum auðlindagjöldum og fylla upp í glufur í skattkerfinu sem gera hinum best settu kleift að telja fram atvinnutekjur sem fjármagnstekjur. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun