Innlent

Fluttur á slysa­deild eftir sprengingu í potti

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölmörgum útköllum síðasta sólarhringinn.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölmörgum útköllum síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti fjölmörgum útköllum síðasta sólarhringinn. Farið var í 130 sjúkraflutninga og þar af 56 forgangsútköll. Þá var einn fluttur á slysadeild eftir sprengingu í potti í heimahúsi.

Meðal annarra verkefna var eldur í gróðri, einstaklingur sem féll í vatn og umferðarslys. 

Þá varð sprenging í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík og einn fluttur á slysadeild í kjölfarið. Á vef RÚV er haft eftir varðstjóra Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að húsráðandi hafi verið að reyna að slökkva eld í potti með léttvatnsslökkvitæki. Einhvers konar feiti var í pottinum og sprenging varð við blöndun vatnsins við feitina. Ekki er vitað um ástand hins slasaða.

Slökkviliðið birti mynd af vettvangi á Facebook síðu sinni. 

Sprenging varð í íbúð í fjölbýlishúsi í Reykjavík. Ekki er hvort húsráðandi er alvarlega slasaður.Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×