Það fæst nánast allt í Bjarnabúð í Bolungarvík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. mars 2023 10:30 Stefanía Birgisdóttir, sem alltaf er kölluð Steffí er mjög sátt og ánægð með að reka eina elstu verslun landsins í Bolungarvík, Bjarnabúð. Hér er hún með Jóni Páli, bæjarstjóra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Bjarnabúð í Bolungarvík, ein elsta verslun landsins stendur alltaf fyrir sínu, enda mikið verslað í versluninni, en hún líkist einna helst gömlu kaupfélögum þar sem allt milli himins og jarðar fékkst. Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bolungarvík Verslun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Vöruúrvalið er ótrúlega mikið í Bjarnabúð þrátt fyrir að plássið sé ekkert rosalega mikið í versluninni. Þar er hægt að fá allt frá mjólk upp í fín föt, bækur og leikföng svo eitthvað sé nefnt. Stefanía Birgisdóttir hefur verið með verslunina í að verða 28 ár. „Já þetta er ein elsta verslun landsins en hér er búin að vera verslun síðan 1920. Þetta er bara gamaldags verslun, sem selur allt, allt frá matvöru til leikfanga, gjafavöru, fatnaðar, þetta er bara svona eins og magasín en bara í litlum stíl,“ segir Stefanía. Og eru Bolvíkingar duglegir að versla hjá þér? „Já, já, ég á alveg mína góðu kúnna, það er svona eins og alls staðar. Mér finnst daglega amstrið við verslunarreksturinn skemmtilegast og að hitta fólkið, mæta í vinnuna og það er oft þannig að þegar maður kemur heim eftir vinnudaginn þá er maður búin að fá félagspakkann í vinnunni,“ segir Stefanía og hlær. Stefanía segist enn hafa gaman af því að mæta í vinnuna á hverjum degi en þegar sú löngun hverfi þá mun hún hætta með verslunina. En það er ein vara, sem hún er mjög stolt af að vera með í Bjarnabúð. „Já, að er Vestfirski hnoðmörinn en þá er mörinn búin að hanga í hjalli í þó nokkurn tíma grænfiðruð og þá eru hún hökkuð og hnoðuð og þá kemur Vestfirskur hnoðmör og hann sel ég.“ Og bæjarstjórinn er stoltur af Stefaníu og versluninni. „Þegar maður er í barnaafmæli og maður kaupir hérna gjöfina þá veit Steffí hverjir eru búnir að kaupa hvað, þannig að hún getur leiðbeint manni með að það sé ekki verið að kaupa sömu gjöfina tvisvar, sem ég held að sé þjónusta, sem hvergi er hægt að fá á Íslandi. Þetta er hluti af því að eiga heima í Bolungarvík að eiga svona búð, það er ómetanlegt,“ segir Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri. Það fæst allt milli himins og jarðar í Bjarnabúð, einni elsti verslun landsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bolungarvík Verslun Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira