Segir skipstjórnarmenn ekki vera að rjúfa samstöðu sjómanna Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 18:30 Árni segir SFS líka hafa þurft að gefa eftir af sínum kröfum. Vísir/Steingrímur Dúi Skipstjórnarmenn eru ekki að rjúfa samstöðu sjómanna með því að samþykkja nýjan kjarasamning við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi. Þetta segir formaður Félags skipstjórnarmanna, en niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna lá fyrir í gær. Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Í gær lágu niðurstöður atkvæðagreiðslu um nýja kjarasamninga sjómanna fyrir. Öll félögin sem áttu aðild að samningnum við SFS felldu samninginn og oftast með nokkuð öruggum meirihluta. Nema eitt, það er félag skipstjórnarmanna. Þar var samningurinn samþykktur. 413 voru á kjörskrá og var kjörsókn rúmlega 83%. 190 greiddu atkvæði með samningnum eða 55,39% og 146 eða 42,57% vildu fella samninginn. Formaður félags skipstjórnarmanna segir félagsmenn hafa sýnt atkvæðagreiðslunni mikinn áhuga. „Það var geysilega mikill áhugi. Ég var með þrjá teams fundi þar sem ég var með um 140 félagsmenn á kynningarfundum. Ég fékk alveg að heyra mismunandi skoðanir manna á samningnum og eftir það er ég nánast búinn að vera í símanum meira og minna og að svara tölvupóstum.“ Tímalengd samningsins hefur vakið mikla athygli en hann er til heilla 10 ára. En höfðu skipstjórnarmenn engar áhyggjur af því að semja til svo langs tíma? „Vissulega og það komu upp mismunandi raddir varðandi það en í ljósi þess að sjómenn voru án samninga frá 2011 til 2016, í fimm ár og svo aftur frá 2019 til 2023 í þrjú ár þá töldum við nú ekki mikla áhættu í því að semja til 10 ára.“ Árni segir ekkert óeðlilegt eða óvenjulegt að skipstjórnarmenn samþykki samning sem aðrir sjómenn fella. „Þetta gerðist 2016 líka og réttindi skipstjóra eða yfirmanna á skipum eru með öðrum hætti heldur en annarra í áhöfn. Þar af leiðandi eru kannski ólíkir áhersluþættir.“ Atvinnurekendur hafi líka gefið eftir af sínum kröfum. „Þeir eru mjög harðir, þeir eru mjög harðir og við skulum ekki gleyma því að þeir höfðu líka uppi miklar kröfur sem þeir þurftu að gefa eftir.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Sjávarútvegur Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira