Atvinnubílstjóri keyrði framan á bíl á Borgarfjarðarbrú Ólafur Björn Sverrisson skrifar 11. mars 2023 23:22 Það stórsér á bíl ökukennarans Þorsteins sem er samt sem áður þakklátur fyrir að ekki fór verr. Þorsteinn Bjarki Bíll ökukennara er illa farinn eftir að annar bílstjóri keyrði á miklum hraða framan á bílinn á öfugum vegarhelmingi á Borgarfjarðarbrú. Sá er leiðsögumaður og ásamt honum voru tveir erlendir ferðamenn í bílnum. „Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“ Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Læknar boða miklu harðari aðgerðir Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira
„Þriðjudaginn 3. janúar síðastliðinn var ég að kenna á bíl, eins og ég hef gert töluvert af síðasta árið. Undir stýri var ungur maður í sínum öðrum ökutíma. Við ætluðum að taka smá dreifbýlisrúnt,“ skrifar Þorsteinn Bjarki Pétursson ökukennari sem segir frá ákeyrslunni á Facebook. Vegna framkvæmda hafi önnur akreinin verið lokuð og og umferð hleypt í gegn til skiptis á hinni akreininni og stýrt með umferðarljósum. Á vinnusvæðinu er hámarkshraði jafnframt 50 km/klst. „Þegar við komum út úr þrengingunni eru fjórir bílar sem bíða á rauða ljósinu sunnan við vinnusvæðið. Fimmti bíllinn kemur aðvífandi undan Hafnarfjalli á fullri ferð. Við (kennarinn og neminn) vorum ansi samstíga á bremsuna þegar við sáum hann koma, en það er einungis um tvær sekúndur frá því að bíllinn kemur yfir á okkar vegarhelming þar til árekstur verður, eins og myndbandið sýnir. Myndavélin sýnir hraða bílsins okkar rétt fyrir áreksturinn: 43 km/klst. Hver ætli hraði hins bílsins sé við áreksturinn?“ spyr Þorsteinn. Þegar ökumaðurinn tekur loksins eftir bílunum sem hafa numið staðar keyrir hann yfir á hinn vegarhelminginn og loks framan á bíl Þorsteins. Myndband náðist af árekstrinum með mælaborðsmyndavél bílsins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Það stórsér á bíl Þorsteins að gerð Skoda octavia eftir áreksturinn. Bíll Þorsteins er handónýtur eftir áreksturinn.Þorsteinn Bjarki „Til að bæta gráu ofaná svart var þarna á ferð íslenskur leiðsögumaður með tvo erlenda ferðamenn í bílnum. Atvinnubílstjóri.“ Minna sér á bíl ökuníðingsins sem er að gerð Land rover defender. Þorsteinn Bjarki Þorsteinn kveðst þakklátur að ekki hafi farið verr en bæði hann og ökuneminn hafa fundið fyrir töluverðum eymslum eftir slysið. „Kæru vinir, stöndum saman um að aka varlega og höfum hugann við aksturinn, ekki farsímann eða nokkuð annað.“
Samgönguslys Borgarbyggð Lögreglumál Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Fleiri fréttir Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Læknar boða miklu harðari aðgerðir Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Sjá meira