Með harðsperrur fram á sumar eftir þrekpróf sérsveitarinnar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 12. mars 2023 10:30 Meðalmennskan dugði ekki til. Úr Kvöldfréttum Stöðvar 2 Sérsveitin hefur aðlagað þrekhluta inntökuprófsins í sveitina að nýjum tímum með breytingum sem eiga að gera möguleika kvenna meiri á því að ná prófinu. Það þýðir samt ekki að það sé verið að slaka á kröfum, meðaljónar geti ekki náð lágmörkum. Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“ Lögreglan Heilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Innan lögreglunnar gætir alltaf talsverðrar eftirvæntingar þegar að inntökupróf eru haldin fyrir Sérsveit ríkislögreglustjóra en þau hafa til að mynda einungis verið haldin tvisvar sinnum síðan 2016. Hér má sjá innslag úr kvöldfréttum Stöðvar 2 þar sem meðalmaðurinn gerir tilraun til þess að ná prófinu. Það gekk ekkert alltof vel. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra segir svipaða hluti vera að gerast hjá öðrum lögregluembættum í nágrannaríkjum. „Þarna erum við að fylgja þróun sem er búin að vera á norðurlöndunum sem við höfum verið að taka þátt í. Sem má segja að sé eðlileg þróun. Einn þátturinn í því er meðal annars að það hefur komið í ljós að það voru ákveðnar takmarkarnir á þessum þrekprófum þannig að konur áttu eiginlega engan séns. Það er ekki eins og við séum að slaka á einhverjum kröfum heldur við erum bara að breyta áherslunum og raunverulega hvað það er sem viðkomandi að geta á þessu stigi. Það er ánægjulegt fyrir okkur að sjá að það eru yfir fimmtíu lögreglumenn sem sækja um að taka þátt í prófinu og þar af fimm konur.“ Karl Steinar segir að ekki sé verið að slaka á kröfum heldur verið að aðlaga prófin að nútímanum.Vísir/Vilhelm Breytingarnar á prófunum eru umtalsverðar. Ekki er lengur krafist bekkpressu og meiri áhersla er lögð á snerpu og úthald. Hlaupaprófið var stytt, réttstöðulyfta kemur inn og viðbragðsprófi bætt við svo eitthvað sé nefnt. Annie segir eðililegt að sömu kröfur séu gerðar til karla og kvenna.Vísir/Ívar Fannar Anníe Mist Þórisdóttir, afrekskona í crossfit, þreytti prófið til gamans. En hvernig leist henni á breytingarnar? „þetta var bara mjög skemmtilegt. Þetta var áhugavert. Ég skil það nefninlega að konur og karlar þurfi að geta það sama því þú ert að fara að gera sömu verkefni. Það er ekki eins og þú farir á vettvang og fáir að gera léttari hluti ef þú ert kvenmaður. Konur nota sömu þyngingar og þyngingarvesti eins og karlarnir. Mér þótti gaman að prufa það.“ Anníe náði öllum lágmörkunum en segir eðlilegt að meðalmaðurinn geti það ekki. „Ég er kannski ekkert meðalmaður, en að sjálfsögðu á ekkert meðalmaður að komast í gegnum þetta. Þú átt að þurfa að uppfylla ákveðinn standard sem að þarf að vera fyrir svona þrek til þess að komast inn í sérsveitina. Það eru bara þeir bestu sem komast að.“
Lögreglan Heilsa Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira