Þá kíkjum við vestur í bæ þar sem skipulagsbreytingar á hringtorgi hafa valdið miklu fjaðrafoki. Bæjarstjóri Seltjarnarness segir breytingarnar hafa mikil áhrif á Seltirninga og gagnrýnir að þeir hafi ekki fengið sæti við ákvarðanatökuborðið.
Óskarinn er svo auðvitað haldinn hátíðlegur í kvöld. Við kíkjum vestur um haf og spjöllum við kvikmyndasérfræðing um stóra kvöldið.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, sem hefjast á slaginu 18:30.